„Hvernig gátu þeir gleymst svona?“

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig ...
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig hafi verið hægt að gleyma íbúum Bjargs í kerfinu eins og virðist hafa gerst. mbl.is/Hari

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að það sé ótrúlegt hvernig það getur gerst að íbúar Bjargs hafi hreinlega gleymst í kerfinu og verið sviknir um bæði peninga og þjónustu svo árum skiptir.

Líkt og kom fram á mbl.is í gær þá er búseta sjö karlmanna með geðklofagreiningu í uppnámi eftir að ljóst var að ekki yrði samið við Hjálpræðisherinn um áframhaldandi rekstur á heimilinu af hálfu velferðarráðuneytisins. Bjarg er til húsa á Seltjarnarnesi og hefur Hjálpræðisherinn rekið þar heimili fyrir einstaklinga með geðklofagreiningu áratugum saman. Við yf­ir­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 2011 var fjár­magn sem áður fór í rekst­ur Bjargs flutt­ frá vel­ferðarráðuneyt­inu til jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

Hún segir að Seltjarnarnesbær líti svo á að þegar ný lög tóku gildi og málefni fatlaðra fluttust á forræði sveitarfélaganna árið 2011 hafi aldrei komið til tals að Seltjarnarnesbær tæki við rekstri Bjargs. Auk Bjargs sé um tvö önnur sambærileg heimili að ræða sem einnig voru áður hluti af geðsviði Landspítalans, Ás í Hveragerði og heimilið í Kópavogi. 

„Við höfum ítrekað að það sé ekki grundvöllur fyrir okkur að taka við þessum rekstri og lítum svo á að ríkið eigi að halda áfram að styðja við þessa einstaklinga og fá þriðja aðila til að koma inn í reksturinn ef Hjálpræðisherinn ,“ segir Ásgerður í samtali við mbl.is.

Ásgerður segir að eftir að hafa hlýtt á erindi Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær þá furði hún sig á þeim aðstæðum sem þessir menn búa við. Þeir fá ekki liðveislu, örorkubætur og ýmsa aðra þjónustu sem þeir eigi rétt á.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

„Maður spyr sig af hverju gleymdust þeir svona í kerfinu,“  segir Ásgerður og bætir við að á sama tíma hafi heimilið verið í rekstri áratugum saman og virðist aðbúnaður þeirra ekki koma upp á yfirborðið fyrr en núna og þá vegna þess að Hjálpræðisherinn er í skipulagsbreytingum og er meðal annars að byggja nýtt hús og selja annað húsnæði. 

„Svo er fólk ekki endalaust til í að vinna sjálfboðavinnu sem mér skilst að fólk hafi gert hjá Hjálpræðishernum varðandi þetta heimili öll þessi ár,“ segir Ásgerður.

„Húsnæðið sem Bjarg er í uppfyllir á engan hátt skilyrði sem sett eru fyrir sambýli,“ segir Ásgerður en líkt og fram hefur komið þá búa mennirnir í 10 til 15 fm her­bergj­um með aðgangi að sam­eig­in­legri snyrtiaðstöðu og dag­rými í þriggja hæða húsi þar sem ekki er lyfta og þröng­ur bratt­ur stigi á milli hæða.

Þegar þeir voru fleiri bjuggu tveir og tveir sam­an í tveim­ur stærstu tveim­ur her­bergj­un­um.  Lengi vel var ekki hægt að læsa her­bergj­un­um og íbú­arn­ir höfðu eng­ar læst­ar hirsl­ur. 

Ásgerður segir að það séu mörg atriði varðandi heimilið sem eru ekki í lagi og það sé ekki hlutverk Seltjarnarnesbæjar að bæta þar úr heldur ríkisins. 

Hún segir að bæjaryfirvöld muni skýra afstöðu bæjarins fyrir ráðuneyti sveitarstjórnarmála en velferðarráðuneytið vísaði málinu þangað í gær. Ásgerður segir að jafnframt verði væntanlega leitað til umboðsmanns Alþingis enda sé málið alvarlegt. „Hvernig gátu þeir gleymst svona? Að einhverjir geti gleymst svona í kerfinu er alvarlegt mál,“ segir Ásgerður.

Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi.
Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi. mbl.is/Hari

Annað hvort þarf að gera endurbætur eða byggja nýtt

Síðdegis í gær var gert samkomulag um að Kristín Sigurðardóttir, forstöðukona Bjargs, reki Bjarg þangað til niðurstaða kemur í hver eigi að annast reksturinn. Í samtali við mbl.is segir Kristín það mikinn létti að tryggt sé að starfsemi Bjargs verði haldið áfram. 

„Þetta gefur ríkinu og sveitarfélaginu svigrúm til þess að vinna í málinu og lendingin verði eins falleg og sársaukalaus fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Kristín. 

Húsið er í eigu Hjálpræðishersins og á Kristín von á því að heimilið verði áfram rekið þar á þessu stigi málsins. 

Kristín segir að sjálfsögðu þurfi að annað hvort laga húsnæðið eða byggja nýtt undir rekstur heimilisins. Eins og húsnæðið er í dag þá er það aðeins til bráðabrigða og ljóst að annað hvort verði að breyta húsnæðinu eða byggja nýtt. Hún sjái þar ýmislegt fyrir sér en á meðan samningaviðræður standa yfir um reksturinn á milli ríkis og sveitarfélagsins gerist afskaplega lítið í þessum málum. 

Kristín segir að áfram verði barist fyrir því að heimilismenn fái það sem þeir eigi rétt á en að hún segist ekki vilja tjá sig um málefni tengd fjármálum þeirra. Þetta sé angi af því að sveitarfélagið hafi ekki viljað semja um reksturinn en þegar það gerist þá er það á ábyrgð sveitarfélags að tryggja að lögum um réttindi þeirra verði framfylgt. 

Hún segir að á sama tíma og samningar um rekstur heimilis sem þessa er aðeins til eins eða tveggja ára í senn þá liggi ekki alltaf ljóst fyrir í hvað fjármunirnir eigi að fara, í endurbætur eða annað. En vonandi verði bætt úr þessu hið fyrsta, segir Kristín.  

mbl.is

Innlent »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Þetta ber Félagsbústöðum að bæta

16:50 Í samantekt á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðhaldsverkefni Félagsbústaða við Írabakka 2 – 16 kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða. Meira »

Bað um afsögn stjórnarformanns

16:23 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir afsögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns Félagsbústaða, á fundi minnihlutans og stjórnarformannsins sem var haldinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í samtali Kolbrúnar við blaðamann. Meira »

Stærsta veiðiferðin á Íslandsmiðum

16:20 Stærsta túr frystitogarans Blængs NK á Íslandsmiðum er nú lokið eftir 40 daga veiðiferð, en afli togarans var 900 tonn upp úr sjó, að verðmæti 225 milljóna króna. Blængur kom til hafnar í Neskaupstað í gær og var uppistaða aflans ufsi og karfi, en togarinn millilandaði á Akureyri 27. september. Meira »

Krefst svara um mál geðsjúkra fanga

16:03 Skortur á skýrum svörum bæði dómsmála- og heilbrigðisráðuneytis um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga með fullnægjandi hætti, hefur leitt til þess að umboðmaður Alþingis kynnti forsætisráðherra málið til að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðherra. Meira »

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

15:42 „Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag. Meira »

Farið verði ofan í alla ferla

15:10 „Þarna eru vísbendingar um að ákveðnum verkferlum sé verulega ábótavant. Ég fagna því að þessari úttekt innri endurskoðunar sé lokið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, um úttekt sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á íbúðum Félagsbústaða. Meira »

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

14:55 Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »
Tjarnarmyri íbúð
Íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergi. Húsgögnum, fullbúið eldhús, svalir,...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...