Vælukjói á leiksviði

Eyþór Kári Ingólfsson og Kristjana Freydís Stefánsdóttir sýna tilþrif í …
Eyþór Kári Ingólfsson og Kristjana Freydís Stefánsdóttir sýna tilþrif í aðalhlutverkum verksins. mbl.is/Hafþór

Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Vælukjói kallast á frummálinu Cry-Baby og kom fyrst fram sem söngvamynd með Johnny Depp í aðalhlutverki árið 1990.

Verkið gerist á sjötta áratugnum og segir frá átökum tveggja þjóðfélagshópa með áhersluna á ást pilts og stúlku sem eru sitt úr hvorum hópnum. Það samband er þó ekki til vinsælda eða friðar fallið.

Með hlutverk unga parsins fara Kristjana Freydís Stefánsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson en þau koma bæði úr Framhaldsskólanum á Laugum. Auk nemenda úr FSH taka þátt í sýningunni nemendur úr Framhaldsskólanum á Laugum og Borgarhólsskóla á Húsavík. Alls á fjórða tug nemenda kemur að sýningunni á einn eða annan hátt.

Um leikstjórn sá Húsvíkingurinn Karen Erludóttir sem nýkomin er úr námi frá Bandaríkjunum en hún nam leiklist í skólanum New York Film Academy í Los Angeles.

Sjá samtal við Karen um uppsetningu leikverksins í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »