Eldur í þaki húss í Grafarvogi

Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn.
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. mbl.is/Eggert

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í húsþaki í Hverafold í Reykjavík á sjötta tímanum. Í fyrstu var mikill viðbúnaður en þegar í ljós kom að lítil hætta var á ferðum voru viðbragðsaðilar frá öllum slökkvistöðvum nema einni afturkallaðir. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn.

Samkvæmt slökkviliðinu var verið að vinna við þak hússins þegar eldurinn kom upp. Engum varð meint af eldinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert