Missti framan af fingri í vinnuslysi

mbl.is/Eggert

Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli sem var að loka millidyrum í rana í gærdag varð fyrir því óhappi að klemma fingur milli hurðar og hurðarstafs með þeim afleiðingum að framhluti fingursins datt af.

Samstarfsfólk mannsins kom honum strax til hjálpar, fingurstúfurinn var settur í glas með ísmolum, búið um hönd mannsins og hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að því er lögreglan á Suðurnesjum greinir frá.

Þá varð slys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar rútubílstjóri fékk farangurshurð rútunnar í höfuðið. Hafði bílstjórinn verið að setja farangur í  rýmið þegar hurðin fauk niður og lenti á höfði hans. Viðkomandi var einnig fluttur á HSS og í báðum tilvikum gerði lögreglan á Suðurnesjum Vinnueftirlitinu viðvart.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert