Rúm 23 tonn af rusli á Patterson-flugvelli

23,3 tonn af rusli verða send til förgunar. Aðallega var ...
23,3 tonn af rusli verða send til förgunar. Aðallega var um búslóðir að ræða. Ljósmynd/Kadeco

„Kadeco hefur látið hreinsa Patterson-flugvöll undanfarin ár. Ruslið hefur safnast gríðarlega hratt upp undanfarna mánuði og þetta er það langmesta sem við höfum séð. Ég er ótrúlega hissa á þessu magni,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco.

Hann greinir frá því á facebooksíðu sinni að 23,3 tonn af rusli hafi verið hreinsuð í kringum skotfærageymslur á Patterson-flugvellinum sem bandaríski herinn skildi eftir sig eftir seinni heimsstyrjöld.

Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco.
Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco. Ljósmynd/Aðsend

Átján mánuðir eru síðan svæðið var síðast hreinsað, en Ísak segir miður að það sé eins og fólki finnist auðveldara að henda þarna rusli þegar töluvert er af rusli fyrir. „Eins fáránlegt og það er.“

„Eins og ég nefni í facebookfærslunni þá hefur Kalka verið gagnrýnd,“ segir Ísak, en Kalka er sorpeyðingarstöð Suðurnesja. „Það er lokað á sunnudögum og opið í örfáa klukkutíma eftir hádegi á laugardegi. Margir vilja verja seinni parti laugardags og sunnudegi með fjölskyldunni en eru til í að brasa fyrir hádegi á laugardegi og seinni part sunnudags.

Þó ég ætli ekki að leggja mat á það hvort þetta sé einungis þessu um að kenna þá er mín skoðun sú að þessi þjónusta sé ekki drifin áfram þörfum viðskiptavinarins. Ég skora á stjórn Kölku að taka þetta til endurskoðunar.“

Körfuboltadeildir Keflavíkur og Njarðvíkur tóku þátt í fjáröflun.
Körfuboltadeildir Keflavíkur og Njarðvíkur tóku þátt í fjáröflun. Ljósmynd/Kadeco

Ísak segir gríðarlega kostnaðarsamt fyrir Kadeco að sjá um hreinsun á slíku magni af rusli, en körfuboltadeildir Keflavíkur og Njarðvíkur voru fengnar til þess að hreinsa svæðið sem fjáröflun. „Svo stöndum við auðvitað straum af kostnaði við förgun á ruslinu sem verður gríðarlegur.“

Meðal þess rusls sem fólk hafði losað sig við á svæðinu voru heilu búslóðirnar, auk nokkurra bíla sem búið var að kveikja í. Ísak er hissa á ósvífninni í fólki. „Fólk sem er í endurbótum heima hjá sér, að kaupa parket eða nýja búslóð, ákveður að spara sér aurinn með því að henda þessu á víðavangi. Þetta er bara subbulegt. Ég held að það sé eitthvað mikið að í okkar umhverfisvitund ef þetta þykir eðlilegt.“

mbl.is

Innlent »

Bifreiðin komin í leitirnar

08:51 Bifreið af gerðinni Land Rover Disco­very, sem stolið var frá Bjarn­ar­stíg í Reykja­vík í aðfaranótt þriðjudags, er komin í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Halda sig við Karítas Mínherfu

08:37 Borgarleikhúsið ætlar að halda sig við nafnið Karítas Mínherfa á einni sögupersónu í söngleiknum Matthildi, sem verður frumsýndur 15. mars. Meira »

Fáséðir dverggoðar dvelja á landinu

08:18 Þrír dverggoðar dvelja nú á landinu. Þeir hafa verið sjaldgæf sjón til þessa á Íslandi og eru þetta 4., 5. og 6. fuglinn af þessari tegund sem sjást hér á landi. Meira »

Fljótamenn óttast óafturkræf spjöll

07:57 Orkusalan, dótturfélag RARIK, vinnur að rannsóknum vegna áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum í Skagafirði en Orkustofnun (OS) gaf út rannsóknarleyfi á síðasta ári. Áformin hafa mætt andstöðu meðal Fljótamanna, sem minnast þess þegar nánast heilli sveit í Stífludal var sökkt vegna Skeiðsfossvirkjunar fyrir rúmum 70 árum. Til varð miðlunarlón sem fékk heitið Stífluvatn. Óttast heimamenn að unnin verði óafturkræf spjöll á náttúrunni. Meira »

Vara við hálku á Suðvesturlandi

07:47 Úrkomusvæði, með töluvert hlýrra lofti en verið hefur, gengur yfir suðvestanvert landið í dag og líkur eru á að hláni við suðurströndina og jafnvel á Reykjanesi. Þegar hlánar í stutta stund ofan á þjappaðan snjó getur orðið flughált, til dæmis í innkeyrslum og á göngustígum og vissara að fara öllu með gát, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Meira »

Bergþór ætlar að halda áfram á þingi

07:21 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst taka sæti að nýju á Alþingi. Hann og Gunnar Bragi Sveinsson tóku sér leyfi frá þingmennsku í lok nóvember í kjölfar þess að upptökur af samtali þeirra og fjögurra annarra þingmanna frá barnum Klaustri voru afhentar fjölmiðlum. Meira »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »

Reisa timburhús við Kirkjusand

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

05:30 „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

„Miður mín yfir mörgu sem ég sagði“

05:30 „Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“ Meira »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....