„Ég er svo þakklát fyrir hafið“

Nokkrar valkyrjur fóru saman að tína söl um helgina og óðu sumar upp á mið læri til að sækja gómsæti hafsins. Berglind Björgúlfsdóttir söng fyrir selinn sem kom til hennar þar sem hún bograði við sölvatínslu.

Best er að nýta stórstreymi til að komast sem lengst ...
Best er að nýta stórstreymi til að komast sem lengst út að tína. mbl.is/Kristín Heiða

Sumir borða söl með harðfiski, aðrir segja söl og smjör vera gott að borða saman, og einnig eru söl og súkkulaði sérdeilis góð blanda. En ég borða söl aðallega sem nasl og öllum í fjölskyldunni finnst þau góð bara ein og sér. Ég ólst samt ekki upp við að borða söl eða tína söl, þó ég hafi stundað sölvatekju nokkur undanfarin ár. Þegar ég var að læra torfhleðslu hjá Hannesi Lárussyni sem er með Íslenska bæinn í Flóahreppi, þá kynntist ég þessu fyrst og bað um að fá að fara með honum í sölvatínslu. Ég fór í fyrsta sinn að tína söl með honum þar sem heitir Skipafjara, við bæinn Skipar sem er í nágrenni við Baugstaðavita rétt utan við Stokkseyri. Ég er reyndar ættuð þaðan, því amma mín bjó þar,“ segir Berglind Björgúlfsdóttir þar sem hún ásamt nokkrum vinkonum stikar rösklega í átt til hafs, þær mega engan tíma missa því brátt flæðir að.

mbl.is/Kristín Heiða

„Á morgun er stórstreymisfjara og þess vegna veljum við að fara núna, það eru ákjósanlegustu aðstæðurnar því þá er hægt að vaða lengra út í sjó þar sem meira er af sölvum.“

Valkyrjurnar kippa upp um sig kjólunum og vaða beint út til hafs og taka þegar til við að rífa upp söl í poka sína, en það er heldur betur sleipt og illfært, sést ekki til botns fyrir gróðri og mikið af steinum, stórum og smáum. Enda hrasa þær og renna til, en láta það ekkert á sig fá, halda ótrauðar áfram. Þetta eru engir aukvisar.

„Þetta eru eins og sleipar þúfur og ekki gott að fóta sig, en hér áður fyrr var fólk með sín ráð við því, það fór í lopasokka utanyfir skóna til að forðast að renna og detta við sölvatekju. Fólk var líka með prik eða staf til að styðja sig. Eitt sinn áður en ég fór að tína söl dreymdi mig ömmu mína þar sem hún sagði mér að taka með mér prik til að styðjast við í minni fjöruferð svo ég gæti fótað mig betur. Hún var alltaf með smalaprik með sér þegar hún ung stúlka var látin passa kindurnar á Skipum sem fóru í fjörubeit. En fjörufé sem gæddi sér á hafgróðrinum átti það til að fara sér að voða, verða eftir á skerjum og flúðum þegar flæddi að. Þetta þurfti að vakta og passa, og einnig þurfti að passa að þær ætu ekki of mikið af fjörufóðri, því þá fóru þær að skjögra. Amma sagði að fjöruféð hefði stundum átt það til að synda út til hafs og drukkna þegar flæddi að, ærnar gátu þannig orðið áttavilltar, svo amma þurfti að reka þær tímanlega í land áður en þær urðu ringlaðar. En svo gerðist það að skera þurfti niður allt féð á Skipum og þau voru félaus í nokkur ár, en þegar þau fengu nýjar kindur þá kunni það fé ekkert á fjöruna og sótti ekkert þangað. Lömbin þurfa greinilega að læra fjörubeitina af fullorðnu ánum og þannig viðhelst þetta milli kynslóða. Rétt eins og hjá okkur mannfólkinu þá lærir fé af því sem fyrir því er haft,“ segir Berglind og tekur til við að syngja fyrir sel sem syndir í átt til hennar. Það er fagur selasöngur sem hljómar með hafhljóðunum líkt og frá öðrum heimi, og vekur forvitni selsins, því forvitnin er óttanum yfirsterkari og hana langaði að halda selnum sem lengst hjá sér.

 Almúgi á eftir landeigendum

Berglind segir að hér áður fyrr hafi fólk verið miklu duglegra að nýta sölin en nú er. „Þá skipti máli að nýta það sem náttúran gaf og allir sem vettlingi gátu valdið tíndu söl til að bæta mannanna fæðu. Þá var sá háttur hafðu á að landeigendur höfðu forgang, þeir fóru fyrst út í sjó og tíndu söl að vild, en settu svo upp hvít flögg eftir það til merkis um að nú mætti almúginn tína söl,“ segir Berglind og bætir við að ekkert mál sé að þekkja sölin frá öðrum hafsins gróðri, því þau eru rauðbrún að lit. „En það er næring í öllum þessum hafsins gróðri, ég tíni líka stundum marinkjarna, hrossaþara og grænþörunga. Ég er svo þakklát fyrir sjóinn,“ segir Berglind í sæluvímu yfir gnægtum jarðar og sælunni að fá að vaða út í sjó og sækja sér björg í bú.

mbl.is/Kristín Heiða

Nágranni Berglindar, Guðrún Ólafsdóttir hómópati, var með í för og var að fara í fyrsta skipti í sölvatínslu, en hún segist hafa borðað söl árum saman. „Þetta er svo hollt, stútfullt af snefilefnum. Söl eru sérlega joðrík og við fjölskyldan borðum þetta sem snakk allan veturinn. Ég klippi sölin niður og set í brauðdeig og svo er gott að mylja þau og nota eins og salt út á salat, strá þeim yfir. Ég naga þetta hvenær sem mig langar til, ég er oft með poka með mér í bílnum til að nasla, þá fer ég síður í sælgæti eða aðra óhollustu,“ segir Guðrún.

Vasklegur kvennahópurinn breiðir síðan úr sölvunum á grasið þegar þær koma í land, til að láta sólina og hafgoluna þurrka þau.

mbl.is/Kristín Heiða

„Það tekur 14 klukkustundir að fullþurrka söl, en við látum sól og vind fyrst þurrka þau svolitla stund, til að losna við mesta vökvann, svo við getum fært þetta milli staða án þess að allt verði rennandi blautt.“

mbl.is/Kristín Heiða

Innlent »

Sigri í Skrekk fagnað

19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »

Falsreikningur á Tinder og víðar

19:14 Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið því ítrekað frá í haust að búið er að búa til fals reikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

19:13 Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Reglur til að hemja Airbnb

19:11 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Alls taka fulltrúar 31 borgar þátt í fundinum. Þar hefur verið rætt um áhrifin sem stöðugur vöxtur nethagkerfa eins og Airbnb, Uber, Booking.com og fleiri stórfyrirtækja hefur á mannlíf og efnahagsþróun í borgunum. Meira »

Kvenorka í kirkjunni og listin er hugrökk

18:57 „Þetta er óvenjulegt verk í helgirými. Ég tel þá kvenlegu orku sem það ber með sér mikilvæga fyrir kirkjuna og kirkjulistina. Við sjáum ekki öll það sama í þessu verki. Sum sjá kvensköp á meðan önnur sjá Maríu guðsmóður, rós eða engil,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Meira »

Hafa unnið að frumvarpinu í fimm ár

18:47 Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill að gefnu tilefni árétta að frumvarp til sviðslistalaga er enn í vinnslu innan ráðuneytisins. Meira »

Leigjendur Brynju fá 323 milljónir

18:32 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag 323,4 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

18:30 „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

18:29 Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Meira »

Festist í lyftu á Vífilsstöðum

18:03 Viðvörunarkerfið fór í gang á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum um hálffimmleytið í dag eftir að lyfta bilaði með manneskju þar inni. Meira »

Sparkaði í konu og lamdi með símasnúru

17:50 Maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll og líkamsárás gegn sambýliskonu sinni, auk brots á nálgunarbanni. Meira »

Í farbann vegna 6 kílóa af hassi

17:34 Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag, að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi, íslenskan karlmann um tvítugt í farbann til 19. desember. Meira »

Leiguíbúðum fjölgaði um 13,6%

17:26 Leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga fjölgaði um 13,6% í Reykjavík og 10% í Kraganum á árabilinu 2012-2017. Þeim fækkaði annars á landsbyggðinni nema á Norðurlandi eystra, samkvæmt niðurstöðum könnunar Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða sem sveitarfélögin reka. Meira »

Rekstur sjúkraflutninga skýrist fljótlega

17:19 Undirbúningur vegna tilfærslu sjúkraflutningareksturs úr höndum Rauða krossins er langt kominn og nokkrir aðilar tilbúnir að taka verkefnið að sér. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar um sjúkraflutninga. Meira »

Tókust á um framlög til öryrkja

17:01 „Ég kem hér upp í ræðustól með óbragð í munni, ég fékk ekki einu sinni sólarhring til þess að fagna þessu frumvarpi,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Tilefni ummæla hans var lækkun fyrirhugaðrar hækkunar til öryrkja. Meira »

Staðfesta verði nýtt lögheimili

16:57 Þjóðskrá hefur ákveðið að breyta verklagi við skráningu lögheimilis í tilteknum málum eftir fyrirspurn frá umboðsmanni Alþingis, en tilefni athugunar umboðsmanns var mál manns hvers lögheimili hafði verið flutt til annars lands að honum forspurðum. Meira »

Tók konu hálstaki og henti í hana flöskum

16:30 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða 512.282 krónur í sakarkostnað en kröfu fórnarlambs árásanna um skaða- og miskabætur var vísað frá dómi. Meira »

Nýir skrifstofustjórar skipaðir

16:23 Talsverðar breytingar hafa orðið á stjórnendahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Meðal annars hafa nýir skrifstofustjórar verið skipaðir. Meira »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

15:57 Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
2-4 herb.húsnæði óskast til leigu
Handlaginn 39 ára einstæður faðir óskar eftir 2-4 herb. húsnæði til leigu í Reyk...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...