Noregshey hleðst upp á höfninni

Það skotgengur að flytja heyrúllur og bagga frá bændum að …
Það skotgengur að flytja heyrúllur og bagga frá bændum að Sauðárkrókshöfn. Þar er heyið geymt í stórum stæðum. mbl.is/Björn Jóhann

Bændur eru byrjaðir að flytja heyrúllur og stórbagga niður að höfn á Sauðárkróki. Von er á flutningaskipi aðfaranótt sunnudags til að taka fyrsta farminn til Noregs.

Skipið tekur um 4.000 rúllur og 1.000 stórbagga í ferð. Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum, sem vinnur að útflutningnum, segir að ekki verði vandræði að útvega heyið.

Í fyrradag var byrjað að flytja hey frá þeim bæjum sem liggja fjærst Sauðárkróki og hlaða því upp á bryggjunni. Þegar nær dregur og á meðan skipið er lestað verður flutt hey frá bæjum næst höfninni. Hver flutningabíll tekur 40-50 rúllur í ferð, þannig að heyið verður sótt í rúmlega 100 ferðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert