Ræða við vitni að hnífstunguárás

Lög­regl­an veit­ir ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að sinni.
Lög­regl­an veit­ir ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að sinni. mbl.is/​Hari

Lögreglan á Suðurlandi vinnur að því að ræða við vitni sem urðu að hnífstunguárás í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld. Karlmaður um sextugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi er tíminn nægur til þess að ná utan um málið. Gæsluvarðhaldi sé markaður eins skammur tími og mögulegt er.

Árásin átti sér stað í heimahúsi og er maðurinn tal­inn hafa veitt konu á fimm­tugs­aldri stungu­áverka á kvið með hnífi. Kon­an var flutt af vett­vangi á sjúkra­hús, með sjúkra­bif­reið, þar sem hún dvel­ur enn en er ekki tal­in í lífs­hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert