Miður að stjórnarmaður stígi frá borði

„Stjórnin væntir þess að hún fái nú frið til að …
„Stjórnin væntir þess að hún fái nú frið til að vinna að því mikilvæga verkefni sem henni var falið.“ Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Í yfirlýsingu frá stjórn Herjólfs ohf kemur fram að miður þyki að stjórnarmaður vilji stíga frá borði á þessum tímapunkti, í því mikilvæga verkefni sem stjórn hefur verið falið. Dóra Björk Gunnarsdóttir óskaði þess í bréfi til stjórnarformanns Herjólfs ohf, stjórnarformanns bæjarráðs Vestmannaeyja og eigenda Herjólfs ohf að fá að ganga úr stjórn.

Dóra Björk gaf upp nokkrar ástæður fyrir ósk sinni en í yfirlýsingu stjórnar Herjólfs ohf, sem birt er á Eyjar.net, er flestum ásökunum hennar vísað á bug. Þar segir meðal annars að allir stjórnarmeðlimir hafi haft aðganga að öllum gögnum félagsins frá upphafi og að Dóra Björk hafi ekki gert athugasemdir við störf stjórnar á fundum hennar.

„Stjórnin væntir þess að hún fái nú frið til að vinna að því mikilvæga verkefni sem henni var falið og gerir ráð fyrir því, fallist eigandi á úrsögn stjórnarmannsins, þá taki varamaður sæti í stjórn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert