Vilja lækka umferðarhraða í Dalvíkurbyggð

Fulltrúar í umhverfisráði Dalvíkurbyggðar vilja að umferðarhraði á þjóðvegunum í …
Fulltrúar í umhverfisráði Dalvíkurbyggðar vilja að umferðarhraði á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði lækkaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur óskað eftir því að umferðarhraði á þjóðvegunum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar verði lækkaður. Farið var yfir tillöguna á fundi ráðsins í dag ásamt Sævari Frey Ingasyni varðstjóra.

Í tillögunni er farið fram á að umferðarhraði á Árskógssandi verði merktur 50 km/klst. við Sólvelli og 35 km/klst. við hraðahindrun hjá Öldugötu. Á Hauganesi er lagt til að umferðarhraði verði merktur 35 km/klst. við þéttbýlismörk. Þá er farið fram á að á Dalvík verði umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut lækkaður niður í 35 km/klst.

Tillagan var samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum og óskað var eftir því að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert