30% færra starfsfólk en 2017

Verulegur samdráttur er hjá starfsmannaleigum.
Verulegur samdráttur er hjá starfsmannaleigum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 30% færri starfsmenn voru skráðir hjá starfsmannaleigum í september en í sama mánuði í fyrra. Alls voru um 1.400 skráðir hjá leigunum í september en rúmlega 2.000 í september í fyrrahaust. Síðustu mánuði hafa skráningarnar verið færri en í fyrra.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þessa þróun enn eina vísbendingu um að það sé að hægja hratt á vexti hagkerfisins og jafnvel hraðar en spáð var.

„Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum undanfarið verið að ferðast um landið. Eitt af því sem við heyrum er að rekstrarstaða fyrirtækja er erfið um þessar mundir, launakostnaður hefur hækkað verulega síðustu ár, fyrirtæki hafa hagrætt til að mæta slíkum kostnaðarhækkunum en nú sé svo komið að þau þurfi að grípa til annarra aðgerða eins og uppsagna,“ segir Ásdís.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að atvinnuleysi muni aukast. „Dregið hefur úr hagvexti og slaknað á þeirri spennu sem hefur verið á vinnumarkaði,“ segir hann í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert