„Hann hverfur bara“

Ekkert hefur spurst til Jóhanns Gíslasonar síðan 12. júlí.
Ekkert hefur spurst til Jóhanns Gíslasonar síðan 12. júlí. Ljósmynd/Aðsend

Enn hefur ekkert spurst til Jóhanns Gíslasonar, Íslendings á Spáni, síðan 12. júlí. Hann er búsettur á Íslandi, flaug til Alicante 8. júlí en átti ekki bókað flug aftur heim.

„Niðurstaða allra rannsókna er að hann hverfur bara morguninn 13. júlí,“ segir Einar Gíslason, bróðir Jóhanns, við mbl.is. Ættingjar Jóhanns hafa farið til Spánar til að grennslast fyrir um ferðir hans, án árangurs.

Það fréttist ekkert meira af honum eftir þann tíma,“ bætir Einar við en fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu 16. júlí.

Greint er frá því á Vísi að lögreglan hér á landi fékk heimild til að kanna síma- og bankagögn Jóhanns. Engin hreyfing hefur verið á bankareikningi hans og farsímagögn hafa engu skilað. Ekki er grunur um saknæmt athæfi.

„Maður hefði átt von á flestu en ekki að fólk hyrfi svona,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert