Einstakar aðstæður að þurfa að fara yfir óbrúaða á í Reykjavík

Sveinn hefur oft þurft að vaða yfir ána Þverá á ...
Sveinn hefur oft þurft að vaða yfir ána Þverá á veturna. Ljósmynd/Aðsend

Tekin hefur verið ákvörðun um það hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að hefja viðræður við Vegagerðina um gerð vegar við bæinn Þverárkot við Esjurætur í póstnúmeri 116 Reykjavík, en eigandi jarðarinnar hefur árum saman þurft að fara yfir óbrúaða á til að komast heim og að heiman. Óvenjulegar aðstæður kalli á að borgin komi að málinu.

„Eftir að hafa farið yfir málið hér á umhverfis- og skipulagssviði hefur verið tekin ákvörðun um að taka upp viðræður við Vegagerðina um hvernig hægt sé að standa sameiginlega að þessari framkvæmd. Málið verður svo tekið upp í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir næsta ár,“ segir Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, um gerð vegar við bæinn Þverárkot.“

Fjallað var um aðstæður Sveins Sigurjónssonar, eiganda og eina íbúans í Þverárkoti, í Sunnudagsblaðinu í júlí síðastliðnum og brot af þeirri umfjöllun birt á mbl.is.

Þá lýstu Sveinn og Kolbrún Anna, dóttir hans, þeim aðstæðum sem Sveinn býr við í Þverárkoti en engin brú eða vegur liggur yfir ána Þverá en yfir hana þarf að fara til að komast að bænum. Ekki er því fært að bænum, sem þó tilheyrir Reykjavík, nema á stórum jeppum. Á veturna er ekki rutt að árvaðinu og ekki hægt að komast á bíl yfir ána sem oft er í klakaböndum. Sveinn, sem er að verða áttræður, hefur því í nokkrar vikur á hverjum vetri þurft að vaða yfir ána. Telja verður líklegt að hann sé eini borgarbúinn sem þarf að fara yfir óbrúaða á til að komast að heimili sínu.

Sveinn Sigurjónsson og Kolbrún Anna Sveinsdóttir við bæinn Þverárkot undir ...
Sveinn Sigurjónsson og Kolbrún Anna Sveinsdóttir við bæinn Þverárkot undir Esjurótum. mbl.is/RAX


Engin fordæmi

Nú gæti hins vegar horft til betri vegar en borgin hefur ákveðið að taka upp samtal við Vegagerðina um að koma að vegagerð við bæinn. Viðræður borgarinnar og Vegagerðarinnar um málið munu hefjast nú á haustmánuðum og miðað er við að ná samkomulagi um skiptingu kostnaðar áður en vinnu við fjárhagsáætlun borgarinnar lýkur, sem er jafnan í desember.

„Við ætlum allavega að taka samtalið og sjá hvernig það gengur. Þetta eru afar óvenjulegar og í raun einstakar aðstæður sem þarna eru uppi, að íbúi í Reykjavík þurfi að fara yfir óbrúaða á til að komast heim til sín. Það er í ljósi þessara sérstöku aðstæðna sem við tökum málið upp. Það á sér engin fordæmi og því er ólíklegt að niðurstaðan verði fordæmisgefandi fyrir aðrar framkvæmdir,“ segir Ámundi.

Sveinn í Þverárkoti býr við hættulegar aðstæður en áin sem ...
Sveinn í Þverárkoti býr við hættulegar aðstæður en áin sem hann þarf að fara yfir til að komast heim er oft ísilögð og ísinn er þunnur. Ljósmynd/Aðsend

Líkt og fram kom í umfjöllun Sunnudagsblaðsins í sumar hefur Vegagerðin þegar unnið framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Setja þurfi ræsi í ána og leggja veg yfir en áætlað er að það kosti á bilinu 12-14 milljónir.

Þar sem um er að ræða veg að lögbýli þarf eigandi að greiða helming þeirrar fjárhæðar úr eigin vasa en Vegagerðinni ber að greiða helming. En vegna hinna sérstöku aðstæðna hyggst borgin nú ræða við Vegagerðina um aðkomu að framkvæmdinni.

Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir það auðsótt mál að ganga til samtals við borgina um þátttöku í þeim hluta sem snýr að eiganda jarðarinnar. „Við tökum vel í það ef Reykjavíkurborg vill koma að því að greiða þann hluta kostnaðar sem félli annars á eiganda. Nú bara ræðum við saman og vonandi næst samkomulag um þetta og við getum þá gert sameiginlega áætlun um verkið.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...