„Ég er svo þakklát fyrir hafið“

Nokkrar valkyrjur fóru saman að tína söl um helgina og óðu sumar upp á mið læri til að sækja gómsæti hafsins. Berglind Björgúlfsdóttir söng fyrir selinn sem kom til hennar þar sem hún bograði við sölvatínslu.

Best er að nýta stórstreymi til að komast sem lengst ...
Best er að nýta stórstreymi til að komast sem lengst út að tína. mbl.is/Kristín Heiða

Sumir borða söl með harðfiski, aðrir segja söl og smjör vera gott að borða saman, og einnig eru söl og súkkulaði sérdeilis góð blanda. En ég borða söl aðallega sem nasl og öllum í fjölskyldunni finnst þau góð bara ein og sér. Ég ólst samt ekki upp við að borða söl eða tína söl, þó ég hafi stundað sölvatekju nokkur undanfarin ár. Þegar ég var að læra torfhleðslu hjá Hannesi Lárussyni sem er með Íslenska bæinn í Flóahreppi, þá kynntist ég þessu fyrst og bað um að fá að fara með honum í sölvatínslu. Ég fór í fyrsta sinn að tína söl með honum þar sem heitir Skipafjara, við bæinn Skipar sem er í nágrenni við Baugstaðavita rétt utan við Stokkseyri. Ég er reyndar ættuð þaðan, því amma mín bjó þar,“ segir Berglind Björgúlfsdóttir þar sem hún ásamt nokkrum vinkonum stikar rösklega í átt til hafs, þær mega engan tíma missa því brátt flæðir að.

mbl.is/Kristín Heiða

„Á morgun er stórstreymisfjara og þess vegna veljum við að fara núna, það eru ákjósanlegustu aðstæðurnar því þá er hægt að vaða lengra út í sjó þar sem meira er af sölvum.“

Valkyrjurnar kippa upp um sig kjólunum og vaða beint út til hafs og taka þegar til við að rífa upp söl í poka sína, en það er heldur betur sleipt og illfært, sést ekki til botns fyrir gróðri og mikið af steinum, stórum og smáum. Enda hrasa þær og renna til, en láta það ekkert á sig fá, halda ótrauðar áfram. Þetta eru engir aukvisar.

„Þetta eru eins og sleipar þúfur og ekki gott að fóta sig, en hér áður fyrr var fólk með sín ráð við því, það fór í lopasokka utanyfir skóna til að forðast að renna og detta við sölvatekju. Fólk var líka með prik eða staf til að styðja sig. Eitt sinn áður en ég fór að tína söl dreymdi mig ömmu mína þar sem hún sagði mér að taka með mér prik til að styðjast við í minni fjöruferð svo ég gæti fótað mig betur. Hún var alltaf með smalaprik með sér þegar hún ung stúlka var látin passa kindurnar á Skipum sem fóru í fjörubeit. En fjörufé sem gæddi sér á hafgróðrinum átti það til að fara sér að voða, verða eftir á skerjum og flúðum þegar flæddi að. Þetta þurfti að vakta og passa, og einnig þurfti að passa að þær ætu ekki of mikið af fjörufóðri, því þá fóru þær að skjögra. Amma sagði að fjöruféð hefði stundum átt það til að synda út til hafs og drukkna þegar flæddi að, ærnar gátu þannig orðið áttavilltar, svo amma þurfti að reka þær tímanlega í land áður en þær urðu ringlaðar. En svo gerðist það að skera þurfti niður allt féð á Skipum og þau voru félaus í nokkur ár, en þegar þau fengu nýjar kindur þá kunni það fé ekkert á fjöruna og sótti ekkert þangað. Lömbin þurfa greinilega að læra fjörubeitina af fullorðnu ánum og þannig viðhelst þetta milli kynslóða. Rétt eins og hjá okkur mannfólkinu þá lærir fé af því sem fyrir því er haft,“ segir Berglind og tekur til við að syngja fyrir sel sem syndir í átt til hennar. Það er fagur selasöngur sem hljómar með hafhljóðunum líkt og frá öðrum heimi, og vekur forvitni selsins, því forvitnin er óttanum yfirsterkari og hana langaði að halda selnum sem lengst hjá sér.

 Almúgi á eftir landeigendum

Berglind segir að hér áður fyrr hafi fólk verið miklu duglegra að nýta sölin en nú er. „Þá skipti máli að nýta það sem náttúran gaf og allir sem vettlingi gátu valdið tíndu söl til að bæta mannanna fæðu. Þá var sá háttur hafðu á að landeigendur höfðu forgang, þeir fóru fyrst út í sjó og tíndu söl að vild, en settu svo upp hvít flögg eftir það til merkis um að nú mætti almúginn tína söl,“ segir Berglind og bætir við að ekkert mál sé að þekkja sölin frá öðrum hafsins gróðri, því þau eru rauðbrún að lit. „En það er næring í öllum þessum hafsins gróðri, ég tíni líka stundum marinkjarna, hrossaþara og grænþörunga. Ég er svo þakklát fyrir sjóinn,“ segir Berglind í sæluvímu yfir gnægtum jarðar og sælunni að fá að vaða út í sjó og sækja sér björg í bú.

mbl.is/Kristín Heiða

Nágranni Berglindar, Guðrún Ólafsdóttir hómópati, var með í för og var að fara í fyrsta skipti í sölvatínslu, en hún segist hafa borðað söl árum saman. „Þetta er svo hollt, stútfullt af snefilefnum. Söl eru sérlega joðrík og við fjölskyldan borðum þetta sem snakk allan veturinn. Ég klippi sölin niður og set í brauðdeig og svo er gott að mylja þau og nota eins og salt út á salat, strá þeim yfir. Ég naga þetta hvenær sem mig langar til, ég er oft með poka með mér í bílnum til að nasla, þá fer ég síður í sælgæti eða aðra óhollustu,“ segir Guðrún.

Vasklegur kvennahópurinn breiðir síðan úr sölvunum á grasið þegar þær koma í land, til að láta sólina og hafgoluna þurrka þau.

mbl.is/Kristín Heiða

„Það tekur 14 klukkustundir að fullþurrka söl, en við látum sól og vind fyrst þurrka þau svolitla stund, til að losna við mesta vökvann, svo við getum fært þetta milli staða án þess að allt verði rennandi blautt.“

mbl.is/Kristín Heiða

Innlent »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »

Ólafur og Karl fengu ekki ræðutíma

15:36 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Allir forystumenn flokka taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fá ekki að taka þátt. Meira »

Flokka plast og pappa í verslunum

15:11 Flestir vilja minnka notkun og umstangið sem fylgir umbúðunum sem flestar vörur eru innpakkaðar í. Í tveimur verslunum Krónunnar er viðskiptavinum nú gefið færi á því að skilja plast og pappa eftir í verslununum sem sjá um að koma ruslinu í endurvinnslu. Meira »

Kæra útgáfu bráðabirgðaleyfisins

13:54 Útgáfa bráðabirgðarekstrarleyfis til fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm hefur verið kærð, en leyfið var gefið út í nóvember eftir að samþykkt voru á Alþingi lög til að koma í veg fyrir að starfsemi fyrirtækisins legðist af. Meira »

Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað

13:01 Meirihluti lækna á Íslandi telur staðsetningu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík óheppilega og að þörf sé á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala samkvæmt niðurstöðum viðamikillar skoðanakönnunar, sem unnin var fyrir Læknafélag Íslands, eða rúmlega 60%. Meira »

Dró vélarvana skip til Hafnarfjarðar

12:12 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær, en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu. Meira »
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...