Segja rök um lengd einangrunar ekki standast

HRFÍ segir skilyrði um fjögurra vikna einangrun ekki standast kröfu ...
HRFÍ segir skilyrði um fjögurra vikna einangrun ekki standast kröfu um velferð dýra. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) telur þau rök sem fram hafa komið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í morgun, en Morgunblaðið fjallaði í gær um grein þriggja vísindamanna sem birt var í veftímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar er því er haldið fram að sníkjudýr hafi borist með innfluttum hundum og köttum í íslenska dýrastofna.

Segir í yfirlýsingu HRFÍ að engar tilraunir séu gerðar til að sanna eða afsanna tilgátur vísindamannanna um nauðsyn langrar einangrunar og rökin sem fram komi standist ekki. „Við höfum ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið,“ segir í yfirlýsingunni.

HRFÍ hafi í september á síðasta ári óskað eftir nýju áhættumati varðandi einangrun innfluttra hunda og katta. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi landbúnaðarráðherra, hafði milligöngu um að fá dr. Preben Willeberger dýralækni til að framkvæma matið og skyldi [hann] ljúka vinnunni um miðjan apríl 2018. Ekkert hefur frést af matinu þrátt fyrir ítrekaðar eftirleitanir af hálfu HRFÍ“.

Engin tilraun til að sanna eða afsanna tilgátuna

Á sama tíma skjóti hins vegar upp kollinum umfjöllun í fjölmiðlum um nauðsyn einangrunar. „Nýlega var birt yfirlitsgrein í Búvísindum sem fjölmiðlar kjósa að gera sér mat úr. Í yfirlitinu eru settar fram nokkrar hugmyndir um mögulegar ástæður áður ógreindra sníkjudýra hér á landi, getið er um ferðamenn og farangur en einnig eru talin til innflutt gæludýr.“

Í því yfirliti sé horft til 26 ára sögu einangrunar, vitnað til samtala við dýralækna og minnis þeirra og á þeim grunni sé sett fram sú tilgáta að sníkjudýr hafi borist með gæludýrum sem sætt hafa einangrun og hún talin styrkja rök um nauðsyn fjögurra vikna einangrunar þeirra við komu til landsins. Engin tilraun sé hins vegar gerð til að sanna tilgátuna né afsanna, leita annarra mögulegra skýringa eða bera hana saman við aðrar mögulegar lausnir. 

Uppfyllir ekki kröfur um velferð dýra

„HRFÍ telur þau rök sem fram hafa komið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast! Við höfum ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið. HRFÍ bendir einnig á að skilyrði þetta uppfyllir ekki kröfur um velferð dýra hér á landi. Þess má geta til samanburðar að í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi er einangrun gæludýra 10 dagar. Nokkurra ára reynsla þar í landi hefur reynst vel, þar er gerður greinarmunur hvaðan gæludýr eru flutt inn enda áhættan misjöfn. Þar eru líka leyfðar heimsóknir meðan á einangrunarvistun stendur til að tryggja velferð dýranna meðan einangrun varir,“ segir í yfirlýsingunni.

Kallar HRFÍ eftir niðurstöðum áhættumatsins og í framhaldi af því endurskoðun á reglum um einangrun gæludýra. Þá er gerð krafa um að aðrar smitvarnir en innilokun dýra séu nýttar, séu þær í boði og að einangrunarvist sé sé ekki höfð lengri en nauðsyn krefur. Vistunin sé enn fremur gerð dýrunum „eins bærileg og hægt er með velferð þeirra að leiðarljósi“. 

mbl.is

Innlent »

Henti barni út úr strætisvagni

17:15 „Sonur minn lenti í að myndavélin á símanum hans virkaði ekki og var að hringja í mig grátandi því vagnstjórinn ykkar henti honum út og sagði honum bara að labba.“ Þannig hefst Twitter-færsla hjá Jóhannesi Bjarnasyni en 11 ára syni hans var hent út úr strætisvagni í dag. Meira »

Varað við mikilli ölduhæð

17:10 Von er á óvenju mikilli ölduhæð vegna þeirrar djúpu lægðar sem nú nálgast landið. Við þessu varar Landhelgisgæslan og bendir sömuleiðis á að há sjávarstaða geti ásamt mikilli ölduhæð valdið usla, einkum sunnan- og vestanlands. Meira »

Barði konuna og henti inn í runna

17:00 „[Við] gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Svona lýsir Snorri Barón Jónsson árás sem hann varð vitni að í hádeginu. Meira »

Auður með átta tilnefningar

16:45 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 hafa verið kynntar og hlaut Auður flestar eða alls átta. Fast á hæla honum kom Valdimar með sjö tilnefningar, GDRN með sex, Jónas Sig með fimm og Sunna Gunnlaugs og Víkingur Heiðar Ólafsson með fjórar hvort. Verðlaunin verða afhent 13. mars. Meira »

„Mun marka líf brotaþola það sem eftir“

16:10 Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms en Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörð á skemmti­staðnum Shooters í ág­úst í fyrra. Meira »

Óvenju há sjávarstaða

15:57 Landhelgisgæslan hefur vakið athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga, en stórstreymt er þessa dagana.  Meira »

„Með eggin í andlitinu“

15:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sakaði ríkisstjórnina um að hafa reynt að gera hlut sinn í lausn kjaraviðræðnanna sem mestan og voru það mistök. Þetta kom fram í ræðu þingmannsins á Alþingi í dag. Þá sagði hann einnig að kjaradeila sem beinist að stjórnvöldum vera brot á vinnulöggjöf. Meira »

Málið litið grafalvarlegum augum

15:45 „Við sem samtök foreldra lítum þetta grafalvarlegum augum. Þetta er eitthvað sem verður bara að vera í lagi. Það er ekki hægt að gefa neinn afslátt af því,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, í samtali við mbl.is. Meira »

Gekk í skrokk á konu á Háaleitisbraut

14:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í hádeginu karlmann í annarlegu ástandi á Háaleitisbraut. Maðurinn er grunaður um að hafa sparkað í bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum á Háaleitisbraut. Meira »

Geta ekki orðið grundvöllur sátta

14:49 Miðstjórn ASÍ lýsir verulegum vonbrigðum með þau áform um breytingar á skattkerfinu sem fjármálaráðherra kynnti í gær.  Meira »

„Ekki í samræmi við það sem öllum finnst“

14:35 „Þetta er málamiðlun og hún þjónar þeim tilgangi sem lagt var upp með í stjórnarsáttmála um að beita skattalækkunum til þess að greiða fyrir kjarasamningum, og að lækkanirnar myndu einkum skila sér til þeirra sem hafa lægri tekjur,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Yfir 800 mál tengd heimilisofbeldi

14:29 Undanfarin fjögur ár hefur verið tilkynnt um meira en 800 mál sem tengjast heimilisofbeldi á landinu ár hvert. Í 66–68% tilvika er um ofbeldi af hendi maka eða fyrrverandi maka að ræða. Langflestar tilkynningar eru á höfuðborgarsvæðinu en tilkynnt var um 701 heimilisofbeldismál á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en málin voru 868 á landinu öllu. Meira »

Tvö ungabörn slösuðust í gær

14:28 Lögreglunni á Suðurnesjum var í gærkvöld tilkynnt um slys á tveimur ungabörnum í ótengdum málum. Annað barnið, þriggja mánaða drengur, féll úr bílstól og á innkaupakerru í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

BSRB vill hátekjuskatt

13:52 Tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu sem voru kynntar í gær ganga ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formannaráðs BSRB. Meira »

Búið að taka skýrslu af ökumönnunum

13:44 Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum. Meira »

Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk

13:43 „Þessar fregnir eru sláandi og um leið sorglegt að aðilar fari slíkar leiðir í þeim eina tilgangi að hagnast á kostnað annarra,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Bernhard, vegna svindls bílaleigunnar Procar. Fyrirtækið hvetur áhyggjufulla viðskiptavini til að setja sig í samband. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7%

12:55 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,7% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-15. febrúar. Miðflokkurinn mælist með 6,1% fylgi en flokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,2% í kosningunum 2017. Meira »

Meirihlutinn sakaður um valdníðslu

12:25 Hljóðið er þungt í fulltrúum þriggja flokka sem eru í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, eftir borgarstjórnarfund gærdagsins. Þeir segja meirihlutann hafa borið fram breytingartillögu sem hafi verið annars eðlis en þeirra eigin tillaga. Fulltrúar flokkanna viku úr fundarsal í mótmælaskyni. Meira »

Fimm ára dómur í Shooters-máli

12:13 Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra. Dyra­vörður­inn er lamaður fyr­ir neðan háls eft­ir árás­ina. Annar maður sem var ákærður í málinu, Dawid Kornacki, fékk sex mánaða dóm. Meira »