Vilja efla Þorlákshöfn enn frekar

Færeyska flutningaskipið Mykines í höfninni í Þorlákshöfn. Þingmenn Suðurkjördæmis vilja ...
Færeyska flutningaskipið Mykines í höfninni í Þorlákshöfn. Þingmenn Suðurkjördæmis vilja efla höfnina enn frekar. Ljósmynd/Sveitarfélagið Ölfus

Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja að Alþingi skipi starfshóp til að móta stefnu um hvernig megi bæta höfnina í Þorlákshöfn enn frekar, svo hún geti vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem lögð var fram í gær.

Þingmennirnir segja í greinargerð sinni að siglingar frá meginlandi Evrópu til Þorlákshafnar séu hagkvæmari en til Faxaflóahafna, þar sem siglingartíminn sé 16 klukkustundum styttri. Það skili sér í minni flutningskostnaði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og geti skilað sér í lægra vöruverði fyrir íslenska neytendur, auk þess sem kolefnisfótsporið sé minna sökum styttri siglingartíma.

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks, en flokkfélagar hans Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason standa einnig að henni ásamt varaþingmönnunum Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur úr Vinstri grænum og Nirði Sigurðssyni frá Samfylkingu.

Verði þingsályktunartillagan samþykkt mun starfshópi verða gert að skila tillögum fyrir 1. maí næstkomandi um það hvernig megi bæta og auka öryggi og dýpi við innsiglinguna í höfnina og einnig um það hvernig best verði náð árangri í markaðssetningu hafnarinnar hér á landi og erlendis.

Fjallað var um málefni Þorlákshafnar í Morgunblaðinu í gær, en þar kom fram að forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss væru í viðræðum við erlenda fjárfesta um mögulega aðkomu að uppbyggingu hafnarinnar.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir að vikulegar siglingar færeyska skipafélagsins Smyril Line á milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum, hafi lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% og að það sé helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line hafa notið, en viðtökur markaðarins hafa verið langt umfram væntingar.

Siglingarnar hófust í apríl í fyrra, en sex ára samningur hefur verið gerður á milli sveitarfélagsins Ölfus og Smyril Line um að halda þeim áfram.

„Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segir í greinargerðinni.

„Þær breytingar sem gerðar hafa verið á innviðum hafnarinnar í Þorlákshöfn á liðnum árum hafa tekist framúrskarandi vel og verið langt undir kostnaðaráætlun, en gjörbreytt aðstöðunni við höfnina og gert mögulegt að taka á móti stærstu skipum sem til landsins koma. Það liggur þó fyrir að innsiglingin í höfnina, þegar hvass vindur er að sunnan eða suðaustan, gerir innsiglinguna varasama á stórum skipum með mikið vindfang,“ segja þingmennirnir.

mbl.is

Innlent »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagur fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri sími 659 5648...
Peysur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Peysur Sími 588 8050. - vertu vinur...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...