Vilja ekki að makrílráðgjöf verði birt

Trollið fullt af makríl.
Trollið fullt af makríl. mbl.is/Árni Sæberg

Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, birtir að öllu óbreyttu ráðgjöf um veiðar næsta árs á makríl, norsk-íslenskri síld og kolmunna á föstudag.

Nú hafa samtök útgerðarmanna, uppsjávarfyrirtækja, sjómanna og fleiri samtök í Noregi hins vegar farið fram á það að hafrannsóknastofnun Noregs beiti sér fyrir því að ekki verði tilkynnt um makrílráðgjöf á föstudag.

Í bréfi samtakanna segir að ráðgjöf myndi ekki byggjast á traustum grunni og óvissa sé um stofnstærð. Þrír óvissuþættir eru nefndir sérstaklega; niðurstöður tengdar merkingum Norðmanna á makríl, líkanaútreikningar á stofnstærð og að mikil óvissa sé tengd togleiðangri í Norðurhöfum.

Varðandi síðastnefnda atriðið þá voru niðurstöður sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana í sumar til að meta magn makríls og fleiri uppsjávarfiska í NA-Atlantshafi m.a. þær að lífmassi makríls var metinn 6,2 milljónir tonna sem er 40% lækkun frá árinu 2017 og 30% lægri en meðaltal síðustu fimm ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert