„Ég er svo þakklát fyrir hafið“

Nokkrar valkyrjur fóru saman að tína söl um helgina og óðu sumar upp á mið læri til að sækja gómsæti hafsins. Berglind Björgúlfsdóttir söng fyrir selinn sem kom til hennar þar sem hún bograði við sölvatínslu.

Best er að nýta stórstreymi til að komast sem lengst ...
Best er að nýta stórstreymi til að komast sem lengst út að tína. mbl.is/Kristín Heiða

Sumir borða söl með harðfiski, aðrir segja söl og smjör vera gott að borða saman, og einnig eru söl og súkkulaði sérdeilis góð blanda. En ég borða söl aðallega sem nasl og öllum í fjölskyldunni finnst þau góð bara ein og sér. Ég ólst samt ekki upp við að borða söl eða tína söl, þó ég hafi stundað sölvatekju nokkur undanfarin ár. Þegar ég var að læra torfhleðslu hjá Hannesi Lárussyni sem er með Íslenska bæinn í Flóahreppi, þá kynntist ég þessu fyrst og bað um að fá að fara með honum í sölvatínslu. Ég fór í fyrsta sinn að tína söl með honum þar sem heitir Skipafjara, við bæinn Skipar sem er í nágrenni við Baugstaðavita rétt utan við Stokkseyri. Ég er reyndar ættuð þaðan, því amma mín bjó þar,“ segir Berglind Björgúlfsdóttir þar sem hún ásamt nokkrum vinkonum stikar rösklega í átt til hafs, þær mega engan tíma missa því brátt flæðir að.

mbl.is/Kristín Heiða

„Á morgun er stórstreymisfjara og þess vegna veljum við að fara núna, það eru ákjósanlegustu aðstæðurnar því þá er hægt að vaða lengra út í sjó þar sem meira er af sölvum.“

Valkyrjurnar kippa upp um sig kjólunum og vaða beint út til hafs og taka þegar til við að rífa upp söl í poka sína, en það er heldur betur sleipt og illfært, sést ekki til botns fyrir gróðri og mikið af steinum, stórum og smáum. Enda hrasa þær og renna til, en láta það ekkert á sig fá, halda ótrauðar áfram. Þetta eru engir aukvisar.

„Þetta eru eins og sleipar þúfur og ekki gott að fóta sig, en hér áður fyrr var fólk með sín ráð við því, það fór í lopasokka utanyfir skóna til að forðast að renna og detta við sölvatekju. Fólk var líka með prik eða staf til að styðja sig. Eitt sinn áður en ég fór að tína söl dreymdi mig ömmu mína þar sem hún sagði mér að taka með mér prik til að styðjast við í minni fjöruferð svo ég gæti fótað mig betur. Hún var alltaf með smalaprik með sér þegar hún ung stúlka var látin passa kindurnar á Skipum sem fóru í fjörubeit. En fjörufé sem gæddi sér á hafgróðrinum átti það til að fara sér að voða, verða eftir á skerjum og flúðum þegar flæddi að. Þetta þurfti að vakta og passa, og einnig þurfti að passa að þær ætu ekki of mikið af fjörufóðri, því þá fóru þær að skjögra. Amma sagði að fjöruféð hefði stundum átt það til að synda út til hafs og drukkna þegar flæddi að, ærnar gátu þannig orðið áttavilltar, svo amma þurfti að reka þær tímanlega í land áður en þær urðu ringlaðar. En svo gerðist það að skera þurfti niður allt féð á Skipum og þau voru félaus í nokkur ár, en þegar þau fengu nýjar kindur þá kunni það fé ekkert á fjöruna og sótti ekkert þangað. Lömbin þurfa greinilega að læra fjörubeitina af fullorðnu ánum og þannig viðhelst þetta milli kynslóða. Rétt eins og hjá okkur mannfólkinu þá lærir fé af því sem fyrir því er haft,“ segir Berglind og tekur til við að syngja fyrir sel sem syndir í átt til hennar. Það er fagur selasöngur sem hljómar með hafhljóðunum líkt og frá öðrum heimi, og vekur forvitni selsins, því forvitnin er óttanum yfirsterkari og hana langaði að halda selnum sem lengst hjá sér.

 Almúgi á eftir landeigendum

Berglind segir að hér áður fyrr hafi fólk verið miklu duglegra að nýta sölin en nú er. „Þá skipti máli að nýta það sem náttúran gaf og allir sem vettlingi gátu valdið tíndu söl til að bæta mannanna fæðu. Þá var sá háttur hafðu á að landeigendur höfðu forgang, þeir fóru fyrst út í sjó og tíndu söl að vild, en settu svo upp hvít flögg eftir það til merkis um að nú mætti almúginn tína söl,“ segir Berglind og bætir við að ekkert mál sé að þekkja sölin frá öðrum hafsins gróðri, því þau eru rauðbrún að lit. „En það er næring í öllum þessum hafsins gróðri, ég tíni líka stundum marinkjarna, hrossaþara og grænþörunga. Ég er svo þakklát fyrir sjóinn,“ segir Berglind í sæluvímu yfir gnægtum jarðar og sælunni að fá að vaða út í sjó og sækja sér björg í bú.

mbl.is/Kristín Heiða

Nágranni Berglindar, Guðrún Ólafsdóttir hómópati, var með í för og var að fara í fyrsta skipti í sölvatínslu, en hún segist hafa borðað söl árum saman. „Þetta er svo hollt, stútfullt af snefilefnum. Söl eru sérlega joðrík og við fjölskyldan borðum þetta sem snakk allan veturinn. Ég klippi sölin niður og set í brauðdeig og svo er gott að mylja þau og nota eins og salt út á salat, strá þeim yfir. Ég naga þetta hvenær sem mig langar til, ég er oft með poka með mér í bílnum til að nasla, þá fer ég síður í sælgæti eða aðra óhollustu,“ segir Guðrún.

Vasklegur kvennahópurinn breiðir síðan úr sölvunum á grasið þegar þær koma í land, til að láta sólina og hafgoluna þurrka þau.

mbl.is/Kristín Heiða

„Það tekur 14 klukkustundir að fullþurrka söl, en við látum sól og vind fyrst þurrka þau svolitla stund, til að losna við mesta vökvann, svo við getum fært þetta milli staða án þess að allt verði rennandi blautt.“

mbl.is/Kristín Heiða

Innlent »

Varað við versnandi akstursskilyrðum

Í gær, 23:40 Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt norðantil á landinu fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en slyddu eða snjókomu til fjalla á morgun með versnandi akstursskilyrðum í þeim landshluta. Meira »

Manni bjargað úr sjónum

Í gær, 21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »

Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

Í gær, 21:28 „Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

Í gær, 21:00 „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,” segir Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Ákærðir fyrir árás á dyravörð

Í gær, 20:50 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lögreglumenn. Meira »

18 þúsund standa að baki Landsbjörg

Í gær, 20:45 „Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

Í gær, 20:10 „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“ Meira »

Friðað hús rifið fyrir helgi

Í gær, 20:06 Friðað hús, sem áður var staðsett að Laugavegi 74 í Reykjavík, var rifið fyrir helgi en húsið hafði þá verið í geymslu á Granda í rúman áratug. Meira »

„Ég gæti mín“

Í gær, 19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Verkalýðsleiðtogar gagnrýna Icelandair

Í gær, 19:40 Fjórir verkalýðsleiðtogar mótmæla „harðlega“ þeirri ákvörðun Icelandair að setja flugþjónum og -freyjum sem eru í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þá afarkosti að ráða sig í fulla vinnu eða láta ellegar af störfum. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

Í gær, 18:50 Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Velt verði við hverjum steini

Í gær, 18:39 „Mér hefur fundist þetta afskaplega ánægjulegur dagur og það sem stendur upp úr hjá mér er að þótt fólk hafi núna gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur er það almennt mjög stolt af sínum vinnustað og líður vel í vinnunni. Það er mín upplifun eftir daginn.“ Meira »

Vill framlengja rammasamning um ár

Í gær, 18:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti hugmyndir sínar um framtíðarfyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum lýsti Svandís vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Meira »

Yndislegt að hjóla

Í gær, 18:25 Í Reykjavík hafa verið skapaðar góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Betur má þó gera. Valgerður Húnbogadóttir segir bíllaust líf henta sér vel. Meira »

Vön svona fréttaflutningi

Í gær, 17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

Í gær, 17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

Í gær, 16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

Í gær, 16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

Í gær, 16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...