Mótmæla að grafarró hinna jarðsettu sé raskað

Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í Víkurgarði.
Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í Víkurgarði. mbl.is/​Hari

Á sunnudaginn verður gjörningur í Víkurgarði í miðborg Reykjavíkur frá klukkan 14:00 til 16:00 til að mótmæla því að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna mótmælanna.

Þar kemur fram að frú Vigdís Finnbogadóttir mun flytja ávarp og síðan munu afkomendur nokkurra þeirra sem grafnir eru í garðinum lesa nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem þar voru jarðsett 1817 til 1838. 

Tilgangurinn er að mótmæla því að grafarró hinna jarðsettu sé raskað með byggingu hótels sem á að ná yfir austurhluta garðsins. Í þeim hluta Víkurgarðs munu langflestir hinna 600 hafa verið grafnir á árunum 1817 til 1838.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert