Sömdu um verkáætlun

Ragnar Þór (l.t.v.) og Halldor Benjamín (fyrir miðju) við þriðja …
Ragnar Þór (l.t.v.) og Halldor Benjamín (fyrir miðju) við þriðja mann. mbl.is/​Hari

„Orð eru til alls fyrst og það er kominn góður skriður á samtalið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Annar fundur samninganefnda SA og VR fór fram í gærmorgun. Þar var ákveðið að samninganefndir hittist hér eftir einu sinni í viku. „Við settum upp verkáætlun. Samtalið er auðvitað víðtækara en það. Hvor aðili um sig er að vinna í greiningum en svo þarf að finna sameiginlegan flöt þar á milli,“ segir Halldór Benjamín.

Hann kveðst telja að fasteignamálin, stytting heildarvinnuvikunnar og aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði verði ofarlega á blaði í viðræðunum. „Þessi atriði verða snar þáttur í lausn næstu kjaradeilu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »