Nokkrum sinnum í nálægð við dauðann

Fjallagarpurinn Simon Yates.
Fjallagarpurinn Simon Yates. Ljósmynd/Aðsend

Enski fjallamaðurinn Simon Yates heldur fyrirlestur í Bíó Paradís annað kvöld. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa á fjallinu Siula Grandi í Perú árið 1985 skorið á línuna sem tengdi hann við klifurfélaga sinn Joe Simpson og varð þeim þannig báðum til bjargar.

Fjallað er um atvikið í bókinni vinsælu Touching the Void (Í snertingu við tómið) og samnefndri heimildarmynd.

Hefur eytt miklum tíma í Tierra del Fuego

Í fyrirlestrinum fer Yates yfir lífshlaup sitt á fjöllum en hann hefur ferðast um allan heim bæði sem klifrari og leiðsögumaður, klifið fjöll eftir nýjum leiðum og gengið á nokkra afskekktustu staði veraldar.

„Í byrjun fyrirlestrarins segi ég frá þegar ég var að byrja að klifra í Ölpunum, síðan frá því sem gerðist í Perú árið 1985 með Joe Simpson og svo tala ég um nýlegri fjallaferðir til Pakistan og Mið-Asíu,“ segir Yates, spurður nánar út í fyrirlesturinn.

Einnig ætlar hann að fjalla um klettaklifur sitt í Padagonia í Suður-Ameríku og klifur sem hann hefur farið í undanfarið á afskekktum stöðum, þar á meðal í Tierra del Fuego, sem er eyjaklasi syðst í Suður-Ameríku, þar sem hann hefur eytt miklum tíma.

Kleif Hraundranga í Öxnadal

Yates hefur verið tíður gestur á Íslandi á undanförnum árum bæði til að klifra en einnig í tengslum við ferðir sínar til Grænlands.

Hann er einmitt nýkominn úr tveggja vikna ferðalagi til Grænlands þar sem hann kannaði afskekktar slóðir og mun segja frá þeim leiðangri í fyrirlestrinum. „Ég er undrandi á því hversu fáir Íslendingar fara þangað, því þetta er yndislegur staður. Góða veðrið sem við fengum þar kom mér á óvart. Það var hvorki rigning né snjór, þangað til við komum til Íslands. Þið fáið alla rigninguna en þeir fá alla sólina, eða eitthvað í þá áttina,“ segir Yates og hlær.

Spurður út í klifur sitt á Íslandi kveðst hann meðal annars hafa stundað hér ísklifur. Honum er sérlega minnisstætt þegar hann kleif Hraundranga í Öxnadal, sem hann segir afar fallegan stað sem frábært hafi verið að klifra.

Séð heim að bænum Hrauni í Öxnadal. Hraundrangi er þar ...
Séð heim að bænum Hrauni í Öxnadal. Hraundrangi er þar fyrir ofan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ekki aftur snúið eftir skólaferð

Hvenær byrjaðirðu að klífa fjöll og hvers vegna?

„Ég byrjaði þegar ég var unglingur. Fimmtán ára fór ég í skólaferð. Við fórum í útilegu, á kanó, í göngur og fjallaklifur. Þaðan þróaðist þetta áfram hjá mér. Ég byrjaði í fjallaklifri, fór svo í snjó- og ísklifur í Skotlandi, þaðan í Alpana og hélt svo bara áfram í átt að stærri fjöllum. Nýlega hef ég farið meira til afskekktari fjalla. Ég er hrifinn af fjöllum þar sem það er ekki annað fólk. Ég er að verða andfélagslegur á gamals aldri,“ segir Yates og hlær.

Listinn yfir afrek hans í fjallamennskunni er langur, hvert ætli sé stærsta afrekið hans til þessa?

„Ég á mér uppáhaldsfjöll. Mér finnst sérstaklega gaman að klifra í Tierra del Fuego, sérstaklega af því að svo fáir klifra þar og mjög lítið hefur verið gert þar.“

Ástríðan þarf að vera til staðar

Spurður um hvað helst þurfi til að verða góður fjallamaður nefnir hann að ástríðan verði að vera til staðar. „Stundum getur þetta verið mikið puð og ef þú hefur ekki ástríðuna þá myndirðu ekki leggja í þetta. Þetta er of erfitt til að gera þetta af hálfum hug.“

Hvernig heldurðu þér í formi?

„Ég æfi ekki mikið en ég fer í ferðir þrisvar til fjórum sinnum á ári, þannig að ég dett aldrei úr formi. Ég er 55 ára og enn í fullu fjöri. Sjáum til hve lengi ég endist, því maður veit aldrei með líkama, hvenær þeir stoppa eða bila en á meðan hef ástríðu fyrir þessu sé ég enga ástæðu til að hætta,“ segir Yates.

Frönsku alparnir.
Frönsku alparnir. AFP

Í mikilli hættu í Perú

Hann komst í nálægð við dauðann í Perú árið 1985, eins og frægt er orðið. Þrátt fyrir það kom aldrei til greina að leggja fjallaskóna á hilluna. „Nei, eins undarlega og það hljómar. Ég var ungur og mjög ákveðinn. Innan nokkurra vikna var ég mættur aftur í Alpana.“

Yates segist einu sinni til tvisvar í viðbót hafa komist í nálægð við dauðann í fjallamennskunni og nefnir grjóthrun sem varð úr fjalli sem hann var að klífa í Pakistan. „Ég var virkilega heppinn þar. Í fjallamennsku þarftu að fara varlega en stundum þarftu líka að vera heppinn.“

mbl.is

Innlent »

Herða eftirlit eftir slys

14:47 Umhverfisstofnun ætlar í víðtækt eftirlit með stíflueyðum í næsta mánuði. Þá verður skoðað hvort merkingar séu í lagi og tappar með barnalæsingum. Ekki er sérstakt eftirlit með því hver kaupir stíflueyði og ekkert aldurstakmark. Meira »

Yngri bursta tennurnar sjaldnar

14:47 Fjórðungur Íslendinga burstar tennurnar einu sinni á dag og eru konur líklegri en karlar til þess að bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á því hversu oft Íslendingar bursta tennurnar á hverjum degi. Meira »

40 milljónir vegna langveikra barna

14:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Landspítalanum 40 milljónir króna til að koma á fót sérstöku stuðningsteymi fyrir langveik börn með miklar stuðningsþarfir, meðal annars vegna sjaldgæfra sjúkdóma. Meira »

Skjótfenginn gróði er grunsamlegur

13:38 Falsfrétt um þekkta Íslendinga sem sagt er að hafi grætt ótrúlegar upphæðir á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin er í umferð á Facebook. Meira »

Byssubróðir aftur ákærður

13:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Marcin Nabakowski fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í júlí í fyrra, en Marcin er þekktur ásamt bróður sínum fyrir að koma að byssumáli í Breiðholti árið 2016. Meira »

Borgarís fyrir mynni Eyjafjarðar

13:02 Myndarlegur borgarís er nú í mynni Eyjafjarðar. Mikið hefur kurlast úr honum og varar Landhelgisgæslan við að klakabrotin geti reynst hættuleg í myrkri. Meira »

Skaut óvart úr riffli á lögreglustöð

13:01 Óhapp varð þegar lögregluþjónn skaut óvart úr riffli inni á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl. Ítarlega var farið yfir atvikið og þjálfun lögregluþjóna í handlagningu skotvopna. Meira »

Starfsgetumat komið illa út í Danmörku

12:02 „Við erum öll sátt við breytingar en þær mega ekki koma verr út fyrir þá sem nota kerfið í dag,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál stendur fyrir málþingi á Grand hótel í dag, sem ber yfirskriftina Frá stjórnarskrá til veruleika. Meira »

„Við erum kátir með veiðarnar“

11:55 „Það er haustbragur á veiðum skipanna og það hefur aflast vel. Vestmannaey landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og var uppistaða aflans þorskur og ýsa. Vestmannaey hóf veiðar í túrnum út af Suðausturlandi en færði sig svo á Austfjarðamið,“ segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins. Meira »

Einn á slysadeild eftir umferðarslys

11:33 Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðaróhapp á ellefta tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík þegar tveir bílar lentu saman. Meira »

Fagna því að fá göngin í ríkiseigu

11:33 Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim áfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hvalfjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göngin voru opnuð til umferðar 11. júlí 1998. Meira »

Endurvekja þarf traust OR

11:04 Bæjarstjórn Akraness harmar þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og leggur áherslu á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir gegn dýralæknum

11:01 Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir grófar og heiftúðugar hótanir gegn starfsfólki á dýralæknastöð eftir að hann fór með hund í skoðun þar. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa flutt inn til landsins tvo brúsa af piparúða og stera. Meira »

Missum ungt fólk af vinnumarkaði

10:55 „Við erum að missa ungt fólk af vinnumarkaði og svipta það tækifærum í lífinu,“ segir blaðakonan Guðrún Hálfdánardóttir um stöðu geðheilbrigðismála sem hún hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Þetta sé hægt að koma í veg fyrir ef fólk fær svigrúm, stuðning og rétta aðstoð tímanlega. Meira »

13% heimila í vanskilum

10:52 Heimilum sem eru í vanskilum hefur fækkað mikið en ríflega þriðjungur heimila átti erfitt með að ná endum saman árið 2016 sem er mikil fækkun frá 2011 þegar um helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman. Meira »

Fái gjafsókn vegna kynferðisbrota

10:44 Lagt hefur verið fram nýtt þingmál sem veitir þolendum í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum rétt til gjafsóknar. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Meira »

Skýrsla Hannesar um hrunið komin á netið

10:32 Skýrsla Hann­esar Hólm­steins Giss­ur­ar­sonar, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands um er­lenda áhrifaþætti banka­hruns­ins er komin á netið. Hannes af­henti fjár­málaráðherra skýrsluna í gær eftir um fjög­ur ára vinnu. Meira »

Felldi þrjú dýr á mínútu

10:30 Skytturnar og veiðiklærnar Harpa Þórðardóttir og Bára Einarsdóttir, sem keppti nýlega á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli, komu í síðdegisþátt K100 til að segja frá veiðiævintýrum sínum út um allan heim og veiðiklúbbnum sínum T&T International. Meira »

Keppa í iðngreinum á Euroskills

10:24 Átta ungir Íslendingar hófu keppni á Euroskills í Búdapest í dag. Þar er keppt í fjölbreyttum iðngreinum, en Íslendingarnir keppa í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málmsuðu, trésmíði, grafískri hönnun, bakstri, framleiðslu og matreiðslu. Meira »
Volvo V40 til sölu
2012 Ekinn 85000 km Vél 150 HP Diesel (Stærri vélin) Sjálfsskiptur Nánari lý...
Dartvörur í úrvali frá UNICORN.
Dartvörur í úrvali frá UNICORN. pingpong.is Síðumúla 35 (að aftanverðu) Sími 568...
Málarar
Málarar. Faglærðir málar geta bætt við sig verkefnum. Öll almenn málningarþjónus...
Sumarbústaður í vetur, vikur eða mánuðir..
Hlýr og heimilislegur sumarbústaður til leigu. Rólegt og notalegt fyrir t.d. rit...