Snjallsímar breyttu stöðunni

Margrét Guðmundsdóttir.
Margrét Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru.

Í samtali í ViðskiptaMogganum í dag segir hún margar áskoranir mæta fyrirtækinu, t.d. aukin áhersla á heilnæmt mataræði og einnig orkuskipti í samgöngum.

Kaup N1 á Festi segir hún ekki hafa verið viðbragð við komu Costco á markaðinn. Þó hafi það komið henni á óvart hversu mikið eldsneyti hinum erlenda risa hefur tekist að selja. „Reynsla okkar eins og annarra er sú að fólk nennir ekki að bíða í röð ef það kemst hjá því. En í þessu tilviki virðist það ekki hafa haft jafn mikil áhrif. Og ég hef bara eina haldbæra skýringu á því: Snjallsímarnir. Nú hefur fólk svo mikla afþreyingu við höndina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert