Sérstök stund í alþýðumenningu

Fjölmenni kom víða að í Reykjaréttir á Skeiðum á laugardag.
Fjölmenni kom víða að í Reykjaréttir á Skeiðum á laugardag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Margir mættu í Reykjaréttir á Skeiðum í blíðuveðri á laugardaginn. Féð kom vænt af afrétti, en fjallferð smala úr Flóa og af Skeiðum er alls tíu dagar og þurfa engir á landinu jafn langt að sækja.

Um 6.500 fjár var dregið í dilka í Reykjaréttum á Skeiðum sem voru á laugardag. Fjölmenni víða að kom í réttirnar; bæði bændur og búalið af Skeiðum og úr Flóa og svo margir sem mættu til að sýna sig og sjá aðra.

Réttardagurinn í sveitum landsins er jafnan dagur gleði og samfunda, sérstök stund í íslenskri alþýðumenningu. Réttarstörfin hófust um klukkan níu og var að mestu lokið um hádegi, en þá var byrjað að aka með féð á brott og heim á bæi, ýmist á vögnum eða vörubílspöllum.

Sjá umfjöllun í máli og myndum um réttardaginn á Skeiðum í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert