Hættu við að loka hraðbankanum

Arion banki. Stjórnendur skiptu um skoðun.
Arion banki. Stjórnendur skiptu um skoðun. Eggert Jóhannesson

Arion banki hefur hætt við að fjarlægja hraðbanka sinn á Hofsósi en hann er eini hraðbankinn á staðnum. Var það tilkynnt þegar byggðaráð Skagafjarðar og sveitarstjóri fóru á fund bankastjórans og fleiri yfirmanna. Fyllt var aftur á hraðbankann í gær.

Íbúar á Hofsósi og nágrenni lýstu megnri óánægju með ákvörðun bankans um að loka. „Við hlustuðum á þá gagnrýni sem kom fram,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.

Hann segir að jafnframt verði skoðað hvort mögulegt sé að auka aðgengi að hraðbankanum til að auka notkun hans og þar með tekjur af honum. „Allir eru ánægðir með þetta,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »