Nemendur umkringdu skólann

Nemendurnir, 450 talsins, umkringdu skólann með glæsibrag.
Nemendurnir, 450 talsins, umkringdu skólann með glæsibrag. mbl.is/Eggert

Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur, sem eru um 450 talsins, og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan.

Arn­dís Steinþórs­dótt­ir, skólastýra Háteigsskóla, segir að nemendurnir hafi verið ánægðir með afrakstur og útkomu gjörningsins.

Há­teigs­skóli hef­ur gegnt ýms­um hlut­verk­um í gegn­um tíðina. „Í raun má segja að til séu tveir hóp­ar af fyrr­ver­andi nem­end­um: Fólk sem var í Tilrauna- og æfingadeild Kennaraháskólans og fólk sem gekk í grunn­skól­ann Há­teigs­skóla,“ seg­ir Arn­dís. 

mbl.is/Eggert

Há­teig­skóli varð form­lega grunn­skóli árið 1998, en frá stofn­un hans, 15. nóv­em­ber árið 1968, hafði hann gengið und­ir heit­inu Til­rauna- og æf­inga­skóli Kenn­ara­há­skól­ans. Þá átti hann að gegna hlut­verki æf­inga­deild­ar við Kenn­ara­há­skól­ann. Í æf­inga­skól­an­um voru ýms­ar til­raun­ir til kennslu og þjálf­un­ar kenn­ara­nema gerðar, sem markaði sér­stöðu skól­ans.

Sem fyrr segir, heldur skólinn upp á 50 ára afmæli sitt laugardaginn 17. nóvember kl. 13 til 15. Þetta er gert undir yfirskriftinni: Svona erum við.

Þórður G. Óskarsson, aðstoðarskólastjóri og Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla.
Þórður G. Óskarsson, aðstoðarskólastjóri og Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla. Ljósmynd/Aðsend

Skólinn verður til sýnis og hægt verður að ganga um og skoða öll rými. Klukkan 13 verður stutt dagskrá í sal þar sem kór skólans syngur nokkur lög undir stjórn Sigurðar Bragasonar tónmenntarkennara. 

Allir velunnarar skólans, foreldrar, fyrrverandi starfsfólk og eldri sem yngri nemendur, eru hjartanlega velkomnir á afmælishátíðina að sögn Arndísar.

mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is