Mjög bagalegt að tölfræði brota vanti

Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim ...
Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Engin sérákvæði hafa hingað til verið í lögum um meðferð sakamála um tilhögum skýrslutöku af viðkvæmum vitnum eða sakborningum, til að mynda fötluðum einstaklingum. Að mati starfshóps um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða er nauðsynlegt að gera breytingar á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af þessum einstaklingum.

Þá telur hópurinn mikilvægt að halda sérstaklega utan um tölfræði varðandi brot gegn fötluðum einstaklingum og brot framin af fötluðum einstaklingum, en því hefur verið ábótavant hér á landi. Þá eru lagðar til tillögur um fræðslu til aðila í réttarvörslukerfinu sem og lögð drög að verklagsreglum fyrir lögreglu. Ríkissaksóknari hefur nú þegar farið að tillögum hópsins varðandi þetta síðastnefnda og gefið út leiðbeiningar fyrir lögreglu um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða einstaklinga er að ræða. 

Núverandi fyrirkomulag geti raskað rannsóknarhagsmunum 

Starfshópurinn hafði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar varðandi þær lagabreytingar sem lagðar voru til. Í skýrslunni segir að skoða þurfi hvort rétt sé að hverfa frá því fyrirkomulagi að taka dómskýrslu á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Ljóst sé að núverkandi fyrirkomulag, þar sem skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginlega skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum, geti raskað rannsóknarhagsmunum.

Í Noregi og Danmörku hafi verið fallið frá þessu fyrirkomulagi en í stað þess byggt á skýrslum hjá lögreglu sem teknar eru upp í hljóð og mynd og spilaðar eru við aðalmeðferð.

Framkvæmdin er þá þannig að fyrstu skýrslur af þolendum eru teknar án þess að sakborningur eða verjandi séu viðstaddir, en sakborningur getur óskað eftir frekari skýrslu af brotaþola eftir að hann hefur sjálfur gefið skýrslu. Í undantekningartilvikum þurfa brotaþolar að gefa skýrslu við aðalmeðferð.

Þá leggur hópurinn til að í lögin verði sett pósitíft ákvæði um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Þá getur verið um að ræða til dæmis réttargæslumann eða annan hæfan aðila sem er sjálfur ekki vitni.

Jafnframt að bætt verði í lögin heimild fyrir dómara að kalla til sérkunnáttumenn við skýrslutökur ef taka á skýrslu af fötluðu fólki.

Hópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum í lögum um meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Og að til þess verði skipaður sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Þyrfti að fara handvirk í gegnum öll brot

Starfshópurinn leggur mikla áherslu á að haldið verið sérstaklega utan um tölfræði kynferðisbrota er varða fatlað fólk til að hægt sé að átta sig á umfangi vandans. Rannsóknir sýni að fatlaðir einstaklingar, sérstaklega fatlaðar konur, séu í meiri hættu en ófatlaðir á að verða fyrir kynferðisbrotum.

Þó ekki hafi verið haldið utan um þessa tölfræði var árið 2015 gerð sú breyting á skráningum í lögreglukerfið LÖKE að við skráningu kynferðisbrota er gerður greinarmunur á því hvort er um að ræða mál sem varða misnotkun á rænuleysi eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða andlega fötlun þolanda. Frá þeim tíma er því hægt að kalla fram upplýsingar úr kerfinu um fimmtán nauðgunarmál þar sem brotaþoli er fatlaður og grunur um að gerandi hafi nýtt sér þá fötlun til að ná fram kynmökum. Að öðru leyti er ekki hægt að fá fram upplýsingar um kynferðisbrot gegn eða framin af fötluðum einstaklingum nema fara handvirkt í gegnum öll kynferðisbrot.

Starfshópurinn bendir á að mjög bagalegt sé að tölfræðin liggi ekki fyrir og leggur til að gerðar verði breytingar á lögreglukerfinu og verklagi þannig að sérstaklega verði haldið utan um kynferðisbrot gegn fötluðum einstaklingum og framin af þeim.

Hópurinn leggur einnig til að komið verði upp sérútbúnum herbergjum á öllum lögreglustöðvum sem hægt er að nota þegar teknar eru skýrslur af brotaþolum í kynferðisbrotamálum. Slík herbergi eru nú þegar á nokkrum stöðvum.

Mikilvægt að fólk sé meðvitað um fordóma

Í drögum að verklagsreglum segir að þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot þar sem þolandi eða gerandi er fatlaður sé mikilvægt að geta aðlagað rannsókn að hverju máli fyrir sig, enda sé fatlað fólk margbreytilegur hópur og þarfir hvers og eins mismunandi.

Jafnframt sé mikilvægt að taka ekki völdin af fólki, forðast forræðis- og verndarhyggju og virða vilja og óskir viðkomandi. Góður og vandaður undirbúningur fyrir skýrslutökur í slíkum málum skipti mjög miklu máli og mikilvægt sé að framkvæmdin sé með þeim hætti að sem skýrastur framburður fáist.

Þá kemur fram í skýrslu hópsins að mikilvægt sé að fólk sem starfi innan réttarvörslukerfisins, þá sérstaklega rannsakendur, hafi þekkingu og taki tillit til ólíkra þarfa fólks vegna fjölbreytileikans. Það eigi sérstaklega við í málum er varða einstaklinga með skerðingar á borð við þroskahömlun, einhverfu, sjón- eða heyrnarskerðingu eða geðræna sjúkdóma. Tryggja þurfi að viðkomandi einstaklingar njóti viðeigandi aðlögunar og að þörfum þeirra sé mætt.

Þá sé einnig mikilvægt að starfsfólk innan réttarvörslukerfisins sé meðvitað um fordóma, staðalímyndir og forréttindi svo að gamaldags og jafnvel úreltar hugmyndir um fatlað fólk hindri ekki aðgengi þess að réttarkerfinu heldur að réttarkerfið aðlagi sig að ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga og hópa.

Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að skipuleggja menntun og fræðslu varðandi þessi mál, og að fatlað fólk komi með virkum hætti að þeirri vinnu.

mbl.is

Innlent »

Varað við erfiðum skilyrðum“

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursvilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »