Ágúst var svalur

Nýliðinn ágústmánuður var fremur svalur.
Nýliðinn ágústmánuður var fremur svalur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðinn ágúst var fremur svalur mánuður. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands. Hiti var nærri meðallagi árin 1961 til 1990 en nær alls staðar undir meðallagi síðustu tíu ár, einna síst austanlands.

Úrkoma var meiri en í meðallagi norðan- og austanlands en undir meðallagi vestanlands. Þá var ennfremur sólríkt á vesturhluta landsins. Er það mikil breyting frá fyrri sumarmánuðum, júní og júlí, sem voru með fádæmum vætusamir og sólarlitlir.

Meðalhiti í Reykjavík í ágúst var 10,4 stig, 0,1 stigi ofan meðallags árin 1961 til 1990, en -1,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ár. Á Akureyri var meðalhitinn 9,6 stig, -0,3 stigum neðan meðallags árin 1961 til 1990, og -1,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ár. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 9,7 stig og 10,2 stig á Höfn í Hornafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert