Úttekt á 82 smávirkjunum

Margir lækir á Norðurlandi vestra eru taldir vænlegir til virkjunar.
Margir lækir á Norðurlandi vestra eru taldir vænlegir til virkjunar. mbl.is/Árni Sæberg

Skoðaðir hafa verið 82 staðir á Norðurlandi vestra þar sem til greina kemur að koma upp smáum vatnsaflsvirkjunum. Frumúttektin nær til svæðisins frá Hrútafirði og í Skagafjörð.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra fékk verkfræðistofuna Mannvit til að gera úttektina og verður niðurstaðan kynnt á fundi á Blönduósi næstkomandi fimmtudag, 30. ágúst.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, segir að ekki hafi verið farið djúpt í hvert verkefni en þau flokkuð eftir líklegri hagkvæmni. „Það er sívaxandi áhugi hjá bændum á að nýta virkjanakosti í ám og lækjum á jörðum þeirra. Það er síðan hvers landeiganda fyrir sig að ákveða um framhaldið,“ segir Unnur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert