Aðgerðir gegn mávaplágunni

Mávar hafa gert íbúum í nágrenni við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ lífið leitt að undanförnu og þurftu bæjaryfirvöld að grípa til aðgerða þar sem meindýraeyðir bæjarins eyðilagði hreiður og fargaði fuglum sem höfðu hreiðrað um sig á þaki skólans.

Mávar hafa verið ágengir víðar á höfuðborgarsvæðinu eins og gerist gjarnan á haustin þegar þeir leita sér að æti og eru að koma ungum sínum á legg. Ástandið hefur þó að margra mati verið verra í ár en oft áður og Fréttablaðið fjallaði á dögunum um ástandið sem myndaðist við Lágafellsskóla.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, tekur undir að ágengni máva hafi verið meiri en oft áður í samtali við mbl.is. Vandasamt sé þó að takast á við vandann þegar fuglinn sé kominn inn í þéttbýlið. Ekki hafi þó verið hægt að komast hjá því að skjóta fuglana við Lágafellsskóla. Fyrir nokkrum árum voru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlegu átaki gegn mávum og Haraldur segir að vel mætti skoða að taka upp slíkt samstarf aftur.

Í myndskeiðinu er rætt við Harald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert