Nokkrum sinnum í nálægð við dauðann

Fjallagarpurinn Simon Yates.
Fjallagarpurinn Simon Yates. Ljósmynd/Aðsend

Enski fjallamaðurinn Simon Yates heldur fyrirlestur í Bíó Paradís annað kvöld. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa á fjallinu Siula Grandi í Perú árið 1985 skorið á línuna sem tengdi hann við klifurfélaga sinn Joe Simpson og varð þeim þannig báðum til bjargar.

Fjallað er um atvikið í bókinni vinsælu Touching the Void (Í snertingu við tómið) og samnefndri heimildarmynd.

Hefur eytt miklum tíma í Tierra del Fuego

Í fyrirlestrinum fer Yates yfir lífshlaup sitt á fjöllum en hann hefur ferðast um allan heim bæði sem klifrari og leiðsögumaður, klifið fjöll eftir nýjum leiðum og gengið á nokkra afskekktustu staði veraldar.

„Í byrjun fyrirlestrarins segi ég frá þegar ég var að byrja að klifra í Ölpunum, síðan frá því sem gerðist í Perú árið 1985 með Joe Simpson og svo tala ég um nýlegri fjallaferðir til Pakistan og Mið-Asíu,“ segir Yates, spurður nánar út í fyrirlesturinn.

Einnig ætlar hann að fjalla um klettaklifur sitt í Padagonia í Suður-Ameríku og klifur sem hann hefur farið í undanfarið á afskekktum stöðum, þar á meðal í Tierra del Fuego, sem er eyjaklasi syðst í Suður-Ameríku, þar sem hann hefur eytt miklum tíma.

Kleif Hraundranga í Öxnadal

Yates hefur verið tíður gestur á Íslandi á undanförnum árum bæði til að klifra en einnig í tengslum við ferðir sínar til Grænlands.

Hann er einmitt nýkominn úr tveggja vikna ferðalagi til Grænlands þar sem hann kannaði afskekktar slóðir og mun segja frá þeim leiðangri í fyrirlestrinum. „Ég er undrandi á því hversu fáir Íslendingar fara þangað, því þetta er yndislegur staður. Góða veðrið sem við fengum þar kom mér á óvart. Það var hvorki rigning né snjór, þangað til við komum til Íslands. Þið fáið alla rigninguna en þeir fá alla sólina, eða eitthvað í þá áttina,“ segir Yates og hlær.

Spurður út í klifur sitt á Íslandi kveðst hann meðal annars hafa stundað hér ísklifur. Honum er sérlega minnisstætt þegar hann kleif Hraundranga í Öxnadal, sem hann segir afar fallegan stað sem frábært hafi verið að klifra.

Séð heim að bænum Hrauni í Öxnadal. Hraundrangi er þar ...
Séð heim að bænum Hrauni í Öxnadal. Hraundrangi er þar fyrir ofan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ekki aftur snúið eftir skólaferð

Hvenær byrjaðirðu að klífa fjöll og hvers vegna?

„Ég byrjaði þegar ég var unglingur. Fimmtán ára fór ég í skólaferð. Við fórum í útilegu, á kanó, í göngur og fjallaklifur. Þaðan þróaðist þetta áfram hjá mér. Ég byrjaði í fjallaklifri, fór svo í snjó- og ísklifur í Skotlandi, þaðan í Alpana og hélt svo bara áfram í átt að stærri fjöllum. Nýlega hef ég farið meira til afskekktari fjalla. Ég er hrifinn af fjöllum þar sem það er ekki annað fólk. Ég er að verða andfélagslegur á gamals aldri,“ segir Yates og hlær.

Listinn yfir afrek hans í fjallamennskunni er langur, hvert ætli sé stærsta afrekið hans til þessa?

„Ég á mér uppáhaldsfjöll. Mér finnst sérstaklega gaman að klifra í Tierra del Fuego, sérstaklega af því að svo fáir klifra þar og mjög lítið hefur verið gert þar.“

Ástríðan þarf að vera til staðar

Spurður um hvað helst þurfi til að verða góður fjallamaður nefnir hann að ástríðan verði að vera til staðar. „Stundum getur þetta verið mikið puð og ef þú hefur ekki ástríðuna þá myndirðu ekki leggja í þetta. Þetta er of erfitt til að gera þetta af hálfum hug.“

Hvernig heldurðu þér í formi?

„Ég æfi ekki mikið en ég fer í ferðir þrisvar til fjórum sinnum á ári, þannig að ég dett aldrei úr formi. Ég er 55 ára og enn í fullu fjöri. Sjáum til hve lengi ég endist, því maður veit aldrei með líkama, hvenær þeir stoppa eða bila en á meðan hef ástríðu fyrir þessu sé ég enga ástæðu til að hætta,“ segir Yates.

Frönsku alparnir.
Frönsku alparnir. AFP

Í mikilli hættu í Perú

Hann komst í nálægð við dauðann í Perú árið 1985, eins og frægt er orðið. Þrátt fyrir það kom aldrei til greina að leggja fjallaskóna á hilluna. „Nei, eins undarlega og það hljómar. Ég var ungur og mjög ákveðinn. Innan nokkurra vikna var ég mættur aftur í Alpana.“

Yates segist einu sinni til tvisvar í viðbót hafa komist í nálægð við dauðann í fjallamennskunni og nefnir grjóthrun sem varð úr fjalli sem hann var að klífa í Pakistan. „Ég var virkilega heppinn þar. Í fjallamennsku þarftu að fara varlega en stundum þarftu líka að vera heppinn.“

mbl.is

Innlent »

Búið að finna drengina

20:01 Búið er að finna drengina sem lögreglan á Suðurnesjum auglýsti eftir nú í kvöld. Drengirnir, sem eru níu ára gamlir og úr Grindavík, skiluðu sér ekki heim eftir skóla og biðlaði lögregla því til Grindvíkinga að svipast um eftir drengjunum. Meira »

Ísland nær samningi við Breta

19:46 Búið er að lenda samningi milli Íslands og Bretlands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Lögregla leitar 9 ára drengja á Suðurnesjum

19:27 Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum, Þorgeiri og Orra Steini úr Grindavík. Drengirnir skiluðu sér ekki heim eftir skóla í dag og eru fjölskyldur þeirra nú að leita að þeim á svæðinu. Meira »

Innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs

19:21 Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem eru nú strandaglópar á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs. Meira »

Áhyggjur af viðræðuslitum SGS

19:15 „Þetta er alvarleg staða. Í sjómannaverkfallinu [fyrir tveimur árum] þá misstum við viðskiptavini af því að við gátum ekki afhent. Eftir það komu ekki allir okkar viðskiptavinir til baka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is. Meira »

„Aukaskrefin“ tryggja skólastarfið

18:55 „Það eru allir tilbúnir til að hjálpa okkur,“ segir Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, starfsfólk skólans hefur undanfarna daga þurft að bregðast við afar hraðri atburðarás sem hefur leitt til þess að skólastarfið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og félagsheimili Þróttar fram á sumar. Meira »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Rússar innan loftrýmissvæðisins

16:22 Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur bandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Meira »

Bæti stöðu sína á kostnað sveitarfélaga

16:15 Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir að þær upplýsingar sem sambandið hafi fengið frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hafi falist í því að þingsályktunartillaga þess efnis að skerða eigi fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga hafi verið fullgerð. Meira »

Rannsaka ferðir Tarrant um Ísland

16:08 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar nú ferðir hryðjuverkamannsins Brenton Harris Tarrant, sem myrti 50 í tveimur moskum í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag, um Ísland. Meira »

Bótaskylt vegna húss sem má ekki rífa

15:37 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni sem framkvæmd laga um menningarminjar ollu eiganda fasteignar á Holtsgötu í Reykjavík. Meira »

41,8% segjast styðja ríkisstjórnina

15:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkaði um eitt prósentustig milli kannana MMR og mælist nú 23,6% miðað við 22,7% í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 25,2% atkvæða í kosningum. VG bætti við sig 0,3 prósentustigum og mælist með 11,4% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar nokkru fylgi og mælist nú með 11,1%. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...
Hreinsa þakrennur ofl
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...