Varað við skriðuföllum á Austfjörðum

Úrkomubelti liggur yfir Austfjörðum og er klukkustundarúrkoma víða á bilinu …
Úrkomubelti liggur yfir Austfjörðum og er klukkustundarúrkoma víða á bilinu 5-10 mm. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Veðurstofan segir að búast megi við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum og geti valdið tjóni og raskað samgöngum.

Einnig eykur rigningin álag fráveitukerfi. Veðurstofan hvetur fólk á svæðinu til þess að sýna aðgát og einnig til þess að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Samkvæmt spám Veðurstofunnar mun draga úr úrkomunni á Austfjörðum með kvöldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert