„Hvernig gátu þeir gleymst svona?“

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig ...
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig hafi verið hægt að gleyma íbúum Bjargs í kerfinu eins og virðist hafa gerst. mbl.is/Hari

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að það sé ótrúlegt hvernig það getur gerst að íbúar Bjargs hafi hreinlega gleymst í kerfinu og verið sviknir um bæði peninga og þjónustu svo árum skiptir.

Líkt og kom fram á mbl.is í gær þá er búseta sjö karlmanna með geðklofagreiningu í uppnámi eftir að ljóst var að ekki yrði samið við Hjálpræðisherinn um áframhaldandi rekstur á heimilinu af hálfu velferðarráðuneytisins. Bjarg er til húsa á Seltjarnarnesi og hefur Hjálpræðisherinn rekið þar heimili fyrir einstaklinga með geðklofagreiningu áratugum saman. Við yf­ir­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 2011 var fjár­magn sem áður fór í rekst­ur Bjargs flutt­ frá vel­ferðarráðuneyt­inu til jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

Hún segir að Seltjarnarnesbær líti svo á að þegar ný lög tóku gildi og málefni fatlaðra fluttust á forræði sveitarfélaganna árið 2011 hafi aldrei komið til tals að Seltjarnarnesbær tæki við rekstri Bjargs. Auk Bjargs sé um tvö önnur sambærileg heimili að ræða sem einnig voru áður hluti af geðsviði Landspítalans, Ás í Hveragerði og heimilið í Kópavogi. 

„Við höfum ítrekað að það sé ekki grundvöllur fyrir okkur að taka við þessum rekstri og lítum svo á að ríkið eigi að halda áfram að styðja við þessa einstaklinga og fá þriðja aðila til að koma inn í reksturinn ef Hjálpræðisherinn ,“ segir Ásgerður í samtali við mbl.is.

Ásgerður segir að eftir að hafa hlýtt á erindi Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær þá furði hún sig á þeim aðstæðum sem þessir menn búa við. Þeir fá ekki liðveislu, örorkubætur og ýmsa aðra þjónustu sem þeir eigi rétt á.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

„Maður spyr sig af hverju gleymdust þeir svona í kerfinu,“  segir Ásgerður og bætir við að á sama tíma hafi heimilið verið í rekstri áratugum saman og virðist aðbúnaður þeirra ekki koma upp á yfirborðið fyrr en núna og þá vegna þess að Hjálpræðisherinn er í skipulagsbreytingum og er meðal annars að byggja nýtt hús og selja annað húsnæði. 

„Svo er fólk ekki endalaust til í að vinna sjálfboðavinnu sem mér skilst að fólk hafi gert hjá Hjálpræðishernum varðandi þetta heimili öll þessi ár,“ segir Ásgerður.

„Húsnæðið sem Bjarg er í uppfyllir á engan hátt skilyrði sem sett eru fyrir sambýli,“ segir Ásgerður en líkt og fram hefur komið þá búa mennirnir í 10 til 15 fm her­bergj­um með aðgangi að sam­eig­in­legri snyrtiaðstöðu og dag­rými í þriggja hæða húsi þar sem ekki er lyfta og þröng­ur bratt­ur stigi á milli hæða.

Þegar þeir voru fleiri bjuggu tveir og tveir sam­an í tveim­ur stærstu tveim­ur her­bergj­un­um.  Lengi vel var ekki hægt að læsa her­bergj­un­um og íbú­arn­ir höfðu eng­ar læst­ar hirsl­ur. 

Ásgerður segir að það séu mörg atriði varðandi heimilið sem eru ekki í lagi og það sé ekki hlutverk Seltjarnarnesbæjar að bæta þar úr heldur ríkisins. 

Hún segir að bæjaryfirvöld muni skýra afstöðu bæjarins fyrir ráðuneyti sveitarstjórnarmála en velferðarráðuneytið vísaði málinu þangað í gær. Ásgerður segir að jafnframt verði væntanlega leitað til umboðsmanns Alþingis enda sé málið alvarlegt. „Hvernig gátu þeir gleymst svona? Að einhverjir geti gleymst svona í kerfinu er alvarlegt mál,“ segir Ásgerður.

Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi.
Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi. mbl.is/Hari

Annað hvort þarf að gera endurbætur eða byggja nýtt

Síðdegis í gær var gert samkomulag um að Kristín Sigurðardóttir, forstöðukona Bjargs, reki Bjarg þangað til niðurstaða kemur í hver eigi að annast reksturinn. Í samtali við mbl.is segir Kristín það mikinn létti að tryggt sé að starfsemi Bjargs verði haldið áfram. 

„Þetta gefur ríkinu og sveitarfélaginu svigrúm til þess að vinna í málinu og lendingin verði eins falleg og sársaukalaus fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Kristín. 

Húsið er í eigu Hjálpræðishersins og á Kristín von á því að heimilið verði áfram rekið þar á þessu stigi málsins. 

Kristín segir að sjálfsögðu þurfi að annað hvort laga húsnæðið eða byggja nýtt undir rekstur heimilisins. Eins og húsnæðið er í dag þá er það aðeins til bráðabrigða og ljóst að annað hvort verði að breyta húsnæðinu eða byggja nýtt. Hún sjái þar ýmislegt fyrir sér en á meðan samningaviðræður standa yfir um reksturinn á milli ríkis og sveitarfélagsins gerist afskaplega lítið í þessum málum. 

Kristín segir að áfram verði barist fyrir því að heimilismenn fái það sem þeir eigi rétt á en að hún segist ekki vilja tjá sig um málefni tengd fjármálum þeirra. Þetta sé angi af því að sveitarfélagið hafi ekki viljað semja um reksturinn en þegar það gerist þá er það á ábyrgð sveitarfélags að tryggja að lögum um réttindi þeirra verði framfylgt. 

Hún segir að á sama tíma og samningar um rekstur heimilis sem þessa er aðeins til eins eða tveggja ára í senn þá liggi ekki alltaf ljóst fyrir í hvað fjármunirnir eigi að fara, í endurbætur eða annað. En vonandi verði bætt úr þessu hið fyrsta, segir Kristín.  

mbl.is

Innlent »

Ábyrgðin felld niður því greiðslumat skorti

19:52 Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána sem dóttir hennar tók hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Var það niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina þar sem LÍN hafi ekki látið framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en lánið var veitt. Meira »

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

19:40 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

Lyf og heilsa greiði 4,5 milljónir í bætur

19:38 Hæstiréttur hefur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apóteki Vesturlands fjórar og hálfa milljón í bætur vegna samkeppnisbrota. Tveir dómarar skiluðu sérákvæði og töldu ekki sannað að Apótek Vesturlands hefði orðið fyrir fjártjóna vegna samkeppnisbrotanna. Meira »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

18:44 Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Ástríða og mikil vinnusemi

18:37 Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Meira »

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

18:35 Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Meira »

Heræfing sama dag „óheppileg tilviljun“

18:27 Samtök hernaðarandstæðinga ætla í sögu- og menningarferð um Þjórsárdal á laugardaginn þar sem þeir hyggjast verja deginum í að skoða náttúru og söguminjar. „Mjög óheppileg tilviljun,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, um heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Þjórsárdal sama dag. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

17:42 Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

5 mánuðir fyrir árás á fyrrverandi

17:39 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni með því að hafa kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum hljóðhimnan rofnaði og vinstri vígtönn losnaði frá tannholdinu. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

17:33 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli þeirra að svo stöddu. Meira »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »

Hæstiréttur staðfestir lögbann

15:22 Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

15:07 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu. Meira »

Framsalsmálið tekið upp á ný

15:07 Landsréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð yfir meintum höfuðpaur í svo nefndu Euromarket-máli eftir að dómsmálaráðuneytið upplýsti ríkissaksóknara um að það ætli að taka upp að nýju framsalsmál mannsins. Meira »
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...