Reyna að ná breiðri samstöðu

Lagt er mikið upp úr góðu samstarfi við VR og …
Lagt er mikið upp úr góðu samstarfi við VR og Eflingu. mbl.is/Golli

Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga.

Mikil samtöl eiga sér einnig stað um að félög taki höndum saman og standi saman í viðræðum við atvinnurekendur en þau mál eru þó hvergi nærri til lykta leidd.

Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík hvetur til samstöðu með VR í kjaraviðræðunum. Er það óvenjulegt á síðari árum að stéttarfélag innan Starfsgreinasambandsins hvetji til samstarfs með svo beinum hætti með verslunarmönnum þegar viðræður standa fyrir dyrum um launalið kjarasamninga.

Í fyrradag samþykkti félagsfundur Framsýnar að fela stjórn félagsins að leita allra leiða til að sameina aðildarfélög Starfsgreinasambandsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samstaðan er forsendan fyrir árangri segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar í umfjöllun  um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »