Rekstrarniðurstaða 6175% umfram áætlun

Afkoma Kópavogsbæ fyrstu sex mánuði ársins var jákvæð um 502 …
Afkoma Kópavogsbæ fyrstu sex mánuði ársins var jákvæð um 502 milljónir króna. Upphaflega var gert ráð fyrir 8 milljóna króna afgangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar var jákvæð um 502 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins sem er 6.175% umfram áætlaða afkomu, en samkvæmt áætlun var búist við 8 milljóna króna afgangi fyrir þetta tímabil.

Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ er ástæða jákvæðrar afkomu sögð hærri skatttekjur og lægri verðbólga en gert var ráð fyrir.

Þá segir að „rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar var jákvæð um 2,6 milljarða króna“. Sem merkir að framlegðarhlutfall bæjarins var um 17% sem er innan þeirra marka sem skilgreind eru í reglum frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.

Um 48-49% skatttekna bæjarins skila sér á þessu tímabili að því er segir í tilkynningunni, en stærra hlutfall útgjalda ákveðinna sviða er á fyrri árshelmingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert