Íbúar búa sig undir það versta

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorbjörg Gísladóttir tók við starfi sveitarstjóra Mýrdalshrepps í haust. Hún segir íbúa hreppsins taka tilvist Kötlu með stóískri ró. Rýmingaráætlun og allur undirbúningur miðist við verstu hugsanlegu aðstæður. Íbúar hér þekki vel hvernig þeir eigi að bregðast við. Það þurfi samt sem áður að huga að betrumbót þar sem margt nýtt fólk hafi flutt í hreppinn og mikill straumur ferðamanna fari í gegnum Mýrdalshrepp.

„Lögreglstjórinn á Suðurlandi lét gera nýja hermun á hlaupi úr Múlakvísl og þar kom í ljós að við verstu aðstæður myndi núverandi varnargarður ekki halda og flóð af völdum Kötlugoss gæti náð til Víkur. Við erum ekki að tala um vatnsflóð heldur aur- og jökulflóð. Ef garðurinn yrði betrumbættur þá værum við með algjörlega nýtt landslag, nýtt byggingarland og gætum byggt fyrirhugaða björgunarmiðstöð á láglendi í stað þess að byggja uppi í brekku með tilheyrandi kostnaði,“ segir Þorbjörg og bætir við að ekki þyrfti að rýma Vík með umbótum á varnargarðinum. Hún segir að Vegagerðin áætli að kostnaðurinn sé 80 til 100 milljónir en tjónið sem gæti orðið ef flóð úr Múlakvísl næði til Víkur gæti hlaupið á 6 til 13 milljörðum.

Verkfræðistofan Vatnaskil útbjó nýtt reiknilíkan sem metur hættu á flóði ...
Verkfræðistofan Vatnaskil útbjó nýtt reiknilíkan sem metur hættu á flóði í Múlakvísl í kjölfar jökulhlaups vegna eldgoss í Kötlu þar sem tekið er tillit til hækkunar lands vegna útfellingar sets. Kort/mbl.is

Mikil fólksfjölgun

Þorbjörg segir að gríðarleg fólksfjölgun hafi átt sér stað í Mýrdalshreppi.

„Um áramót vorum við 630 en nú nærri 700. Ég held að þetta sé mesta fólksfjölgun á landinu. Ferðaþjónustan dregur til sín fólk. En mest fáum við fólk á aldrinum 20 til 40 ára sem stoppar flest ekki lengi. Okkur vantar fjölskyldufólk og börn en húsnæðisskortur er hamlandi þrátt fyrir að 30 nýjar íbúðir hafi verið teknar í notkun á þessu ári,“ segir Þorbjörg sem hefur litlar áhyggjur af návíginu við Kötlu.

„Við erum vel undirbúin. Fjöldi vísindamanna, lögreglan og almannavarnanefnd fylgjast vel með og taka stöðuna reglulega. Það veitir óneitanlega öryggiskennd.“

Þorbjörg segir mannlífið í Vík gott og líf og fjör á staðnum. Það hafi komið á óvart þegar þau komu til Víkur að komast ekki inn á veitingastað vegna þess að allt var fullt þrátt fyrir að 16 veitingastaðir séu í hreppnum. „Nýju íbúarnir eru alls staðar úr heiminum. Við þurfum að kortleggja þekkingu þeirra og hæfileika.“

Vík í Mýrdal liggur í fallegu bæjarstæði með útsýni til ...
Vík í Mýrdal liggur í fallegu bæjarstæði með útsýni til Reynisdranga. Íbúar láta eldfjallið Kötlu ekki ræna sig svefni en eru tilbúnir ef hún vaknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorrablótið eitt eftir

„Það þarf að bæta innviði samfélagsins með fjölgun íbúa og straumi ferðamanna,“ segir Sæmunda Ósk Fjeldsted og tekur sem dæmi vöntun á apóteki sem hún hefur fulla trú á að komi. Sæmunda flutti til Víkur fyrir 15 árum þegar 300 manns bjuggu í hreppnum. Hún segir mikla breytingu á mannlífinu. Áherslan sé á nýja hluti og sem dæmi sé þorrablótið í félagsheimilinu Leikskálum eina ballið sem eftir sé af þeim gömlu.

Katla truflar Sæmundu lítið en hún segir meira hafa verið talað um Kötlugos meðal íbúanna fyrir 20 árum og Mýrdalssandi hafi oft verið lokað ef mælingar sýndu hættu á gosi. Með bætri mælingum hafi lokunum verið hætt. Sæmunda segir gott upplýsingaflæði frá almannavörnum til íbúa hjálpa til en hún hafi eins og aðrir áhyggjur af ferðamönnum og nýjum íbúum.

„Ég sef róleg yfir gosi í Kötlu en líst illa á hugsanlegt öskufall. Við fengum alveg upp í kok í Eyjafjallagosinu af öskunni og viðbjóðnum sem fygldi henni,“ segir Sæmunda.

Áhyggjur af ferðamönnunum

Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri rekur nýtt hótel, Kríuhótel, Icelandair hótel, auk veitingastaða í samstarfi við aðra. Elías er fæddur í Pétursey þar sem hann ólst upp við sveitastörf. Hann flutti aftur í Mýrdalinn að loknu námi og segir að Katla trufli sig ekki dagsdaglega. Hann hafi litlar áhyggjur af hlaupinu en meiri áhyggjur af öskufalli.

Elías segist engar áhyggjur hafa af íbúum í Mýrdal þar sem rýmingaráætlanir séu öllum kunnar nema helst nýjum íbúum, en hann finni til ábyrgðar gagnvart ferðamönnum á svæðinu. Elías segir að allt að 10.000 manns fari í gegnum Vík á góðum degi. Það komi honum á óvart hvað ferðamenn viti mikið um Kötlu en auðvitað séu einhverjir sem viti ekkert um hana og sumum finnist það spennandi að gista við Kötlurætur.

Innlent »

Mátti ekki synja fólki um greiðsluþátttöku

13:42 Ekki má synja fólki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna öryggiskallkerfis, á þeim forsendum einum að viðkomandi leigi íbúð af sveitarfélagi. Túlkun stjórnvalda þess efnis á reglugerð var ekki í samræmi við lög að áliti umboðsmanns. Meira »

Öll ungmenni fá frítt í sund í Kópavogi

13:35 Allir yngri en átján ára fá aðgang að sundlaugum Kópavogsbæjar endurgjaldslaust frá áramótum. Ákvörðun þess efnis var samþykkt í bæjarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2019. Hingað til hefur verið frítt í sund fyrir yngri en 10 ára og eldriborgara. Meira »

Opna 12. janúar og ferðin á 1.500 kr.

13:34 Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð 12. janúar á næst ári. Veggjöld um göngin verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli og er grunngjald fyrir bíla undir 3,5 tonnum 1.500 krónur á hverja ferð. Meira »

„Misræmið byggir á ólíkri upplifun“

13:21 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ætlun hans hafi aldrei verið að rengja frásögn Báru Huldar Beck eða draga úr sínum hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Meira »

Reyndi að slökkva eld í nágrannaíbúð

13:03 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út undir hádegi eftir að tilkynning barst um eld í íbúð í Írabakka í Breiðholtinu. Voru slökkviliðsbílar frá öllum stöðvum sendir á vettvang en talið var í fyrstu að einstaklingur væri innlyksa í íbúðinni. Meira »

Farþegar biðu um borð í 13 vélum

12:14 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli eru nú komnir í notkun. Þetta segir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via. Farþegar biðu í 13 flugvélum á Keflavíkurflugvelli er mest var í morgun og höfðu þá átta vélar komið inn til lendingar, auk fimm véla sem hluti farþega var kominn um borð í áður en veður versnaði. Meira »

Veggjöld ekki til umræðu

12:09 Veggjöld verða ekki tekin upp á næstunni og liggur ekki fyrir Alþingi tillaga þess efnis, segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hins vegar sé takmarkað hvaða fjármögnunarleiðir verði skoðaðar í sambandi við væntanlegt frumvarp. Meira »

Ágúst stóð einn að sinni yfirlýsingu

12:07 „Það er munur á þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um misræmi milli yfirlýsingar Ágústs Ólafs Ágústssonar og svars Báru Huldar Beck, þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við. Meira »

Reyndi ítrekað að kyssa hana

11:12 „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Meira »

Öll vinna stöðvuð vegna asbests

11:02 Við heimsókn Vinnueftirlitsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með einangrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð. Meira »

Þakplötur og trampólín fjúka í lægðinni

11:00 Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi hafa verið kallaðar út í morgun vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins. Sinnir björgunarsveitafólk nú útköllum vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og svo trampólínum. Meira »

Á fjórða hundrað á biðlista

10:43 Fjöldi þeirra sem bíður eftir hjúkrunarrými hefur aukist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janúar 2014 til janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu umfram 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eftir úthlutun hjúkrunarrýmis 116 dagar á þriðja ársfjórðungi 2018. Meira »

Amber komin að bryggju á Höfn

10:27 Hol­lenska flutn­inga­skipið Am­ber, sem strandaði á sandrifi í inn­sigl­ingu Horna­fjarðar­hafn­ar, er nú komið að bryggju á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfesti Vign­ir Júlí­us­son, for­stöðumaður Horna­fjarðar­hafn­ar, í sam­tali við mbl.is og segir Amber hafa losnað á há­flóðinu nú í morg­un. Meira »

Bílvelta á Reykjanesbraut

10:26 Flutningabíll valt við Kúagerði á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun en bálhvasst er á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er bílstjórinn ekki talinn alvarlega slasaður. Meira »

Skútuþjófurinn ekki áfram í farbanni

10:04 Farbann yfir Þjóðverjanum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í október hefur ekki verið framlengt, en það rann út í gær. Málið var flutt fimmtudag í síðustu viku og hefur ekki verið talin ástæða til þess að framlengja farbannið, upplýsir lögreglan á Vestfjörðum. Meira »

Garnaveiki greindist í Austfjarðahólfi

09:42 Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, en í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki þar í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum á Fljótsdalshéraði árið 1986. Meira »

Mikil röskun á flugi innanlands og utan

09:27 Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs og tafir hafa einnig verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar bíða nú í sjö vélum á flugvellinum. þá er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar í dag og athuga á með flug til Egilsstaða og Akureyrar klukkan 12.30. Meira »

Skiptir „noise cancelling“ máli?

09:20 Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Meira »

Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg

08:30 Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Spennandi ljósmyndanámskeið
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Canon EOS námskeið fyrir byrjendur.
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. 3j...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...