Mjög bagalegt að tölfræði brota vanti

Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim ...
Starfshópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Engin sérákvæði hafa hingað til verið í lögum um meðferð sakamála um tilhögum skýrslutöku af viðkvæmum vitnum eða sakborningum, til að mynda fötluðum einstaklingum. Að mati starfshóps um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða er nauðsynlegt að gera breytingar á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af þessum einstaklingum.

Þá telur hópurinn mikilvægt að halda sérstaklega utan um tölfræði varðandi brot gegn fötluðum einstaklingum og brot framin af fötluðum einstaklingum, en því hefur verið ábótavant hér á landi. Þá eru lagðar til tillögur um fræðslu til aðila í réttarvörslukerfinu sem og lögð drög að verklagsreglum fyrir lögreglu. Ríkissaksóknari hefur nú þegar farið að tillögum hópsins varðandi þetta síðastnefnda og gefið út leiðbeiningar fyrir lögreglu um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða einstaklinga er að ræða. 

Núverandi fyrirkomulag geti raskað rannsóknarhagsmunum 

Starfshópurinn hafði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til hliðsjónar varðandi þær lagabreytingar sem lagðar voru til. Í skýrslunni segir að skoða þurfi hvort rétt sé að hverfa frá því fyrirkomulagi að taka dómskýrslu á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Ljóst sé að núverkandi fyrirkomulag, þar sem skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginlega skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum, geti raskað rannsóknarhagsmunum.

Í Noregi og Danmörku hafi verið fallið frá þessu fyrirkomulagi en í stað þess byggt á skýrslum hjá lögreglu sem teknar eru upp í hljóð og mynd og spilaðar eru við aðalmeðferð.

Framkvæmdin er þá þannig að fyrstu skýrslur af þolendum eru teknar án þess að sakborningur eða verjandi séu viðstaddir, en sakborningur getur óskað eftir frekari skýrslu af brotaþola eftir að hann hefur sjálfur gefið skýrslu. Í undantekningartilvikum þurfa brotaþolar að gefa skýrslu við aðalmeðferð.

Þá leggur hópurinn til að í lögin verði sett pósitíft ákvæði um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Þá getur verið um að ræða til dæmis réttargæslumann eða annan hæfan aðila sem er sjálfur ekki vitni.

Jafnframt að bætt verði í lögin heimild fyrir dómara að kalla til sérkunnáttumenn við skýrslutökur ef taka á skýrslu af fötluðu fólki.

Hópurinn leggur til að farið verði í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum í lögum um meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Og að til þess verði skipaður sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Þyrfti að fara handvirk í gegnum öll brot

Starfshópurinn leggur mikla áherslu á að haldið verið sérstaklega utan um tölfræði kynferðisbrota er varða fatlað fólk til að hægt sé að átta sig á umfangi vandans. Rannsóknir sýni að fatlaðir einstaklingar, sérstaklega fatlaðar konur, séu í meiri hættu en ófatlaðir á að verða fyrir kynferðisbrotum.

Þó ekki hafi verið haldið utan um þessa tölfræði var árið 2015 gerð sú breyting á skráningum í lögreglukerfið LÖKE að við skráningu kynferðisbrota er gerður greinarmunur á því hvort er um að ræða mál sem varða misnotkun á rænuleysi eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða andlega fötlun þolanda. Frá þeim tíma er því hægt að kalla fram upplýsingar úr kerfinu um fimmtán nauðgunarmál þar sem brotaþoli er fatlaður og grunur um að gerandi hafi nýtt sér þá fötlun til að ná fram kynmökum. Að öðru leyti er ekki hægt að fá fram upplýsingar um kynferðisbrot gegn eða framin af fötluðum einstaklingum nema fara handvirkt í gegnum öll kynferðisbrot.

Starfshópurinn bendir á að mjög bagalegt sé að tölfræðin liggi ekki fyrir og leggur til að gerðar verði breytingar á lögreglukerfinu og verklagi þannig að sérstaklega verði haldið utan um kynferðisbrot gegn fötluðum einstaklingum og framin af þeim.

Hópurinn leggur einnig til að komið verði upp sérútbúnum herbergjum á öllum lögreglustöðvum sem hægt er að nota þegar teknar eru skýrslur af brotaþolum í kynferðisbrotamálum. Slík herbergi eru nú þegar á nokkrum stöðvum.

Mikilvægt að fólk sé meðvitað um fordóma

Í drögum að verklagsreglum segir að þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot þar sem þolandi eða gerandi er fatlaður sé mikilvægt að geta aðlagað rannsókn að hverju máli fyrir sig, enda sé fatlað fólk margbreytilegur hópur og þarfir hvers og eins mismunandi.

Jafnframt sé mikilvægt að taka ekki völdin af fólki, forðast forræðis- og verndarhyggju og virða vilja og óskir viðkomandi. Góður og vandaður undirbúningur fyrir skýrslutökur í slíkum málum skipti mjög miklu máli og mikilvægt sé að framkvæmdin sé með þeim hætti að sem skýrastur framburður fáist.

Þá kemur fram í skýrslu hópsins að mikilvægt sé að fólk sem starfi innan réttarvörslukerfisins, þá sérstaklega rannsakendur, hafi þekkingu og taki tillit til ólíkra þarfa fólks vegna fjölbreytileikans. Það eigi sérstaklega við í málum er varða einstaklinga með skerðingar á borð við þroskahömlun, einhverfu, sjón- eða heyrnarskerðingu eða geðræna sjúkdóma. Tryggja þurfi að viðkomandi einstaklingar njóti viðeigandi aðlögunar og að þörfum þeirra sé mætt.

Þá sé einnig mikilvægt að starfsfólk innan réttarvörslukerfisins sé meðvitað um fordóma, staðalímyndir og forréttindi svo að gamaldags og jafnvel úreltar hugmyndir um fatlað fólk hindri ekki aðgengi þess að réttarkerfinu heldur að réttarkerfið aðlagi sig að ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga og hópa.

Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að skipuleggja menntun og fræðslu varðandi þessi mál, og að fatlað fólk komi með virkum hætti að þeirri vinnu.

mbl.is

Innlent »

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

00:21 Þrír skjálftar að stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi. Meira »

Árbæjarskóli vann Skrekk

Í gær, 22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

Í gær, 21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Í gær, 20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

Í gær, 20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

Í gær, 20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

Í gær, 20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Í gær, 19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

Í gær, 18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

Í gær, 18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

Í gær, 18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Í gær, 17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Í gær, 17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Í gær, 16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Í gær, 16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Í gær, 16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

Í gær, 16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

Í gær, 15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
Fullbúin íbúð til leigu til áramóta !
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...