Nokkrum sinnum í nálægð við dauðann

Fjallagarpurinn Simon Yates.
Fjallagarpurinn Simon Yates. Ljósmynd/Aðsend

Enski fjallamaðurinn Simon Yates heldur fyrirlestur í Bíó Paradís annað kvöld. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa á fjallinu Siula Grandi í Perú árið 1985 skorið á línuna sem tengdi hann við klifurfélaga sinn Joe Simpson og varð þeim þannig báðum til bjargar.

Fjallað er um atvikið í bókinni vinsælu Touching the Void (Í snertingu við tómið) og samnefndri heimildarmynd.

Hefur eytt miklum tíma í Tierra del Fuego

Í fyrirlestrinum fer Yates yfir lífshlaup sitt á fjöllum en hann hefur ferðast um allan heim bæði sem klifrari og leiðsögumaður, klifið fjöll eftir nýjum leiðum og gengið á nokkra afskekktustu staði veraldar.

„Í byrjun fyrirlestrarins segi ég frá þegar ég var að byrja að klifra í Ölpunum, síðan frá því sem gerðist í Perú árið 1985 með Joe Simpson og svo tala ég um nýlegri fjallaferðir til Pakistan og Mið-Asíu,“ segir Yates, spurður nánar út í fyrirlesturinn.

Einnig ætlar hann að fjalla um klettaklifur sitt í Padagonia í Suður-Ameríku og klifur sem hann hefur farið í undanfarið á afskekktum stöðum, þar á meðal í Tierra del Fuego, sem er eyjaklasi syðst í Suður-Ameríku, þar sem hann hefur eytt miklum tíma.

Kleif Hraundranga í Öxnadal

Yates hefur verið tíður gestur á Íslandi á undanförnum árum bæði til að klifra en einnig í tengslum við ferðir sínar til Grænlands.

Hann er einmitt nýkominn úr tveggja vikna ferðalagi til Grænlands þar sem hann kannaði afskekktar slóðir og mun segja frá þeim leiðangri í fyrirlestrinum. „Ég er undrandi á því hversu fáir Íslendingar fara þangað, því þetta er yndislegur staður. Góða veðrið sem við fengum þar kom mér á óvart. Það var hvorki rigning né snjór, þangað til við komum til Íslands. Þið fáið alla rigninguna en þeir fá alla sólina, eða eitthvað í þá áttina,“ segir Yates og hlær.

Spurður út í klifur sitt á Íslandi kveðst hann meðal annars hafa stundað hér ísklifur. Honum er sérlega minnisstætt þegar hann kleif Hraundranga í Öxnadal, sem hann segir afar fallegan stað sem frábært hafi verið að klifra.

Séð heim að bænum Hrauni í Öxnadal. Hraundrangi er þar ...
Séð heim að bænum Hrauni í Öxnadal. Hraundrangi er þar fyrir ofan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ekki aftur snúið eftir skólaferð

Hvenær byrjaðirðu að klífa fjöll og hvers vegna?

„Ég byrjaði þegar ég var unglingur. Fimmtán ára fór ég í skólaferð. Við fórum í útilegu, á kanó, í göngur og fjallaklifur. Þaðan þróaðist þetta áfram hjá mér. Ég byrjaði í fjallaklifri, fór svo í snjó- og ísklifur í Skotlandi, þaðan í Alpana og hélt svo bara áfram í átt að stærri fjöllum. Nýlega hef ég farið meira til afskekktari fjalla. Ég er hrifinn af fjöllum þar sem það er ekki annað fólk. Ég er að verða andfélagslegur á gamals aldri,“ segir Yates og hlær.

Listinn yfir afrek hans í fjallamennskunni er langur, hvert ætli sé stærsta afrekið hans til þessa?

„Ég á mér uppáhaldsfjöll. Mér finnst sérstaklega gaman að klifra í Tierra del Fuego, sérstaklega af því að svo fáir klifra þar og mjög lítið hefur verið gert þar.“

Ástríðan þarf að vera til staðar

Spurður um hvað helst þurfi til að verða góður fjallamaður nefnir hann að ástríðan verði að vera til staðar. „Stundum getur þetta verið mikið puð og ef þú hefur ekki ástríðuna þá myndirðu ekki leggja í þetta. Þetta er of erfitt til að gera þetta af hálfum hug.“

Hvernig heldurðu þér í formi?

„Ég æfi ekki mikið en ég fer í ferðir þrisvar til fjórum sinnum á ári, þannig að ég dett aldrei úr formi. Ég er 55 ára og enn í fullu fjöri. Sjáum til hve lengi ég endist, því maður veit aldrei með líkama, hvenær þeir stoppa eða bila en á meðan hef ástríðu fyrir þessu sé ég enga ástæðu til að hætta,“ segir Yates.

Frönsku alparnir.
Frönsku alparnir. AFP

Í mikilli hættu í Perú

Hann komst í nálægð við dauðann í Perú árið 1985, eins og frægt er orðið. Þrátt fyrir það kom aldrei til greina að leggja fjallaskóna á hilluna. „Nei, eins undarlega og það hljómar. Ég var ungur og mjög ákveðinn. Innan nokkurra vikna var ég mættur aftur í Alpana.“

Yates segist einu sinni til tvisvar í viðbót hafa komist í nálægð við dauðann í fjallamennskunni og nefnir grjóthrun sem varð úr fjalli sem hann var að klífa í Pakistan. „Ég var virkilega heppinn þar. Í fjallamennsku þarftu að fara varlega en stundum þarftu líka að vera heppinn.“

mbl.is

Innlent »

Huginn lengdur um 7,2 metra

20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

16:21 Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »

Rannsókn á neðri hæð lokið

16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...