Kynna nýja atvinnustefnu fyrir Ísland

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, mun kynna nýja skýrslu Samtaka …
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, mun kynna nýja skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um atvinnustefnu fyrir Ísland á opnum fundi samtakanna í dag.

Með umbótum á menntun, innviðum, nýsköpun og starfsumhverfi er hægt að efla samkeppnishæfni Íslands, auka verðmætasköpun og farsæld þjóðarinnar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um atvinnustefnu fyrir Ísland sem kynnt verður á opnum fundi í Hörpu í dag.

Á fund­in­um er dreg­in upp mynd af Íslandi árið 2050 og farið yfir helstu áskor­an­ir sem landið stend­ur frammi fyr­ir á næstu árum, en árið 2050 verður íslenskt hagkerfi tvöfalt stærra en það er í dag, Íslendingar verða mun fleiri en nú og færri verða á vinnualdri fyrir hvern íbúa eldri en 65 ára.

Öldrun þjóða, loftslagsmál og fjórða iðnbyltingin eru meðal þeirra viðfangsefna sem munu hafa mikil áhrif á samfélagið og sem við þarf að bregðast. Í skýrslunni eru kynntar fjöl­marg­ar til­lög­ur að um­bót­um sem grípa þarf til á næstu tveim­ur árum eigi lífs­kjör lands­manna áfram að vera með því besta sem þekk­ist.

Meðal þeirra um­bóta sem lagðar eru til er að fjölga iðnmenntuðum á vinnu­markaði, skapa nægj­an­legt fram­boð íbúða til að mæta þörf­um íbúa og skapa stöðugra, hag­kvæm­ara og skil­virk­ara starfs­um­hverfi.

Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI. Áður en Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, kynnir atvinnustefnuna mun Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, ávarpa fundinn.

Hér má nálgast nánari dagskrá fundarins, sem hófst klukkan 8:30, og fylgjast má með í beinu streymi hér að neðan:


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert