Mjög bagalegt að tölfræði brota vanti

Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim ...
Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Engin sérákvæði hafa hingað til verið í lögum um meðferð sakamála um tilhögum skýrslutöku af viðkvæmum vitnum eða sakborningum, til að mynda fötluðum einstaklingum. Að mati starfshóps um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða er nauðsynlegt að gera breytingar á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af þessum einstaklingum.

Þá telur hópurinn mikilvægt að halda sérstaklega utan um tölfræði varðandi brot gegn fötluðum einstaklingum og brot framin af fötluðum einstaklingum, en því hefur verið ábótavant hér á landi. Þá eru lagðar til tillögur um fræðslu til aðila í réttarvörslukerfinu sem og lögð drög að verklagsreglum fyrir lögreglu. Ríkissaksóknari hefur nú þegar farið að tillögum hópsins varðandi þetta síðastnefnda og gefið út leiðbeiningar fyrir lögreglu um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða einstaklinga er að ræða. 

Núverandi fyrirkomulag geti raskað rannsóknarhagsmunum 

Starfshópurinn hafði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar varðandi þær lagabreytingar sem lagðar voru til. Í skýrslunni segir að skoða þurfi hvort rétt sé að hverfa frá því fyrirkomulagi að taka dómskýrslu á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Ljóst sé að núverkandi fyrirkomulag, þar sem skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginlega skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum, geti raskað rannsóknarhagsmunum.

Í Noregi og Danmörku hafi verið fallið frá þessu fyrirkomulagi en í stað þess byggt á skýrslum hjá lögreglu sem teknar eru upp í hljóð og mynd og spilaðar eru við aðalmeðferð.

Framkvæmdin er þá þannig að fyrstu skýrslur af þolendum eru teknar án þess að sakborningur eða verjandi séu viðstaddir, en sakborningur getur óskað eftir frekari skýrslu af brotaþola eftir að hann hefur sjálfur gefið skýrslu. Í undantekningartilvikum þurfa brotaþolar að gefa skýrslu við aðalmeðferð.

Þá leggur hópurinn til að í lögin verði sett pósitíft ákvæði um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Þá getur verið um að ræða til dæmis réttargæslumann eða annan hæfan aðila sem er sjálfur ekki vitni.

Jafnframt að bætt verði í lögin heimild fyrir dómara að kalla til sérkunnáttumenn við skýrslutökur ef taka á skýrslu af fötluðu fólki.

Hópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum í lögum um meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Og að til þess verði skipaður sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Þyrfti að fara handvirk í gegnum öll brot

Starfshópurinn leggur mikla áherslu á að haldið verið sérstaklega utan um tölfræði kynferðisbrota er varða fatlað fólk til að hægt sé að átta sig á umfangi vandans. Rannsóknir sýni að fatlaðir einstaklingar, sérstaklega fatlaðar konur, séu í meiri hættu en ófatlaðir á að verða fyrir kynferðisbrotum.

Þó ekki hafi verið haldið utan um þessa tölfræði var árið 2015 gerð sú breyting á skráningum í lögreglukerfið LÖKE að við skráningu kynferðisbrota er gerður greinarmunur á því hvort er um að ræða mál sem varða misnotkun á rænuleysi eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða andlega fötlun þolanda. Frá þeim tíma er því hægt að kalla fram upplýsingar úr kerfinu um fimmtán nauðgunarmál þar sem brotaþoli er fatlaður og grunur um að gerandi hafi nýtt sér þá fötlun til að ná fram kynmökum. Að öðru leyti er ekki hægt að fá fram upplýsingar um kynferðisbrot gegn eða framin af fötluðum einstaklingum nema fara handvirkt í gegnum öll kynferðisbrot.

Starfshópurinn bendir á að mjög bagalegt sé að tölfræðin liggi ekki fyrir og leggur til að gerðar verði breytingar á lögreglukerfinu og verklagi þannig að sérstaklega verði haldið utan um kynferðisbrot gegn fötluðum einstaklingum og framin af þeim.

Hópurinn leggur einnig til að komið verði upp sérútbúnum herbergjum á öllum lögreglustöðvum sem hægt er að nota þegar teknar eru skýrslur af brotaþolum í kynferðisbrotamálum. Slík herbergi eru nú þegar á nokkrum stöðvum.

Mikilvægt að fólk sé meðvitað um fordóma

Í drögum að verklagsreglum segir að þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot þar sem þolandi eða gerandi er fatlaður sé mikilvægt að geta aðlagað rannsókn að hverju máli fyrir sig, enda sé fatlað fólk margbreytilegur hópur og þarfir hvers og eins mismunandi.

Jafnframt sé mikilvægt að taka ekki völdin af fólki, forðast forræðis- og verndarhyggju og virða vilja og óskir viðkomandi. Góður og vandaður undirbúningur fyrir skýrslutökur í slíkum málum skipti mjög miklu máli og mikilvægt sé að framkvæmdin sé með þeim hætti að sem skýrastur framburður fáist.

Þá kemur fram í skýrslu hópsins að mikilvægt sé að fólk sem starfi innan réttarvörslukerfisins, þá sérstaklega rannsakendur, hafi þekkingu og taki tillit til ólíkra þarfa fólks vegna fjölbreytileikans. Það eigi sérstaklega við í málum er varða einstaklinga með skerðingar á borð við þroskahömlun, einhverfu, sjón- eða heyrnarskerðingu eða geðræna sjúkdóma. Tryggja þurfi að viðkomandi einstaklingar njóti viðeigandi aðlögunar og að þörfum þeirra sé mætt.

Þá sé einnig mikilvægt að starfsfólk innan réttarvörslukerfisins sé meðvitað um fordóma, staðalímyndir og forréttindi svo að gamaldags og jafnvel úreltar hugmyndir um fatlað fólk hindri ekki aðgengi þess að réttarkerfinu heldur að réttarkerfið aðlagi sig að ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga og hópa.

Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að skipuleggja menntun og fræðslu varðandi þessi mál, og að fatlað fólk komi með virkum hætti að þeirri vinnu.

mbl.is

Innlent »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestun á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp að sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu meðlimir sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

Í gær, 16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

Í gær, 16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

Í gær, 16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

Í gær, 15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...