Sé ekki eftir neinu

Jónas R. Jónsson á fiðluverkstæði sínu.
Jónas R. Jónsson á fiðluverkstæði sínu. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag.

„Mér er alltaf minnisstæð myndin um bandaríska njósnarann sem dæmdur var til dauða í Austur-Þýskalandi á tímum kalda stríðsins. Þegar lögmaðurinn hans spurði hvort hann hefði ekki áhyggjur af aftökunni svaraði njósnarinn: Myndi það hjálpa? Hvers vegna að burðast með farangur sem gerir ekkert gagn. Það þyngir mann bara.“

Og honum finnst hann ekki gamall. „Þegar ég var ungur og Bítlarnir sungu „When I’m 64“ fannst mér það alveg rosalega hár aldur og langt í burtu. Hélt að ég yrði aldrei svo gamall. Í dag, á þessari stafrænu öld, er þetta enginn aldur. Sjötíu í analóg er ekki sama og sjötíu í digital. Og hugsaðu þér alla þekkinguna, upplýsingarnar og tækifærin sem unga fólkið býr að í dag sem við höfðum ekki í gamla daga. Ungt fólk í dag er miklu klárara en við höfðum nokkurn tíma möguleika á að verða – sem veit á gott fyrir framtíðina.“

Jónas hefur lokað fiðluverkstæði sínu á Óðinsgötunni og er fluttur til Portúgals ásamt eiginkonu sinni.

Jónas aðstoðar ungan fiðlara frá Lithaén sem kom til hans ...
Jónas aðstoðar ungan fiðlara frá Lithaén sem kom til hans með brotinn boga. mbl.is/Árni Sæberg

„Konan mín hætti að vinna um síðustu áramót og fyrir löngu ákváðum við að eyða síðasta æviskeiðinu í sól og hlýju. Við höfum verið að undirbúa þetta og valið stóð milli Spánar og Portúgals og varð síðarnefnda landið fyrir valinu. Fyrst vorum við að gæla við Cascais-svæðið vestur af Lissabon. Þar er stutt inn í borgina sem er mjög falleg og spennandi. Borgin er byggð í hæðum og svolítið erfið yfirferðar. Portúgal er svolítið á eftir á ýmsa lund og það meina ég í jákvæðri merkingu. Við komumst hins vegar að því að kuldinn þarna fer niður fyrir okkar þolmörk á veturna og fyrir vikið tókum við stefnuna á Suður-Portúgal, Faro – Vilamoura. Þar er dásamlegt að vera. Hlýtt á veturna og fullt af golfvöllum. Verst að hvorugt okkar spilar golf, en hver veit – kannski.“

Hann hlær.

Hjónin hafa ekki alfarið sagt skilið við Ísland en meiningin er að dveljast hér heima á sumrin og fara í hestaferðir. Þau munu halda húsnæði sínu, alltént til að byrja með. Hér er fjölskyldan og vinir. Jónas hugleiddi að halda einnig húsnæðinu undir verkstæðið en komst að raun um að það svaraði ekki kostnaði. „Gaman hefði verið að afhenda öðrum fiðlusmiði verkstæðið en þeim er ekki til að dreifa hér á landi. Það eru bara tveir aðrir og þeir eru með sín verkstæði.“

Hann er þó ekki alveg sestur í helgan stein. „Ég tek með mér nokkrar fiðlur út sem ég á eftir að klára að gera við. Dunda mér við það í rólegheitunum í sólinni. En vinur minn Andrés í Tónastöðunni ætlar að taka fiðlurnar mínar í sölu.“

Nánar er rætt við Jónas í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en blaðið heimsótti hann á fiðluverkstæðið rétt áður en hann rifaði seglin.

Innlent »

Syngjandi heimilislæknir

19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

18:08 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. Meira »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »

Vika er langur tími í pólitík

16:20 Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa. Meira »

Dreymdi vinningstölurnar

16:19 Konu af Norðurlandi dreymdi vinningstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning. Meira »

Valgerður í stað Vilborgar í bankaráð

16:05 Valgerður Sveinsdóttir var kjörin varamaður í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. Hún kemur í stað Vilborgar G. Hansen sem sagði sig úr Miðflokknum og bankaráði í kjölfar ummæla þingmanna Miðflokksins á Klaustri 20. nóvember. Meira »

Langur biðtími eftir viðtali við sálfræðing

15:57 Biðtími eftir viðtali við sálfræðing hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru fimm til sjö mánuðir. Biðtíminn er mislangur eftir heilbrigðisstofnunum á landinu en stystur er biðtíminn hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða; fjórar vikur. Meira »

Tengdamóðirin áfram í haldi

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...