„Hvernig gátu þeir gleymst svona?“

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig ...
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig hafi verið hægt að gleyma íbúum Bjargs í kerfinu eins og virðist hafa gerst. mbl.is/Hari

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að það sé ótrúlegt hvernig það getur gerst að íbúar Bjargs hafi hreinlega gleymst í kerfinu og verið sviknir um bæði peninga og þjónustu svo árum skiptir.

Líkt og kom fram á mbl.is í gær þá er búseta sjö karlmanna með geðklofagreiningu í uppnámi eftir að ljóst var að ekki yrði samið við Hjálpræðisherinn um áframhaldandi rekstur á heimilinu af hálfu velferðarráðuneytisins. Bjarg er til húsa á Seltjarnarnesi og hefur Hjálpræðisherinn rekið þar heimili fyrir einstaklinga með geðklofagreiningu áratugum saman. Við yf­ir­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 2011 var fjár­magn sem áður fór í rekst­ur Bjargs flutt­ frá vel­ferðarráðuneyt­inu til jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

Hún segir að Seltjarnarnesbær líti svo á að þegar ný lög tóku gildi og málefni fatlaðra fluttust á forræði sveitarfélaganna árið 2011 hafi aldrei komið til tals að Seltjarnarnesbær tæki við rekstri Bjargs. Auk Bjargs sé um tvö önnur sambærileg heimili að ræða sem einnig voru áður hluti af geðsviði Landspítalans, Ás í Hveragerði og heimilið í Kópavogi. 

„Við höfum ítrekað að það sé ekki grundvöllur fyrir okkur að taka við þessum rekstri og lítum svo á að ríkið eigi að halda áfram að styðja við þessa einstaklinga og fá þriðja aðila til að koma inn í reksturinn ef Hjálpræðisherinn ,“ segir Ásgerður í samtali við mbl.is.

Ásgerður segir að eftir að hafa hlýtt á erindi Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær þá furði hún sig á þeim aðstæðum sem þessir menn búa við. Þeir fá ekki liðveislu, örorkubætur og ýmsa aðra þjónustu sem þeir eigi rétt á.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

„Maður spyr sig af hverju gleymdust þeir svona í kerfinu,“  segir Ásgerður og bætir við að á sama tíma hafi heimilið verið í rekstri áratugum saman og virðist aðbúnaður þeirra ekki koma upp á yfirborðið fyrr en núna og þá vegna þess að Hjálpræðisherinn er í skipulagsbreytingum og er meðal annars að byggja nýtt hús og selja annað húsnæði. 

„Svo er fólk ekki endalaust til í að vinna sjálfboðavinnu sem mér skilst að fólk hafi gert hjá Hjálpræðishernum varðandi þetta heimili öll þessi ár,“ segir Ásgerður.

„Húsnæðið sem Bjarg er í uppfyllir á engan hátt skilyrði sem sett eru fyrir sambýli,“ segir Ásgerður en líkt og fram hefur komið þá búa mennirnir í 10 til 15 fm her­bergj­um með aðgangi að sam­eig­in­legri snyrtiaðstöðu og dag­rými í þriggja hæða húsi þar sem ekki er lyfta og þröng­ur bratt­ur stigi á milli hæða.

Þegar þeir voru fleiri bjuggu tveir og tveir sam­an í tveim­ur stærstu tveim­ur her­bergj­un­um.  Lengi vel var ekki hægt að læsa her­bergj­un­um og íbú­arn­ir höfðu eng­ar læst­ar hirsl­ur. 

Ásgerður segir að það séu mörg atriði varðandi heimilið sem eru ekki í lagi og það sé ekki hlutverk Seltjarnarnesbæjar að bæta þar úr heldur ríkisins. 

Hún segir að bæjaryfirvöld muni skýra afstöðu bæjarins fyrir ráðuneyti sveitarstjórnarmála en velferðarráðuneytið vísaði málinu þangað í gær. Ásgerður segir að jafnframt verði væntanlega leitað til umboðsmanns Alþingis enda sé málið alvarlegt. „Hvernig gátu þeir gleymst svona? Að einhverjir geti gleymst svona í kerfinu er alvarlegt mál,“ segir Ásgerður.

Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi.
Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi. mbl.is/Hari

Annað hvort þarf að gera endurbætur eða byggja nýtt

Síðdegis í gær var gert samkomulag um að Kristín Sigurðardóttir, forstöðukona Bjargs, reki Bjarg þangað til niðurstaða kemur í hver eigi að annast reksturinn. Í samtali við mbl.is segir Kristín það mikinn létti að tryggt sé að starfsemi Bjargs verði haldið áfram. 

„Þetta gefur ríkinu og sveitarfélaginu svigrúm til þess að vinna í málinu og lendingin verði eins falleg og sársaukalaus fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Kristín. 

Húsið er í eigu Hjálpræðishersins og á Kristín von á því að heimilið verði áfram rekið þar á þessu stigi málsins. 

Kristín segir að sjálfsögðu þurfi að annað hvort laga húsnæðið eða byggja nýtt undir rekstur heimilisins. Eins og húsnæðið er í dag þá er það aðeins til bráðabrigða og ljóst að annað hvort verði að breyta húsnæðinu eða byggja nýtt. Hún sjái þar ýmislegt fyrir sér en á meðan samningaviðræður standa yfir um reksturinn á milli ríkis og sveitarfélagsins gerist afskaplega lítið í þessum málum. 

Kristín segir að áfram verði barist fyrir því að heimilismenn fái það sem þeir eigi rétt á en að hún segist ekki vilja tjá sig um málefni tengd fjármálum þeirra. Þetta sé angi af því að sveitarfélagið hafi ekki viljað semja um reksturinn en þegar það gerist þá er það á ábyrgð sveitarfélags að tryggja að lögum um réttindi þeirra verði framfylgt. 

Hún segir að á sama tíma og samningar um rekstur heimilis sem þessa er aðeins til eins eða tveggja ára í senn þá liggi ekki alltaf ljóst fyrir í hvað fjármunirnir eigi að fara, í endurbætur eða annað. En vonandi verði bætt úr þessu hið fyrsta, segir Kristín.  

mbl.is

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...