Innbrot í verslun í Breiðholti

Innbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna var …
Innbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna var meðal verkefna lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Tveir menn voru handteknir í efri byggðum í nótt vegna gruns um líkamsársás. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru báðir vistaðir í fangageymslu. Tekin verður skýrsla af mönnunum seinna í dag.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir reyndust  vera undir áhrifum áfengis, en hinir tveir undir áhrifum fíkniefna. Þar að auki hafði einn ökumaðurinn þegar verið sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert