Ráðherrar og þingmenn hætti að vera hátt- og hæstvirtir

Lagt er til að konur og karlar á þingi hætti …
Lagt er til að konur og karlar á þingi hætti að vera háttvirt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Háttvirtur þingmaður og hæstvirtur ráðherra eru ávarpsorð frá liðinni tíð sem ber að afleggja. Þau endurspegla þjóðfélag þar sem þótti við hæfi að sýna fólki mismunandi framkomu eftir þjóðfélagsstöðu og samrýmast ekki þeirri lífsskoðun að samfélagið skuli byggt á jafnrétti.

Þetta er mat fimm þingmanna Samfylkingar og Pírata sem í gær lögðu fram þingsályktunartillögu um að þessi þingvenja yrði aflögð.

Tillöguna rökstyðja þau m.a. með því að þingmenn og ráðherrar í nágrannalöndunum séu ekki ávarpaðir á svo formlegan hátt. T.d. séu þeir kallaðir herra og frú á danska þinginu og þar séu ráðherrar ávarpaðir með embættisheiti. Í Finnlandi og Noregi sé ekkert að finna í þingskapalögum um hvernig ávarpa skuli þingmenn og ráðherra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »