Forystugimbur með áætlunarflugi úr Þingeyjarsýslu

Guðni Ágústsson og Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins Ernis, stilla sér …
Guðni Ágústsson og Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins Ernis, stilla sér upp til myndatöku með gimbrinni Flugfreyju. Með Guðna eru dótturdætur hans, Eik og Eva Arnarsdætur. Á bak við krjúpa Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur Flóamanna, og Aldís Þórunn Bjarnardóttir og Geir Gíslason á Stóru-Reykjum. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Ágústsson heimti forystugimbur sína norðan úr Þingeyjarsýslu í gær. Hún kom með áætlunarflugi flugfélagsins Ernis frá Húsavík og var gefið nafn á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er gert forystukindinni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni.

Hópur manna kemur árlega saman á kótilettukvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrktar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinningar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hefur einnig verið meðal vinninga forystugimbur frá Skúla Ragnarssyni, bónda á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina.

„Ég hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, en hann er líka sauðfjárbóndi eins og margir á Húsavík og sauðahvíslari því mér er sagt að allar kindur verði spakar sem hann nálgast. Bað hann um að sækja fyrir mig svarta gimbur og koma henni suður,“ segir Guðni.

Sjá umfjöllun um gimbrarflugið í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert