Tolli sýnir málverk á flugvelli í boði Isavia

Tolli segir að sýningar hans á flugvöllunum verði vonandi bara …
Tolli segir að sýningar hans á flugvöllunum verði vonandi bara þær fyrstu af mörgum. Ljósmynd/Aðsend

Sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla verður opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum á föstudaginn kl. 16. Sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins.

Jörundur Hilmar Ragnarsson, flugvallarstjóri á Egilsstaðaflugvelli, ásamt Tolla.
Jörundur Hilmar Ragnarsson, flugvallarstjóri á Egilsstaðaflugvelli, ásamt Tolla. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er fyrsta sýning af nokkrum á verkum Tolla sem settar verða upp á innanlandsflugvöllum á Íslandi á komandi mánuðum, að því er Isavia segir í tilkynningu.

„Á síðasta ári kom ég að máli við Isavia með þá hugmynd að nýta húsakostinn á flugstöðum landsins til sýningarhalds þar sem þarna væri gott veggjaplás , hátt til lofts og vítt til veggja,“ segir Tolli í tilkynningunni.

„Lýsing í flugstöðunum er iðulega góð og mikið rennsli af fólki í gegnum húsinn. Var tekið vel í þessa hugmynd af forráðamönnum Isavia og þegar ráðist í að framkvæma þetta,“ segir enn ennfremur.

Á laugardaginn býður Hjörvar Steinn Grétarsson skákmeistari til fjölteflis í flugstöðinni á Egilsstöðum kl. 11. Þeir sem ná jafntefli eða vinna fá vinninga, auk þess sem þrenn aukaverðlaun verða dregin út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert