Ábyrgðin er hjá Seltjarnarnesbæ

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að viðræður hafi staðið yfir lengi við Seltjarnarnesbæ um rekstur á Bjargi og þær viðræður hafi ekki skilað árangri. Því hafi það verið þrautalending að senda málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála í gær. Rekstur Bjargs hafi verið tryggður frá næstu áramótum er Hjálpræðisherinn hættir að reka heimilið. 

Ásmundur Einar átti fund með forstöðukonu Bjargs, Kristínu Sigurðardóttur, og fulltrúum félags aðstandenda heimilismanna á Bjargi síðdegis í gær og gekk þar frá því að reksturinn verði frá áramótum í höndum Kristínar þar til viðundandi lausn finnst á búsetu heimilismanna á Bjargi en þar búa sjö karlmenn sem allir eru með geðklofagreiningu. 

Í samtali við mbl.is segir Ásmundur að ekki hafi verið annað hægt en að leita til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en það ráðuneyti getur beitt sveitarfélög dagsektum eða öðrum úrræðum sinni sveitarfélög ekki hlutverki sínu líkt og fram kemur í 116. grein sveitarstjórnarlaga. 

Um síðustu mánaðamót tóku gildi breytingar á lögum um þjónustu við fatlað fólk og er þar ekki lengur að finna ákvæði um að sveitarfélög með færri en átta þúsund íbúa geti verið undanskilið því að sinna þjónustu sem þessari. Því getur Seltjarnarnesbær ekki borið fyrir sig það ákvæði varðandi Bjarg líkt og var gert í viðræðum um framtíð Bjargs milli ríkis og sveitarfélagsins. 

Jafnframt sagði Seltjarnarnesbær sig frá samstarfi við Reykjavíkurborg fyrir þremur árum um þjónustu af þessu tagi en íbúarnir á Bjargi eru með lögheimili á Seltjarnarnesi.

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. mbl.is/Golli

Bjarg er, eins og áður hefur komið fram, rekið af Hjálp­ræðis­hern­um, sem á hús­næðið, sam­kvæmt samn­ingi við ríkið en Hjálp­ræðis­her­inn lýsti því yfir fyrr á ár­inu að hann myndi hætta rekstri heim­il­is­ins í árs­lok. Bjarg var rekið á grund­velli samn­ings við ríkið en við yf­ir­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga var fjár­magn sem áður fór í rekst­ur Bjargs flutt­ frá vel­ferðarráðuneyt­inu til jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

Menn­irn­ir, sem eru á aldrinum 51-80 ára, búa í 10 til 15 fm her­bergj­um með aðgangi að sam­eig­in­legri snyrtiaðstöðu og dag­rými í þriggja hæða húsi þar sem ekki er lyfta og þröng­ur bratt­ur stigi á milli hæða.

Þegar þeir voru fleiri bjuggu tveir og tveir sam­an í tveim­ur stærstu tveim­ur her­bergj­un­um.  Lengi vel var ekki hægt að læsa her­bergj­un­um og íbú­arn­ir höfðu eng­ar læst­ar hirsl­ur. Hús­næðið er vist­legt og starfs­menn fín­ir, sagði Anna Gunn­hild­ur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, á fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­lag­anna í gær. 

Af því að menn­irn­ir búa á stofn­un fá þeir vasa­pen­ing, ekki ör­orku­bæt­ur. Með öðrum orðum fá þeir 68.000 kr. í vasa­pen­ing í staðinn fyr­ir hátt í 300.000 kr. ör­orku­bæt­ur. Af vasa­pen­ingn­um þurfa þeir ekki að greiða kostnað við þjón­ustu og hús­næði eins og af ör­orku­bót­un­um. Engu að síður er ljóst að með þessu skipu­lagi hafa þeir verið snuðaðir um hátt í 100 þúsund krón­ur á mánuði í ára­tugi, gróft reiknað, sagði Anna Gunn­hild­ur í er­indi sínu.

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is til upplýsingafulltrúa velferðarráðuneytisins kemur fram að þar sem Bjarg er heimili viðkomandi einstaklinga heyri málið undir sveitarfélagið sem er í þessu tilviki Seltjarnarnesbær. Íbúarnir skulu njóta réttinda hvort heldur til þjónustu eða bóta almannatrygginga samkvæmt lögum, líkt og allir aðrir landsmenn. Um akstursþjónustu gilda lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og um örorkubætur gilda lög um almannatryggingar.

Ráðuneytið ítrekar það sem fram kom í máli félags- og jafnréttismálaráðherra í fjölmiðlum í gær, að velferðarráðuneytið muni ganga eftir því að sveitarfélagið axli skyldur sínar í þessu máli en jafnframt leggja sitt af mörkum til að íbúar heimilisins gjaldi ekki fyrir ágreininginn, segir í svari frá ráðuneytinu.

mbl.is

Innlent »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingmenn Miðflokksins ræddu um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt og til kl. 10:26 í morgun. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og stóð yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins sagði miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard
Til sölu algjör GULLMOLI! Suzuki Boulevard 1800cc , M109 árg. 2007 - Ekið a...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...