Íbúar búa sig undir það versta

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorbjörg Gísladóttir tók við starfi sveitarstjóra Mýrdalshrepps í haust. Hún segir íbúa hreppsins taka tilvist Kötlu með stóískri ró. Rýmingaráætlun og allur undirbúningur miðist við verstu hugsanlegu aðstæður. Íbúar hér þekki vel hvernig þeir eigi að bregðast við. Það þurfi samt sem áður að huga að betrumbót þar sem margt nýtt fólk hafi flutt í hreppinn og mikill straumur ferðamanna fari í gegnum Mýrdalshrepp.

„Lögreglstjórinn á Suðurlandi lét gera nýja hermun á hlaupi úr Múlakvísl og þar kom í ljós að við verstu aðstæður myndi núverandi varnargarður ekki halda og flóð af völdum Kötlugoss gæti náð til Víkur. Við erum ekki að tala um vatnsflóð heldur aur- og jökulflóð. Ef garðurinn yrði betrumbættur þá værum við með algjörlega nýtt landslag, nýtt byggingarland og gætum byggt fyrirhugaða björgunarmiðstöð á láglendi í stað þess að byggja uppi í brekku með tilheyrandi kostnaði,“ segir Þorbjörg og bætir við að ekki þyrfti að rýma Vík með umbótum á varnargarðinum. Hún segir að Vegagerðin áætli að kostnaðurinn sé 80 til 100 milljónir en tjónið sem gæti orðið ef flóð úr Múlakvísl næði til Víkur gæti hlaupið á 6 til 13 milljörðum.

Verkfræðistofan Vatnaskil útbjó nýtt reiknilíkan sem metur hættu á flóði ...
Verkfræðistofan Vatnaskil útbjó nýtt reiknilíkan sem metur hættu á flóði í Múlakvísl í kjölfar jökulhlaups vegna eldgoss í Kötlu þar sem tekið er tillit til hækkunar lands vegna útfellingar sets. Kort/mbl.is

Mikil fólksfjölgun

Þorbjörg segir að gríðarleg fólksfjölgun hafi átt sér stað í Mýrdalshreppi.

„Um áramót vorum við 630 en nú nærri 700. Ég held að þetta sé mesta fólksfjölgun á landinu. Ferðaþjónustan dregur til sín fólk. En mest fáum við fólk á aldrinum 20 til 40 ára sem stoppar flest ekki lengi. Okkur vantar fjölskyldufólk og börn en húsnæðisskortur er hamlandi þrátt fyrir að 30 nýjar íbúðir hafi verið teknar í notkun á þessu ári,“ segir Þorbjörg sem hefur litlar áhyggjur af návíginu við Kötlu.

„Við erum vel undirbúin. Fjöldi vísindamanna, lögreglan og almannavarnanefnd fylgjast vel með og taka stöðuna reglulega. Það veitir óneitanlega öryggiskennd.“

Þorbjörg segir mannlífið í Vík gott og líf og fjör á staðnum. Það hafi komið á óvart þegar þau komu til Víkur að komast ekki inn á veitingastað vegna þess að allt var fullt þrátt fyrir að 16 veitingastaðir séu í hreppnum. „Nýju íbúarnir eru alls staðar úr heiminum. Við þurfum að kortleggja þekkingu þeirra og hæfileika.“

Vík í Mýrdal liggur í fallegu bæjarstæði með útsýni til ...
Vík í Mýrdal liggur í fallegu bæjarstæði með útsýni til Reynisdranga. Íbúar láta eldfjallið Kötlu ekki ræna sig svefni en eru tilbúnir ef hún vaknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorrablótið eitt eftir

„Það þarf að bæta innviði samfélagsins með fjölgun íbúa og straumi ferðamanna,“ segir Sæmunda Ósk Fjeldsted og tekur sem dæmi vöntun á apóteki sem hún hefur fulla trú á að komi. Sæmunda flutti til Víkur fyrir 15 árum þegar 300 manns bjuggu í hreppnum. Hún segir mikla breytingu á mannlífinu. Áherslan sé á nýja hluti og sem dæmi sé þorrablótið í félagsheimilinu Leikskálum eina ballið sem eftir sé af þeim gömlu.

Katla truflar Sæmundu lítið en hún segir meira hafa verið talað um Kötlugos meðal íbúanna fyrir 20 árum og Mýrdalssandi hafi oft verið lokað ef mælingar sýndu hættu á gosi. Með bætri mælingum hafi lokunum verið hætt. Sæmunda segir gott upplýsingaflæði frá almannavörnum til íbúa hjálpa til en hún hafi eins og aðrir áhyggjur af ferðamönnum og nýjum íbúum.

„Ég sef róleg yfir gosi í Kötlu en líst illa á hugsanlegt öskufall. Við fengum alveg upp í kok í Eyjafjallagosinu af öskunni og viðbjóðnum sem fygldi henni,“ segir Sæmunda.

Áhyggjur af ferðamönnunum

Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri rekur nýtt hótel, Kríuhótel, Icelandair hótel, auk veitingastaða í samstarfi við aðra. Elías er fæddur í Pétursey þar sem hann ólst upp við sveitastörf. Hann flutti aftur í Mýrdalinn að loknu námi og segir að Katla trufli sig ekki dagsdaglega. Hann hafi litlar áhyggjur af hlaupinu en meiri áhyggjur af öskufalli.

Elías segist engar áhyggjur hafa af íbúum í Mýrdal þar sem rýmingaráætlanir séu öllum kunnar nema helst nýjum íbúum, en hann finni til ábyrgðar gagnvart ferðamönnum á svæðinu. Elías segir að allt að 10.000 manns fari í gegnum Vík á góðum degi. Það komi honum á óvart hvað ferðamenn viti mikið um Kötlu en auðvitað séu einhverjir sem viti ekkert um hana og sumum finnist það spennandi að gista við Kötlurætur.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...