Uppsagnir í kortunum

Aðildarfyrirtæki SA búa sig undir þúsundir uppsagna á næstu þremur …
Aðildarfyrirtæki SA búa sig undir þúsundir uppsagna á næstu þremur mánuðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný könnun sem Samtök atvinnulífsins hafa gert meðal aðildarfyrirtækja sinna gefur til kynna að þau hafi á síðustu 90 dögum sagt upp 3.100 manns. Þannig svöruðu 600 fyrirtæki könnuninni og þar kemur fram að á fyrrgreindu tímabili hafi fyrirtækin sagt upp 900 starfsmönnum síðasta mánuðinn og 1.100 manns síðustu 90 daga.

Séu niðurstöðurnar yfirfærðar á öll aðildarfyrirtækin má gera ráð fyrir að uppsagnirnar hafi verið 2.600 síðasta mánuðinn og 3.100 síðustu þrjá mánuði, að því er segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Í könnuninni var einnig spurt hversu umfangsmiklar uppsagnir væru í kortunum á komandi 90 dögum og var myndin áþekk. Þannig kom fram í svörum fyrirtækjanna sem svöruðu að þau gerðu ráð fyrir að segja upp 360 starfsmönnum næsta mánuðinn og að á næstu 90 dögum yrðu uppsagnirnar 1.000 talsins. Séu niðurstöðurnar yfirfærðar á öll aðildarfyrirtækin má gera ráð fyrir að 2.800 manns muni missa vinnuna á næstu þremur mánuðum.

Niðurstöðurnar eru áhyggjuefni

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir áleitnar spurningar kvikna þegar maður skoðar þessa könnun. Erum við hugsanlega að byrja að sjá viðsnúning í spurn eftir vinnuafli? „Ég vil alls ekki að við förum að mála skrattann á vegginn. Það er of snemmt að fullyrða hvað er þarna nákvæmlega á ferðinni. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir fólki í flestum atvinnugreinum síðustu misseri og metinnflutningur vinnuafls. Þó verð ég að segja að sú mynd sem þarna birtist okkur er nokkuð áhyggjuefni,“ segir Halldór.

Hann segir mikilvægt að draga ekki of miklar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar. „Hvort fram undan séu stórar uppsagnahrinur vil ég ekki segja. Sú þróun sem birtist okkur er eitthvað sem enginn vill sjá, hvorki atvinnurekendur né verkalýðshreyfingin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »