Kveikt í bílum við Öskju í nótt

Fjölmennt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út um fimm í nótt vegna bílbruna við bílaumboðið Öskju. Þar hafði verið kveikt í nýlegum bílum sem eru til sölu og stóðu fyrir utan húsnæði bílaumboðsins. Alls skemmdust sjö bílar. 

Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu er tjónið töluvert enda bílarnir mikið skemmdir. 

Ljósmynd GSH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert