Atli selur Nútímann

Atli Fannar ætlar að snúa sér að öðru en vefmiðlun. …
Atli Fannar ætlar að snúa sér að öðru en vefmiðlun. Hann seldi SKE Nútímann á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Ritstjórinn Atli Fann­ar Bjarkason er bú­inn að selja Nú­tím­ann. Hann ætl­ar að snúa sér að einhverju öðru og vinnur nú að því að skipuleggja næstu skref. Hann var líka að selja íbúðina sína.

Vefur Fréttablaðsins greindi fyrst frá. 

Þetta var auðvitað ekki auðvelt skref fyr­ir Atla. Hann stofnaði Nú­tím­ann fyr­ir fjór­um árum. „Ég er auðvitað smá að skilja við hluta af sjálf­um mér, bú­inn að leggja hjarta mitt og sál í þenn­an vef,“ seg­ir Atli í samtali við mbl.is.

„Svo kem­ur bara í ljós hvað tek­ur við. Það er ekki langt síðan ég seldi og ég er bara að skoða þetta núna,“ seg­ir hann í sím­ann við blaðamann mbl.is. Í bak­grunni heyr­ist í ung­barni álengdar: Atli var að klára feðra­or­lofið. „Hann er að banka, heyr­ist mér,“ seg­ir Atli og hlær.

„Vefurinn er í góðum hönd­um og ég vona að nýjum eigendum gangi vel.“ Eig­end­ur vefmiðilsins SKE keyptu Nú­tím­ann. Atli seg­ist vona að hjá nýj­um eig­end­um verði Nú­tím­inn áfram vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk að spreyta sig á alla vegu; í fram­leiðslu, frétta­skrif­um og ýmsu fleira. Það lagði hann upp með sem stefnu miðils­ins frá upp­hafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert