Færri umsóknir berast um alþjóðlega vernd hérlendis

Afgreiðslutími umsókna hjá útlendingastofnun hefur styst mjög.
Afgreiðslutími umsókna hjá útlendingastofnun hefur styst mjög. Haraldur Jónasson / Hari

Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins.

Alls hafa 370 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári. Á öllu síðasta ári sóttu tæplega 1100 einstaklingar um vernd, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Írakar hafa ávallt verið fjölmennir í hópi flóttamanna sem hingað leita. Á síðustu árum hafa þeir verið fjölmennasti hópurinn á eftir hópum frá þeim þjóðum sem taldar eru búa við öryggi. Þannig sóttu 111 Írakar um vernd hér á landi á árinu 2017.

Það sem af er ári hafa verið teknar 23 ákvarðanir um að íraskir ríkisborgarar skuli fá vernd hér á landi en 7 umsóknum verið synjað. Þá hefur 30 verið vísað til fyrsta viðtökuríkis samkvæmt Dublinar-sáttmálanum eða þeir hafa fengið vernd í öðru ríki. Hafa verið afgreidd 64 mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert