Segja rök um lengd einangrunar ekki standast

HRFÍ segir skilyrði um fjögurra vikna einangrun ekki standast kröfu ...
HRFÍ segir skilyrði um fjögurra vikna einangrun ekki standast kröfu um velferð dýra. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) telur þau rök sem fram hafa komið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í morgun, en Morgunblaðið fjallaði í gær um grein þriggja vísindamanna sem birt var í veftímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar er því er haldið fram að sníkjudýr hafi borist með innfluttum hundum og köttum í íslenska dýrastofna.

Segir í yfirlýsingu HRFÍ að engar tilraunir séu gerðar til að sanna eða afsanna tilgátur vísindamannanna um nauðsyn langrar einangrunar og rökin sem fram komi standist ekki. „Við höfum ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið,“ segir í yfirlýsingunni.

HRFÍ hafi í september á síðasta ári óskað eftir nýju áhættumati varðandi einangrun innfluttra hunda og katta. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi landbúnaðarráðherra, hafði milligöngu um að fá dr. Preben Willeberger dýralækni til að framkvæma matið og skyldi [hann] ljúka vinnunni um miðjan apríl 2018. Ekkert hefur frést af matinu þrátt fyrir ítrekaðar eftirleitanir af hálfu HRFÍ“.

Engin tilraun til að sanna eða afsanna tilgátuna

Á sama tíma skjóti hins vegar upp kollinum umfjöllun í fjölmiðlum um nauðsyn einangrunar. „Nýlega var birt yfirlitsgrein í Búvísindum sem fjölmiðlar kjósa að gera sér mat úr. Í yfirlitinu eru settar fram nokkrar hugmyndir um mögulegar ástæður áður ógreindra sníkjudýra hér á landi, getið er um ferðamenn og farangur en einnig eru talin til innflutt gæludýr.“

Í því yfirliti sé horft til 26 ára sögu einangrunar, vitnað til samtala við dýralækna og minnis þeirra og á þeim grunni sé sett fram sú tilgáta að sníkjudýr hafi borist með gæludýrum sem sætt hafa einangrun og hún talin styrkja rök um nauðsyn fjögurra vikna einangrunar þeirra við komu til landsins. Engin tilraun sé hins vegar gerð til að sanna tilgátuna né afsanna, leita annarra mögulegra skýringa eða bera hana saman við aðrar mögulegar lausnir. 

Uppfyllir ekki kröfur um velferð dýra

„HRFÍ telur þau rök sem fram hafa komið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast! Við höfum ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið. HRFÍ bendir einnig á að skilyrði þetta uppfyllir ekki kröfur um velferð dýra hér á landi. Þess má geta til samanburðar að í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi er einangrun gæludýra 10 dagar. Nokkurra ára reynsla þar í landi hefur reynst vel, þar er gerður greinarmunur hvaðan gæludýr eru flutt inn enda áhættan misjöfn. Þar eru líka leyfðar heimsóknir meðan á einangrunarvistun stendur til að tryggja velferð dýranna meðan einangrun varir,“ segir í yfirlýsingunni.

Kallar HRFÍ eftir niðurstöðum áhættumatsins og í framhaldi af því endurskoðun á reglum um einangrun gæludýra. Þá er gerð krafa um að aðrar smitvarnir en innilokun dýra séu nýttar, séu þær í boði og að einangrunarvist sé sé ekki höfð lengri en nauðsyn krefur. Vistunin sé enn fremur gerð dýrunum „eins bærileg og hægt er með velferð þeirra að leiðarljósi“. 

mbl.is

Innlent »

Tafir á umferð vegna sjúkraflutninga

08:54 Tafir eru á umferð inn til Reykjavíkur og að Landspítalanum vegna sjúkraflutnings af landsbyggðinni.   Meira »

Hálka í Borgarfirði

08:52 Á Vesturlandi eru hálkublettir nokkuð víða eins og til dæmis á Þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Baulu, á Mýrum, Bröttubrekku og við Hvanneyri. Meira »

Afar dræm kosningaþátttaka 20-24 ára

08:39 Kosningaþátttaka var heldur meiri í sveitarstjórnarkosningunum í vor heldur en 2014 en kjörsóknin var mest í Árneshreppi en minnst í Reykjanesbæ. Aðeins 48% fólks á aldrinum 20-24 ára nýtti sér kosningaréttinn. Meira »

Sér ýmislegt jákvætt við frumvarpið

08:38 Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir ýmsa jákvæða þætti í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ti laga um veiðigjald, sem lagt var fram í gær. Meira »

Hálkublettir á Mýrum

08:25 Hálkublettir eru á Mýrum og Bröttubrekku, eins eru hálkublettir í Mývatnssveit, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, á Dettifossvegi, Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Kringlan leiðandi í stafrænni verslun

08:18 „Kringlan ætlar að verða leiðandi í stafrænni verslun. Næstu tólf mánuði munum við kynna til sögunnar þætti sem lúta að stafrænni þjónustu hér í húsinu og eins á netinu,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Takmarkið er að fólk geti verið með Kringluna á netinu og skoðað vöruúrvalið sem boðið er upp á í húsinu.“ Meira »

Misvísandi umfjöllun um spillingu

07:57 Samtök atvinnulífsins (SA) telja æskilegt að umfjöllun um spillingu í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu verði endurskoðuð. Samtökin telja umfjöllunina vera misvísandi og einungis byggða á fræðilegri umfjöllun að takmörkuðu leyti. Meira »

#metoo áfram á dagskrá hjá Alþingi

07:37 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að vilji sé fyrir hendi á Alþingi til að halda áfram því starfi sem hófst í upphafi ársins, þar sem kannað verði hvernig þingheimur getur viðhaldið því átaki sem hófst í kjölfar umræðna um #metoo-byltinguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi. Meira »

Éljagangur á heiðum

07:02 Veðrið er víða óspennandi á landinu og segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands að að spáð sé éljum til fjalla vestan- og norðanlands. Þetta getur haft áhrif á akstursskilyrði á heiðum. Meira »

„Það er alltaf von, alltaf“

06:20 Tengsl geðrask­ana og sjálfs­víga eru vel þekkt en marg­ar geðrask­an­ir eru áhættuþætt­ir fyr­ir sjálfs­vígs­hegðun. Hið sama á við um sjálfsskaða og geðrask­an­ir. Að sögn Ingu Wessman sálfræðings er nauðsynlegt að starfsfólk á bráðamóttökum kunni að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu. „Þetta fólk þarf aðstoð og aðstoðin á að vera til staðar því það er alltaf von, alltaf.“ Meira »

Tjónvaldur undir áhrifum vímuefna

05:44 Ung kona gistir fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa valdið umferðaróhappi í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Reyndist hún vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei fengið ökuréttindi. Meira »

Ekki náðist að fella 64 hreindýr

05:30 Ekki tókst að fella 64 hreindýr af þeim kvóta sem gefinn var út fyrir nýafstaðið veiðitímabil. Alls voru felld 1.346 hreindýr á tímabilinu. Heildarkvótinn á þessu ári er 1.450 dýr, þar af á að fella 40 hreinkýr í nóvember á svæði 8. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

05:30 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Leggja til sameiningu prestakalla

05:30 Áform eru uppi um sameiningu prestakalla á sjö stöðum á landinu á næsta ári en yfirstjórn kirkjunnar hefur sent tillögur um sameiningu til sóknarnefnda og fleiri til umsagnar. Málið verður svo til umfjöllunar á kirkjuþingi í nóvember. Meira »

Mýrdælingar vilja fá jarðgöng

05:30 Haldnir hafa verið tveir fundir í Vík í Mýrdal með hagsmunaaðilum þar sem gerð jarðganga í gegnum Reynisfjall og gerð láglendisvegar hefur verið reifuð. M.a. hefur verið sagt frá reynslunni af rekstri Hvalfjarðarganga. Meira »

Stígur frá Hrafnagili til Akureyrar

05:30 Lagningu rúmlega sjö kílómetra göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði til Akureyrar er að ljúka. Þótt eftir sé að malbika síðasta spottann er hjólafólk farið að nota stíginn. Meira »

Pöntunarkerfi í stað verslunar

05:30 Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir sem verið er að skoða í Árneshreppi á Ströndum. Verið er að loka versluninni sem þar hefur verið lengi og er ólíklegt að verslun verði rekin í Norðurfirði í vetur. Meira »

Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar

05:30 „Ég fékk þessa skýrslu um það leyti sem starfsstjórnin tók til starfa. Í henni komu fram margar ágætar ábendingar um umhverfi og rekstur Samgöngustofu sem ég ætlaði að láta halda áfram vinnu með. Það náðist að koma einhverju af stað, eins og rafrænum skráningum bíla en annað þurfti að kafa dýpra í.“ Meira »

Lágmarkslaun 375 þúsund

05:30 Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík krefst þess í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur að lágmarkslaun verði 375.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Volvo V40 til sölu
2012 Ekinn 85000 km Vél 150 HP Diesel (Stærri vélin) Sjálfsskiptur Nánari lý...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Heilsársdekk til sölu
Til sölu mjög lítið notuð Nexen Winguard Winspike heilsársdekk, stærð 235 / 65R ...