Engin siðferðisleg rök gegn bólusetningum

Fannar sagði að þegar alvarlegar afleiðingar sjúkdóma væru ekki sýnilegar ...
Fannar sagði að þegar alvarlegar afleiðingar sjúkdóma væru ekki sýnilegar þá væri athyglinni beint að skaðseminni. mbl.is/Hari

Ekki eru nein siðferðisleg rök sem mæla gegn bólusetningum barna í ljósi siðalögmála og með hliðsjón af því víðtæka samþykki sem ríkir meðal lækna og heilbrigðisstarfsfólks um virkni, ágæti og öryggi þeirra. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Fannars Ásgrímssonar sem lauk meistaranámi í hagnýtri siðfræði frá Háskóla Íslands í vor. Hann hélt erindi um niðurstöðurnar á fundi í HÍ fyrr í dag, en sérstakur gestur á fundinum var Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir.

Siðalögmálin sem um ræðir eru sjálfræði, skaðleysi, velgjörð og réttlæti, en þeim er ætla að standa vörð um almennt siðferði. Fannar sagði sjálfræðislögmálið mest vandmeðfarið þegar kæmi að bólusetningum barna, þar sem þau börn væru ekki sjálfráða. Þá skorti þau skilning og þroska til að geta metið ávinning og áhættu. Ákvörðunin væri því í höndum foreldra og mikilvægt væri þeir fengju réttar upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki.

Hvað skaðleysi varðar þá sagði hann ríka ábyrgð á foreldrum að valda börnum sínum ekki skaða. Þetta væri hins vegar flókið þegar kæmi að bólusetningum því þær væru ekki einkamál á milli foreldra og barns. Með því að bólusetja ekki væri barninu ekki bara hættara við smitsjúkdómum heldur einnig hugsanlegur smitberi og gæti smitað aðra einstaklinga.

Ástæðan fyrir því að sumir foreldrar ættu engu að síður auðvelt með að halda að sér höndum væri sú að mörgum þætti aðgerðaleysi betra en aðgerðin. „Ef ég ákveð að bólusetja ekki barnið mitt og vona það besta, þar sem sjúkdómarnir eru hvort eð er ekki algengir á Íslandi, en barnið veikist engu að síður í kjölfarið, þá er ekki um að ræða beina aðgerð hjá mér, þetta er bara eitthvað sem kom upp. Ef foreldrar hins vegar láta bólusetja barnið og það kemur eitthvað upp þá er algengara að þeim finnist sökin liggja hjá þeim.“

Andstæðingar yfirleitt meira menntaðir með hærri tekjur

Fannar sagði að þeir sem væru hlynntir bólusetningum teldu oft að andstæðingar bólusetninga væru illa upplýst eða illa menntað fólk. Allar rannsóknir gæfu hins vegar til kynna að það væri þveröfugt. „Þeir sem hafna bólusetningum eru yfirleitt með meiri menntun og hærri tekjur. Meirihlutinn er hvítt fólk, oftast í hjónabandi. Þannig að þetta stangast á við þá almennu hugsun sem kemur upp að þetta sé illa upplýst fólk og einhverjir vitleysingar. Það er alls ekki svo og það sem meira er að þeir sem hafna bólusetningum eru líklegri til að hafa meiri vitneskju um bóluefni og bólusetningar heldur en foreldrar sem kjósa að bólusetja.“

Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir, tók erindi Fannars fagnandi og tók ...
Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir, tók erindi Fannars fagnandi og tók undir flest sem hann sagði. mbl.is/Hari

Hann benti að að kerfið á Íslandi væri mjög straumlínulagað og ekki væri gert ráð fyrir því að foreldrar þyrftu að taka sérstaka ákvörðun um bólusetningar barna. Þær væru einfaldlega samfélagslegt norm og hluti af ungbarnaverndinni.

„Ef við ættum að setja það í hendur allra foreldra að taka upplýsta ákvörðun um hvert eitt og einasta bóluefni þá held ég að við myndum sjá bólusetningartíðni hrynja. Af þeirri einföldu ástæðu að við höfum ekki næga þekkingu og aðgang að réttum upplýsingum til þess að taka upplýsta ákvörðun.“

Alvarlegar afleiðingar ekki sýnilegar

Fannar benti einnig á að að vitað væri að mjög lágt fólks hlutfall gæti fengið alvarlegar aukaverkanir af bólusetningum. En þó að hlutfallið væri lágt væri mikilvægt að reyna að lækka það enn frekar. Það væri þó líklega aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að einhver börn fengju alvarlegar aukaverkanir, enda væri ítarleg sjúkrasaga ungra barna ekki til staðar.

„Þegar börn sem eru viðkvæm fyrir bólusetningum eru bólusett, þá er það að uppgötvast á sama tíma og það uppgötvast að þau eru viðkvæm fyrir einhverju innihaldi bóluefna. En það kemur ekki í ljós fyrr en þau eru bólusett. Þetta hlutfall er hins vegar mjög lágt og það er rosalega erfitt að nota það sem réttlætingu fyrir því að bólusetja ekki.“

Fannar sagði þó oft talað um árangur bólusetninga sem þeirra helsta Akkilesarhæl. „Með reglulegum bólusetningum í þetta langan tíma er verið að halda sjúkdómum í skefjum. Það eru kannski einhverjir sem hafa upplifað mislinga og aðra sjúkdóma en við yngra fólkið höfum ekki séð þetta. Þegar alvarlegar afleiðingar sjúkdóma eru ekki sýnilegar þá förum við auðvitað að beina athyglinni að skaðseminni, sem í þessu tilfelli er lág prósenta fólks sem fær einhverjar aukaverkanir af bóluefninu. Árangurinn er því á sama tíma að grafa undan bólusetningum.“

Mikilvægt að nálgast foreldra í gegnum samfélagsmiðla

Hann benti á að það væri mikið af röngum og jafnvel réttum upplýsingum í umferð á samfélagsmiðlum sem gætu vakið upp múgæsingu. Það versta við samfélagsmiðlana væri hins vegar að það væri enginn með næga þekkingu að svara fyrir upplýsingarnar. Í því samhengi sagði hann læknastéttina mega auka fræðslu og upplýsingagjöf til einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla. Þannig að fólk þyrfti ekki að sækja upplýsingarnar sjálft inn á ákveðna síðu.

„Leiðin sem við notum til að miðla upplýsingum til foreldra er að verða úrelt. Það er búið að tala um að verið sé að efla kerfið til að geta kallað fólk inn í bólusetningar, en það sem ég held að sé einna mikilvægast í dag, og landlæknisembættið má ekki trassa, það er að átta sig á því hvernig 21. öldin virkar með tæknina. Hvernig fólk er að finna upplýsingar og neyta þeirra. Þetta má gera bæði með því að svara fyrir upplýsingar og nálgast foreldra með upplýsingar á þeim miðlum sem þeir eru á.“

mbl.is

Innlent »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni, en íslensk heimili. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »

Kattafló fannst á hundi hér á landi

15:52 Kattafló fannst á innfluttum hundi í einangrunarstöð fyrir gæludýr í vikunni og var greiningin staðfest af sníkjudýrafræðingum á tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Gripið verður til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsins. Meira »

Gríðarlegt álag á bráðamóttöku

15:45 Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítala er forgangsraðað eftir bráðleika vegna gríðarlegs álags sem er nú á spítalanum. Meira »

Samræmist hennar hjartans málum

15:40 Fyrstu skref nýs formanns BSRB verða að fylgja styttingu vinnuvikunnar eftir af krafti, auk þess sem hún ætlar að beita sér fyrir bættu starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður á 45. þingi bandalagsins með 158 atkvæðum í dag. Meira »

Endaði á hlið eftir að vegkantur gaf sig

15:17 Óhapp varð á þjóðvegi 508 í Skorradal eftir hádegi þegar vegkantur gaf sig þar sem vöruflutningabíll mætti fólksbíl. Flutningabíllinn endaði á hlið utan vegar. Meira »

Verði aldrei vettvangur átaka

14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði umhverfismál á norðurslóðum einkum að umtalsefni sínu í ræðu sem hún flutti í morgun á ráðstefnunni Arctic Circle í Hörpu í Reykjavík en einnig lagði hún áherslu á mikilvægi þess að tryggt yrði að svæðið yrði herlaust í framtíðinni. Meira »

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

14:29 Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á þingi sambandsins rétt í þessu, með 158 atkvæðum.   Meira »

Þorbjörn kaupir Sisimiut

14:13 „Það er spennandi að fá þetta skip í flotann okkar,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirninum hf. í Grindavík. Á mánudag var undirritaður kaupsamningur um kaup útgerðarinnar á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Meira »

Landsréttur staðfestir 6 ára dóm

14:13 Landsréttur staðfesti í dag sex ára dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní. Meira »

Átta hjólbarðar sprungu

14:05 Skemmdir urðu á að minnsta kosti fimm bifreiðum í gærkvöld eftir að þeim hafði verið ekið ofan í stóra holu á Grindavíkurvegi. Meira »

Óku farþegum á ótryggðum bílum

13:52 Fjórtán verktakar í akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó lögðu niður störf í morgun til að mótmæla áframhaldandi viðskiptum fyrirtækisins við verktakafyrirtækið Prime Tours, en Héraðsdómur Reykjavíkur tók fyrir gjaldþrotabeiðni vegna vangreiddra opinberra gjalda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum. Meira »

„Þetta er búið í bili“

13:23 Sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga, sem 200 mílur greindu frá fyrr í mánuðinum, hefur verið slitið. Þetta staðfestir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Meira »

Með óhlaðin vopn í Þjórsárdal

11:59 „Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu,“ segir lögreglan á Suðurlandi vegna heræfinga bandarískra hermanna í Þjórsárdal í dag og á morgun. Meira »
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...