Kannabismál á Austurlandi telst upplýst

Fjögur voru handtekin í gær vegna málsins.
Fjögur voru handtekin í gær vegna málsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum úr haldi sem voru handteknir  í gær vegna kannabisræktunar á Breiðdalsvík og í Fellabæ. Rannsókn málsins heldur áfram í dag, en lögreglan segir málið að mestu leyti upplýst.

Í gær var greint frá því að lögreglan á Austurlandi, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, hefði stöðvað kannabisræktunina. Lagt var hald á talsvert magn kannabisefna og tækja til ræktunar. Tveir karlar og tvær konur voru handtekin vegna rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert