Furða sig á samráðsleysi

Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu.
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Félagar í Sviðslistasambandi Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. 

Í ályktun frá Sviðslistasambandinu kemur fram að félagar lýsi furðu sinni á því að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við frumvarpsdrög. Þeim sé hafnað einróma.

„Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að Þjóðleikhúsið verði einvaldsstofnun með einvalda leikhússtjóra.

Sviðslistasamband Íslands, SSÍ, eru heildarsamtök sviðslista á Íslandi. Að baki því standa öll fagfélög þeirra starfsgreina er fást við sviðslistir ásamt sjálfstæðum leikhópum, bandalögum og stofnunum innan sviðslista á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert