Glæpur, gáta og metoo

Lára Jóhanna Jónsdóttir og Mikael Köll Guðmundsson í hlutverkum sínum ...
Lára Jóhanna Jónsdóttir og Mikael Köll Guðmundsson í hlutverkum sínum í Flateyjargátunni.

„Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Maður er myrtur, lögreglan rannsakar málið og við fáum að lokum að vita hver er sekur. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Gröf síðasta heiðna goðans á Íslandi finnst. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“

Þetta segir Björn B. Björnsson, leikstjóri Flateyjargátunnar, nýrrar leikinnar þáttaraðar sem hefur göngu sína á RÚV í kvöld. Þættirnir byggja lauslega á skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar frá 2002 en handritshöfundur er Margrét Örnólfsdóttir. 

Björn B. Björnsson leikstjóri á tökustað.
Björn B. Björnsson leikstjóri á tökustað. Ljósmynd/Nanna Rúnarsdóttir

Flatey lítið breyst

Afar sjaldgæft er að leiknir íslenskir sjónvarpsþættir gerist ekki í samtímanum en árið 1971 varð fyrir valinu svo tengja mætti þráðinn við merkan viðburð úr Íslandssögunni, afhendingu handritanna. Bók Viktors Arnars gerist um áratug fyrr.

„Það er ekki auðvelt að gera períóðu á Íslandi,“ segir Björn, „enda blasir samtíminn við hvert sem þú beinir myndavélinni. Flatey gerir þetta hins vegar mögulegt enda hefur lítið breyst þar á þessum tæplega fimmtíu árum. Húsin eru að vísu fínni núna en þá. Hipparnir, sem orðnir eru lögfræðingar og læknar í dag, voru ekki búnir að kaupa þau og gera upp. En við höfum okkar ráð með það. Sagan gerist að langstærstum hluta í Flatey.“

Lára Jóhanna Jónsdóttir fer með aðalhlutverkið í þáttunum, Jóhönnu. „Ýmsir kannast örugglega við Láru úr leikhúsinu en ef að líkum lætur munu miklu fleiri þekkja hana eftir sýningu þáttanna. Mikið mæðir á Láru og frá mínum bæjardyrum séð leysir hún verkefnið snilldarlega. Við prófuðum marga leikara í flest hlutverk og Lára passaði best í hlutverk Jóhönnu. Hún er mjög tilfinningarík leikkona sem skilar miklu með augunum einum saman.“

Það er liðin tíð að íslenskt sjónvarp sé bara fyrir Íslendinga. Sýningarrétturinn á Flateyjargátunni hefur þegar verið seldur til Norðurlandanna, auk þess sem Sky keypti dreifingarréttinn, svo sem fram hefur komið, og rann það fé inn í gerð þáttanna. „Ég veit ekki á þessari stundu hvert rétturinn verður seldur en það er mjög ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir þeir hjá Sky eru. Þeir hafa virkilega trú á þessu verkefni. Ef að líkum lætur verður Flateyjargátan sýnd víða um lönd,“ segir Björn.

Í því sambandi nýtur Flateyjargátan góðs af norræna glæpaþáttavorinu, Nordic Noir, eins og það hefur verið kallað. Norrænir glæpaþættir eru einfaldlega í tísku og nærtækasta dæmið er líklega Ófærð sem flaug um allan heim við glimrandi undirtektir. „Við tikkum sannarlega í það box þó að önnur element séu þarna líka,“ segir Björn. „Menn vita orðið hvaða standard er á leiknu íslensku sjónvarpsefni.“

Gríðarleg tækifæri

Hann segir tækifærin gríðarleg ytra. „Nýjar efnisveitur eins og Netflix eru eins og óseðjandi skrímsli; framleiða einar og sér 200 bíómyndir á ári. Eftirspurn eftir vönduðu efni er mjög mikil og hefðum við stærri sjóð fyrir leikið sjónvarpsefni hérlendis gætum við framleitt mun meira. Eins og staðan er í dag er bara hægt að framleiða tvær leiknar seríur á ári – núna eru það Flateyjargátan og Ófærð 2 – en gætum selt miklu fleiri þáttaraðir erlendis.“

Að sögn Björns snýst þetta ekki nema að litlum hluta um fjármögnun enda standi Kvikmyndasjóður Íslands ekki undir nema 10-15% af framleiðslukostnaði Flateyjargátunnar. Það að hafa Kvikmyndasjóð Íslands á bak við sig feli hins vegar í sér ákveðinn gæðastimpil og án aðkomu hans sé svo gott sem útilokað að fjármagna íslenskt sjónvarpsefni erlendis.
„Við gætum nýtt tækifærið betur. Útlendingar eru tilbúnir að borga meirihlutann af framleiðslukostnaði við íslenskt efni á íslensku sem gert er eftir íslenskum sögum. Við verðum að nýta okkur þennan meðbyr. Enginn veit hvað þessi áhugi muni vara lengi.“

Nánar er rætt við Björn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

í gær Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

í gær Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

í gær Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

í gær Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor fyrir allt að 100mm greinar. Öflu...