Óvenju mikil úrkoma var í Reykjavík

Rigning hefur veið óvenjumikil í Reykjavík í nóvember.
Rigning hefur veið óvenjumikil í Reykjavík í nóvember. mbl.is/​Hari

Óvenju mikil úrkoma var í Reykjavík á tveimur sólarhringum, frá hádegi 16. nóvember til hádegis 18. nóvember. Samtals komu 83,2 mm í úrkomumælinn á Veðurstofutúni, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifar í Hungurdiskum.

Honum sýnist þetta vera met fyrir tveggja daga úrkomusummu í Reykjavík og fleyta árinu ofar á lista þeirra úrkomumestu.

Skipting úrkomunnar á sólarhringa var nokkuð jöfn. „Að morgni þess 17. höfðu fallið 35,5 mm í mannaða úrkomumælinn á Veðurstofutúni frá því kl. 9 morguninn áður og daginn eftir, þann 18., var sólarhringsúrkoman 47,7 mm. Tveir sjálfvirkir mælar eru á Veðurstofutúni, sá þeirra sem mældi meira skilaði 37,0 mm og 44,8 mm þessa tvo sólarhringa, samtals 81,8 mm. Hámarksúrkoma í „réttum“ sólarhring var hins vegar 49,3 mm,“ skrifar Trausti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »