Grunur um íkveikju í eyðibýli

mbl.is/Hjörtur

Tilkynning barst brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 18:00 í kvöld um að eldur væri í eyðibýlinu Illugastöðum við Þverárfjallsveg og voru tveir slökkviliðsbílar sendir á staðinn.

Þegar komið var á staðinn logaði í húsinu stafnanna á milli að sögn Svavars Atla Birgissonar slökkviliðsstjóra. Segir hann að grunur sé um að kveikt hafi verið í húsinu.

Spurður um tjón segir hann að um lítil verðmæti sé að ræða. „Við erum bara að slökkva í þessu. Húsið var mannlaust og ekki mikil hætta á ferðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert