Gunna er bandarískur karl

Gunna í essinu sínu ásamt Lil Baby á tónleikum í …
Gunna í essinu sínu ásamt Lil Baby á tónleikum í Miami í síðasta mánuði. AFP

Ekki þarf að blaða lengi í dagskrám erlendra tónlistarhátíða áður en íslenska flytjendur ber á góma. Þannig kom Vintage Caravan fram á málmhátíðinni Hard Rock Hell í Wales á föstudaginn og Sóley verður í forgrunni á Wonderfruit-hátíðinni í Pattaya í Taílandi um miðjan næsta mánuð.

Við eftirgrennslan rakst Sunnudagsblað Morgunblaðsins á fleiri kunnugleg nöfn. Þannig treður Hatari upp á raftónlistarhátíðinni Polaris í Verbier í Sviss um næstu mánaðamót. Þetta reyndist þó ekki vera hin framsækna og dulúðuga íslenska hljómsveit heldur brasilísk/svissneskur plötusnúður sem ber sama nafn og er aukinheldur kona. 

Sóley ber hróður Íslands alla leið til Taílands í næsta …
Sóley ber hróður Íslands alla leið til Taílands í næsta mánuði. Árni Sæberg

Svo er það Gunna sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Rolling Loud LA um miðjan desember. Hún hlýtur að vera íslensk? hugsaði grúskari með sér enda þótt hann kveikti ekki strax á söngkonunni. Nei, ekki aldeilis. Gunna er bandarískur rappari. Og karl í þokkabót. Heitir alls ekki Guðrún, heldur Sergio Giavanni Kitchens. Nei, maður býr ekki svona lagað til. Bent skal á meðfylgjandi mynd því til stuðnings. 

Nánar er fjallað um erlendar tónlistarhátíðir fram að áramótum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert