„Hvernig gátu þeir gleymst svona?“

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig ...
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, furðar sig á því hvernig hafi verið hægt að gleyma íbúum Bjargs í kerfinu eins og virðist hafa gerst. mbl.is/Hari

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að það sé ótrúlegt hvernig það getur gerst að íbúar Bjargs hafi hreinlega gleymst í kerfinu og verið sviknir um bæði peninga og þjónustu svo árum skiptir.

Líkt og kom fram á mbl.is í gær þá er búseta sjö karlmanna með geðklofagreiningu í uppnámi eftir að ljóst var að ekki yrði samið við Hjálpræðisherinn um áframhaldandi rekstur á heimilinu af hálfu velferðarráðuneytisins. Bjarg er til húsa á Seltjarnarnesi og hefur Hjálpræðisherinn rekið þar heimili fyrir einstaklinga með geðklofagreiningu áratugum saman. Við yf­ir­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 2011 var fjár­magn sem áður fór í rekst­ur Bjargs flutt­ frá vel­ferðarráðuneyt­inu til jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

Hún segir að Seltjarnarnesbær líti svo á að þegar ný lög tóku gildi og málefni fatlaðra fluttust á forræði sveitarfélaganna árið 2011 hafi aldrei komið til tals að Seltjarnarnesbær tæki við rekstri Bjargs. Auk Bjargs sé um tvö önnur sambærileg heimili að ræða sem einnig voru áður hluti af geðsviði Landspítalans, Ás í Hveragerði og heimilið í Kópavogi. 

„Við höfum ítrekað að það sé ekki grundvöllur fyrir okkur að taka við þessum rekstri og lítum svo á að ríkið eigi að halda áfram að styðja við þessa einstaklinga og fá þriðja aðila til að koma inn í reksturinn ef Hjálpræðisherinn ,“ segir Ásgerður í samtali við mbl.is.

Ásgerður segir að eftir að hafa hlýtt á erindi Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær þá furði hún sig á þeim aðstæðum sem þessir menn búa við. Þeir fá ekki liðveislu, örorkubætur og ýmsa aðra þjónustu sem þeir eigi rétt á.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

„Maður spyr sig af hverju gleymdust þeir svona í kerfinu,“  segir Ásgerður og bætir við að á sama tíma hafi heimilið verið í rekstri áratugum saman og virðist aðbúnaður þeirra ekki koma upp á yfirborðið fyrr en núna og þá vegna þess að Hjálpræðisherinn er í skipulagsbreytingum og er meðal annars að byggja nýtt hús og selja annað húsnæði. 

„Svo er fólk ekki endalaust til í að vinna sjálfboðavinnu sem mér skilst að fólk hafi gert hjá Hjálpræðishernum varðandi þetta heimili öll þessi ár,“ segir Ásgerður.

„Húsnæðið sem Bjarg er í uppfyllir á engan hátt skilyrði sem sett eru fyrir sambýli,“ segir Ásgerður en líkt og fram hefur komið þá búa mennirnir í 10 til 15 fm her­bergj­um með aðgangi að sam­eig­in­legri snyrtiaðstöðu og dag­rými í þriggja hæða húsi þar sem ekki er lyfta og þröng­ur bratt­ur stigi á milli hæða.

Þegar þeir voru fleiri bjuggu tveir og tveir sam­an í tveim­ur stærstu tveim­ur her­bergj­un­um.  Lengi vel var ekki hægt að læsa her­bergj­un­um og íbú­arn­ir höfðu eng­ar læst­ar hirsl­ur. 

Ásgerður segir að það séu mörg atriði varðandi heimilið sem eru ekki í lagi og það sé ekki hlutverk Seltjarnarnesbæjar að bæta þar úr heldur ríkisins. 

Hún segir að bæjaryfirvöld muni skýra afstöðu bæjarins fyrir ráðuneyti sveitarstjórnarmála en velferðarráðuneytið vísaði málinu þangað í gær. Ásgerður segir að jafnframt verði væntanlega leitað til umboðsmanns Alþingis enda sé málið alvarlegt. „Hvernig gátu þeir gleymst svona? Að einhverjir geti gleymst svona í kerfinu er alvarlegt mál,“ segir Ásgerður.

Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi.
Sjö karlmenn með geðklofagreiningu búa á Bjargi. mbl.is/Hari

Annað hvort þarf að gera endurbætur eða byggja nýtt

Síðdegis í gær var gert samkomulag um að Kristín Sigurðardóttir, forstöðukona Bjargs, reki Bjarg þangað til niðurstaða kemur í hver eigi að annast reksturinn. Í samtali við mbl.is segir Kristín það mikinn létti að tryggt sé að starfsemi Bjargs verði haldið áfram. 

„Þetta gefur ríkinu og sveitarfélaginu svigrúm til þess að vinna í málinu og lendingin verði eins falleg og sársaukalaus fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Kristín. 

Húsið er í eigu Hjálpræðishersins og á Kristín von á því að heimilið verði áfram rekið þar á þessu stigi málsins. 

Kristín segir að sjálfsögðu þurfi að annað hvort laga húsnæðið eða byggja nýtt undir rekstur heimilisins. Eins og húsnæðið er í dag þá er það aðeins til bráðabrigða og ljóst að annað hvort verði að breyta húsnæðinu eða byggja nýtt. Hún sjái þar ýmislegt fyrir sér en á meðan samningaviðræður standa yfir um reksturinn á milli ríkis og sveitarfélagsins gerist afskaplega lítið í þessum málum. 

Kristín segir að áfram verði barist fyrir því að heimilismenn fái það sem þeir eigi rétt á en að hún segist ekki vilja tjá sig um málefni tengd fjármálum þeirra. Þetta sé angi af því að sveitarfélagið hafi ekki viljað semja um reksturinn en þegar það gerist þá er það á ábyrgð sveitarfélags að tryggja að lögum um réttindi þeirra verði framfylgt. 

Hún segir að á sama tíma og samningar um rekstur heimilis sem þessa er aðeins til eins eða tveggja ára í senn þá liggi ekki alltaf ljóst fyrir í hvað fjármunirnir eigi að fara, í endurbætur eða annað. En vonandi verði bætt úr þessu hið fyrsta, segir Kristín.  

mbl.is

Innlent »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hinsvegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

Í gær, 18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

Í gær, 18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

Í gær, 18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

Í gær, 18:08 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. Meira »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

Í gær, 17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

Í gær, 17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

Í gær, 16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

Í gær, 16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

Í gær, 16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

Í gær, 16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...