ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

Suðurlandsvegur. Hér sést kaflinn, með nýjum vegi. Reiðhöll og hótel …
Suðurlandsvegur. Hér sést kaflinn, með nýjum vegi. Reiðhöll og hótel Eldhesta sjást í forgrunni. Tölvuteikning/Mannvit

Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun.

Þessi fyrsti áfangi í breikkun Suðurlandsvegar er um 2,5 kílómetra langur. Hefst hann austan við Hveragerði, liggur um Varmá, framhjá Eldhestum og Ölfusborgum og aðeins austur fyrir Hvammsveg vestari. Gera þarf gatnamót við Vallaveg og Ölfusborgaveg og nýja hliðarvegi sem tengjast vegamótunum og tengja bæi á leiðinni. Einnig þarf að breikka brú yfir Varmá og gera undirgöng til móts við Íshesta fyrir gangandi og ríðandi umferð.

Vegurinn verður í upphafi með þremur akreinum, svokallaður 2 + 1 vegur, en þó þannig að hægt verði að hafa hann tvöfaldan í báðar áttir í framtíðinni, án þess að grafa allt upp aftur. Framkvæmdatími er stuttur því gert er ráð fyrir að veginum verði að fullu lokið 15. september næsta haust, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert