Mjög bagalegt að tölfræði brota vanti

Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim ...
Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Engin sérákvæði hafa hingað til verið í lögum um meðferð sakamála um tilhögum skýrslutöku af viðkvæmum vitnum eða sakborningum, til að mynda fötluðum einstaklingum. Að mati starfshóps um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða er nauðsynlegt að gera breytingar á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af þessum einstaklingum.

Þá telur hópurinn mikilvægt að halda sérstaklega utan um tölfræði varðandi brot gegn fötluðum einstaklingum og brot framin af fötluðum einstaklingum, en því hefur verið ábótavant hér á landi. Þá eru lagðar til tillögur um fræðslu til aðila í réttarvörslukerfinu sem og lögð drög að verklagsreglum fyrir lögreglu. Ríkissaksóknari hefur nú þegar farið að tillögum hópsins varðandi þetta síðastnefnda og gefið út leiðbeiningar fyrir lögreglu um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða einstaklinga er að ræða. 

Núverandi fyrirkomulag geti raskað rannsóknarhagsmunum 

Starfshópurinn hafði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar varðandi þær lagabreytingar sem lagðar voru til. Í skýrslunni segir að skoða þurfi hvort rétt sé að hverfa frá því fyrirkomulagi að taka dómskýrslu á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Ljóst sé að núverkandi fyrirkomulag, þar sem skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginlega skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum, geti raskað rannsóknarhagsmunum.

Í Noregi og Danmörku hafi verið fallið frá þessu fyrirkomulagi en í stað þess byggt á skýrslum hjá lögreglu sem teknar eru upp í hljóð og mynd og spilaðar eru við aðalmeðferð.

Framkvæmdin er þá þannig að fyrstu skýrslur af þolendum eru teknar án þess að sakborningur eða verjandi séu viðstaddir, en sakborningur getur óskað eftir frekari skýrslu af brotaþola eftir að hann hefur sjálfur gefið skýrslu. Í undantekningartilvikum þurfa brotaþolar að gefa skýrslu við aðalmeðferð.

Þá leggur hópurinn til að í lögin verði sett pósitíft ákvæði um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Þá getur verið um að ræða til dæmis réttargæslumann eða annan hæfan aðila sem er sjálfur ekki vitni.

Jafnframt að bætt verði í lögin heimild fyrir dómara að kalla til sérkunnáttumenn við skýrslutökur ef taka á skýrslu af fötluðu fólki.

Hópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum í lögum um meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Og að til þess verði skipaður sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Þyrfti að fara handvirk í gegnum öll brot

Starfshópurinn leggur mikla áherslu á að haldið verið sérstaklega utan um tölfræði kynferðisbrota er varða fatlað fólk til að hægt sé að átta sig á umfangi vandans. Rannsóknir sýni að fatlaðir einstaklingar, sérstaklega fatlaðar konur, séu í meiri hættu en ófatlaðir á að verða fyrir kynferðisbrotum.

Þó ekki hafi verið haldið utan um þessa tölfræði var árið 2015 gerð sú breyting á skráningum í lögreglukerfið LÖKE að við skráningu kynferðisbrota er gerður greinarmunur á því hvort er um að ræða mál sem varða misnotkun á rænuleysi eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða andlega fötlun þolanda. Frá þeim tíma er því hægt að kalla fram upplýsingar úr kerfinu um fimmtán nauðgunarmál þar sem brotaþoli er fatlaður og grunur um að gerandi hafi nýtt sér þá fötlun til að ná fram kynmökum. Að öðru leyti er ekki hægt að fá fram upplýsingar um kynferðisbrot gegn eða framin af fötluðum einstaklingum nema fara handvirkt í gegnum öll kynferðisbrot.

Starfshópurinn bendir á að mjög bagalegt sé að tölfræðin liggi ekki fyrir og leggur til að gerðar verði breytingar á lögreglukerfinu og verklagi þannig að sérstaklega verði haldið utan um kynferðisbrot gegn fötluðum einstaklingum og framin af þeim.

Hópurinn leggur einnig til að komið verði upp sérútbúnum herbergjum á öllum lögreglustöðvum sem hægt er að nota þegar teknar eru skýrslur af brotaþolum í kynferðisbrotamálum. Slík herbergi eru nú þegar á nokkrum stöðvum.

Mikilvægt að fólk sé meðvitað um fordóma

Í drögum að verklagsreglum segir að þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot þar sem þolandi eða gerandi er fatlaður sé mikilvægt að geta aðlagað rannsókn að hverju máli fyrir sig, enda sé fatlað fólk margbreytilegur hópur og þarfir hvers og eins mismunandi.

Jafnframt sé mikilvægt að taka ekki völdin af fólki, forðast forræðis- og verndarhyggju og virða vilja og óskir viðkomandi. Góður og vandaður undirbúningur fyrir skýrslutökur í slíkum málum skipti mjög miklu máli og mikilvægt sé að framkvæmdin sé með þeim hætti að sem skýrastur framburður fáist.

Þá kemur fram í skýrslu hópsins að mikilvægt sé að fólk sem starfi innan réttarvörslukerfisins, þá sérstaklega rannsakendur, hafi þekkingu og taki tillit til ólíkra þarfa fólks vegna fjölbreytileikans. Það eigi sérstaklega við í málum er varða einstaklinga með skerðingar á borð við þroskahömlun, einhverfu, sjón- eða heyrnarskerðingu eða geðræna sjúkdóma. Tryggja þurfi að viðkomandi einstaklingar njóti viðeigandi aðlögunar og að þörfum þeirra sé mætt.

Þá sé einnig mikilvægt að starfsfólk innan réttarvörslukerfisins sé meðvitað um fordóma, staðalímyndir og forréttindi svo að gamaldags og jafnvel úreltar hugmyndir um fatlað fólk hindri ekki aðgengi þess að réttarkerfinu heldur að réttarkerfið aðlagi sig að ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga og hópa.

Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að skipuleggja menntun og fræðslu varðandi þessi mál, og að fatlað fólk komi með virkum hætti að þeirri vinnu.

mbl.is

Innlent »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...